Stjórnmálamenn ekki allir jafnduglegir að styðja við aðeins öðruvísi fólk Snorri Másson skrifar 16. september 2021 21:20 Vilhjálmur Hauksson hefur beitt sér ötult fyrir málefnum barna. Vísir/Sigurjón Stjórnmálamenn mættu huga betur að málefnum barna með fötlun og 16 ára og eldri ættu alla vega að fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningu, enda eru mörg þeirra farin að borga skatta. Þessar kröfur voru á meðal þeirra sem börn settu fram á kosningafundi með frambjóðendum allra flokka í Hörpu í dag. Mikið var um spurningar um stöðu barna með sérstakar þarfir af ýmsum ástæðum en einnig var nokkuð spurt um almenn mál, allt frá skólasundi, vegalengd í skólann, innleiðingu barnasáttmálans, skattgreiðslur vinnandi barna og svo fram vegis og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir gerðu sitt besta til að veita svör við þessu en þurftu í mörgum tilvikum að fallast á að ekki væri nóg gert. Vilhjálmur Hauksson, 12 ára, var á síðasta Barnaþingi og telur mikilvægt að stjórnmálamenn fylgi þeim kröfum eftir sem þar komu fram. Hvað skiptir þig mestu máli? „Ég sjálfur hef svolítið mikið verið að hugsa um það þegar fólk er aðeins öðruvísi. Spurningarnar um það voru nokkrar. Það er ekki alveg þannig að allir séu með sömu réttindi og mér finnst að það ætti að vera þannig,“ sagði Vilhjálmur. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu duglegir að breyta hlutunum fyrir fólk sem er með fötlun? „Það eru ekki allir stjórnmálamenn eins, þannig að það eru kannski sumir af þeim sem eru nógu duglegir en aðrir ekki jafnduglegir,“ sagði Vilhjálmur. María Mist er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð.Vísir/Sigurjón María Mist Sigursteinsdóttir, 17 ára, telur mikilvægast að Alþingi tryggi alveg rétt barna í barnaverndarmálum. Hún telur að stjórnmálamennirnir séu að gera sitt besta við að fylgja eftir kröfum barna en telur að hagsmunum sínum væri betur borgið ef hún hefði kosningarétt, alla vega í sveitarstjórnarkosningum. „Mér finnst það allavega eðlilegt að þú fáir að kjósa 16 ára, um leið og þú byrjar að borga skatta,“ sagði María. En er Vilhjálmur sammála henni? „Nei, af því að þau hafa ekki alveg þroskann í það alveg strax. Mér finnst að við ættum að bíða aðeins,“ segir hann. Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Mikið var um spurningar um stöðu barna með sérstakar þarfir af ýmsum ástæðum en einnig var nokkuð spurt um almenn mál, allt frá skólasundi, vegalengd í skólann, innleiðingu barnasáttmálans, skattgreiðslur vinnandi barna og svo fram vegis og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir gerðu sitt besta til að veita svör við þessu en þurftu í mörgum tilvikum að fallast á að ekki væri nóg gert. Vilhjálmur Hauksson, 12 ára, var á síðasta Barnaþingi og telur mikilvægt að stjórnmálamenn fylgi þeim kröfum eftir sem þar komu fram. Hvað skiptir þig mestu máli? „Ég sjálfur hef svolítið mikið verið að hugsa um það þegar fólk er aðeins öðruvísi. Spurningarnar um það voru nokkrar. Það er ekki alveg þannig að allir séu með sömu réttindi og mér finnst að það ætti að vera þannig,“ sagði Vilhjálmur. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu duglegir að breyta hlutunum fyrir fólk sem er með fötlun? „Það eru ekki allir stjórnmálamenn eins, þannig að það eru kannski sumir af þeim sem eru nógu duglegir en aðrir ekki jafnduglegir,“ sagði Vilhjálmur. María Mist er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð.Vísir/Sigurjón María Mist Sigursteinsdóttir, 17 ára, telur mikilvægast að Alþingi tryggi alveg rétt barna í barnaverndarmálum. Hún telur að stjórnmálamennirnir séu að gera sitt besta við að fylgja eftir kröfum barna en telur að hagsmunum sínum væri betur borgið ef hún hefði kosningarétt, alla vega í sveitarstjórnarkosningum. „Mér finnst það allavega eðlilegt að þú fáir að kjósa 16 ára, um leið og þú byrjar að borga skatta,“ sagði María. En er Vilhjálmur sammála henni? „Nei, af því að þau hafa ekki alveg þroskann í það alveg strax. Mér finnst að við ættum að bíða aðeins,“ segir hann.
Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25
Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52