Hvers vegna ekki Flokk fólksins? Þór Saari skrifar 17. september 2021 15:02 Flokkur fólksins varð til á sínum tíma í kringum eina manneskju sem hefur af mikilli einurð og afli barist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og fólks sem er neðarlega í hagsældarstiganum. Flokkurinn komst inn á þing 2017 vegna framgöngu formannsins í formannaþætti í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar, en málefnaskrá flokksins hefur ávallt þótt rýr þótt megin áherslur hans séu mikilvægar. Flokkur fólksins er ekki byggður á neinum hugmyndafræðilegum grunni þó það votti fyrir sósíalískum áherslum í helsta baráttumáli hans og talar heldur ekki fyrir kerfisbreytingum, en vill halda áfram með þá kapítalísku umgjörð sem er um samfélagið og það er einmitt sú umgjörð sem hefur gert það að verkum að staða hinna ver settu í hagsældarstiganum heldur áfram að versna. Það er einfaldlega eðli þess kerfis og innbyggt í það. Flokkurinn talar líka rækilega gegn spillingu og er á margan hátt samhljóma bæði Pírötum og Sósíalistaflokknum í mörgum málum með þær megináherslur og málflutningur þingmannanna hefur verið röggsamur og ákveðinn og flokkurinn náði inn fjórum þingmönnum í kosningunum 2017. Það kvarnaðist þó úr liðinu kjölfar Klausturbars málsins en tveir af þingmönnum flokksins voru þar í þeim hryllilega hóp. Flokkurinn og formaðurinn mega eiga það að þau hikuðu ekki við að krefjast brotthvarfs þeirra tveggja úr flokknum í kjölfarið og það jafnvel þótt þau yrðu aðeins tvö eftir í flokknum sem gerði þeim erfitt fyrir í þingstörfunum. Þar setti flokkurinn siðferði framar pólitík sem er ekki algengt í þeim geira sem íslenskt stjórnmál eru. Flokkur fólksins er hins vegar lítill og ekki með mikið bakland og það, saman með frekar veikri og þröngri hugmyndafræði, gerir hann að flokki sem ætti ekki að vera leiðandi í meirihlutsamstarfi. Flokkurinn er hins vegar einarður í afstöðu sinni með þeim sem standa höllum færi í samfélaginu og staðfastur í þeirri afstöðu og kemur fyrir sem flokkur með formann sem stendur við sitt. Vegna smæðar og hugmyndafræðilegs skorts ætti Flokkur fólksins heldur að nýta meirihluta samstarf á Alþingi, ef það verður kostur, sem baráttutæki fyrir sinn kjósendahóp og til að byggja sig upp enn frekar og vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjör þeirra sem minna mega sín svo um munar. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins varð til á sínum tíma í kringum eina manneskju sem hefur af mikilli einurð og afli barist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og fólks sem er neðarlega í hagsældarstiganum. Flokkurinn komst inn á þing 2017 vegna framgöngu formannsins í formannaþætti í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar, en málefnaskrá flokksins hefur ávallt þótt rýr þótt megin áherslur hans séu mikilvægar. Flokkur fólksins er ekki byggður á neinum hugmyndafræðilegum grunni þó það votti fyrir sósíalískum áherslum í helsta baráttumáli hans og talar heldur ekki fyrir kerfisbreytingum, en vill halda áfram með þá kapítalísku umgjörð sem er um samfélagið og það er einmitt sú umgjörð sem hefur gert það að verkum að staða hinna ver settu í hagsældarstiganum heldur áfram að versna. Það er einfaldlega eðli þess kerfis og innbyggt í það. Flokkurinn talar líka rækilega gegn spillingu og er á margan hátt samhljóma bæði Pírötum og Sósíalistaflokknum í mörgum málum með þær megináherslur og málflutningur þingmannanna hefur verið röggsamur og ákveðinn og flokkurinn náði inn fjórum þingmönnum í kosningunum 2017. Það kvarnaðist þó úr liðinu kjölfar Klausturbars málsins en tveir af þingmönnum flokksins voru þar í þeim hryllilega hóp. Flokkurinn og formaðurinn mega eiga það að þau hikuðu ekki við að krefjast brotthvarfs þeirra tveggja úr flokknum í kjölfarið og það jafnvel þótt þau yrðu aðeins tvö eftir í flokknum sem gerði þeim erfitt fyrir í þingstörfunum. Þar setti flokkurinn siðferði framar pólitík sem er ekki algengt í þeim geira sem íslenskt stjórnmál eru. Flokkur fólksins er hins vegar lítill og ekki með mikið bakland og það, saman með frekar veikri og þröngri hugmyndafræði, gerir hann að flokki sem ætti ekki að vera leiðandi í meirihlutsamstarfi. Flokkurinn er hins vegar einarður í afstöðu sinni með þeim sem standa höllum færi í samfélaginu og staðfastur í þeirri afstöðu og kemur fyrir sem flokkur með formann sem stendur við sitt. Vegna smæðar og hugmyndafræðilegs skorts ætti Flokkur fólksins heldur að nýta meirihluta samstarf á Alþingi, ef það verður kostur, sem baráttutæki fyrir sinn kjósendahóp og til að byggja sig upp enn frekar og vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjör þeirra sem minna mega sín svo um munar. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvestur kjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun