Risafjárveiting á að draga úr slagsmálum og eiturlyfjum á Litla-Hrauni Snorri Másson skrifar 17. september 2021 12:12 Litla-Hraun á Eyrarbakka var upphaflega hannað sem sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið steig í dag eitt af þremur stærstu skrefum sem stigin hafa verið í sögu fangelsismála hér á landi að sögn fangelsismálastjóra. Tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun hefur verið tryggð til að ráðast í löngu tímabærar endurbætur á Litla-Hrauni. Fangelsið á Litla-Hrauni hefur verið vandamál lengi. Byggingin átti upphaflega að vera spítali, aldrei fangelsi, en varð það og hönnunargallarnir eru verulegir. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði þannig frá því á blaðamannafundi í dag að einn helsti vandi hússins sé að óhjákvæmilega hittist allir fangar í sama rými á hverjum degi. Þetta hefur mjög neikvæð áhrif á hópadýnamík innan fangelsisins enda er ekki hægt að skipta upp klíkum og gengjum og þar með þolendum og gerendum ofbeldis af ýmsum toga. Það kemur of reglulega til átaka, sem ættu að minnka nú þegar hægt verður að skipta hópunum upp. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Annar ókostur núverandi ástands er greið dreifing eiturlyfja. Ef svo mikið sem eitt gramm af Spice, sem er algengasta eiturlyfið í fangelsum landsins, kemst inn í fangelsið, getur það orðið að fjögur hundruð skömmtum. Núna verður hægt að bregðast við smygli mun betur enda samgangur ekki eins mikill. „Þetta er bara frábært. Ég er alsæll með þetta. Þetta er gríðarlega flott frumkvæði, ég er ánægður líka með að þessi málaflokkur sé loksins settur í forgrunn og fái þann forgang sem hann þarf,“ sagði Páll Winkel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Með nýja fjármagninu verður nýju geðheilbrigðisteymi líka tryggð aðstaða og heimsóknaraðstaða bætt. Allt stefnir þetta í að Ísland geti verið á heimsmælikvarða í fangelsismálum innan skamms. „Við þurfum að gera Litla-Hraun öruggt og mannúðlegt fangelsi, þar sem bæði vistmönnum og starfsmönnum líður vel. Það mun klárast þarna um mitt ár 2023,“ segir Páll. Dómsmálaráðherra segir að staðan hafi verið orðin óviðunandi, eins og meðal annars erlendir eftirlitsaðilar hafi bent á. „Þetta er þannig málaflokkur að það verður svo mikill samfélagslegur ábati af því að við getum skilað föngum aftur út sem virkum samfélagsþegnum eftir refsinguna sem þeir hljóta. Það skilar sér í færri glæpum og færri þolendum, og ekki síst ef við náum að minnka endurkomutíðninam,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Fangelsismál Árborg Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Fangelsið á Litla-Hrauni hefur verið vandamál lengi. Byggingin átti upphaflega að vera spítali, aldrei fangelsi, en varð það og hönnunargallarnir eru verulegir. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði þannig frá því á blaðamannafundi í dag að einn helsti vandi hússins sé að óhjákvæmilega hittist allir fangar í sama rými á hverjum degi. Þetta hefur mjög neikvæð áhrif á hópadýnamík innan fangelsisins enda er ekki hægt að skipta upp klíkum og gengjum og þar með þolendum og gerendum ofbeldis af ýmsum toga. Það kemur of reglulega til átaka, sem ættu að minnka nú þegar hægt verður að skipta hópunum upp. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Annar ókostur núverandi ástands er greið dreifing eiturlyfja. Ef svo mikið sem eitt gramm af Spice, sem er algengasta eiturlyfið í fangelsum landsins, kemst inn í fangelsið, getur það orðið að fjögur hundruð skömmtum. Núna verður hægt að bregðast við smygli mun betur enda samgangur ekki eins mikill. „Þetta er bara frábært. Ég er alsæll með þetta. Þetta er gríðarlega flott frumkvæði, ég er ánægður líka með að þessi málaflokkur sé loksins settur í forgrunn og fái þann forgang sem hann þarf,“ sagði Páll Winkel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Með nýja fjármagninu verður nýju geðheilbrigðisteymi líka tryggð aðstaða og heimsóknaraðstaða bætt. Allt stefnir þetta í að Ísland geti verið á heimsmælikvarða í fangelsismálum innan skamms. „Við þurfum að gera Litla-Hraun öruggt og mannúðlegt fangelsi, þar sem bæði vistmönnum og starfsmönnum líður vel. Það mun klárast þarna um mitt ár 2023,“ segir Páll. Dómsmálaráðherra segir að staðan hafi verið orðin óviðunandi, eins og meðal annars erlendir eftirlitsaðilar hafi bent á. „Þetta er þannig málaflokkur að það verður svo mikill samfélagslegur ábati af því að við getum skilað föngum aftur út sem virkum samfélagsþegnum eftir refsinguna sem þeir hljóta. Það skilar sér í færri glæpum og færri þolendum, og ekki síst ef við náum að minnka endurkomutíðninam,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Fangelsismál Árborg Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira