Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar 18. september 2021 20:00 Engin flokkur hefur jafn afgerandi afstöðu og Miðflokkurinn til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem með sönnu eru talin hryggjastykkið í íslensku atvinnulífi. Það sem meira er, Miðflokkurinn telur mikilvægt að ráðast í kerfisbreytingar sem skili aukinni skilvirkni og framleiðni hjá hinu opinbera. Því er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er hægt að draga úr álögum á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og ný verðmæti. Stjórnvöld eiga að þjónusta almenning, ekki öfugt. Miðflokkurinn leggur áherslu á að rekstrarstaða og samkeppnisstaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði bætt með skattalegum hvötum og einfaldara regluverki þannig að ekki séu lagðar sömu kvaðir á lítil fyrirtæki og þau stærri. Miðflokkurinn leggur áherslu á að stjórnvöld megi ekki innleiða nýtt íþyngjandi regluverk nema tvöfalt fleiri íþyngjandi reglur verði afnumdar samtímis í samræmi við stefnu ríkisstjórnar áranna 2013-2016. Skattasýki Samfylkingarinnar En núna á lokaspretti kosningabaráttunnar má sjá margt spaugilegt í hinum pólitíska áróðri. Þannig má sjá í auglýsingum Samfylkingarinnar mynd af einum frambjóðanda flokksins og texta þar við hlið sem segir „Minna vesen: Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki.“ Hér fara greinilega ekki saman loforð og veruleiki en á sama tíma talar Samfylkingin fyrir 1,5% eignarskatti en óhætt er að segja að sá skattur leggst fyrst og fremst á eigendur þessa sömu litlu og meðalstóru fyrirtækja og gengur því þvert gegn innihaldi auglýsingarinnar. Hvað fela eignarskattar í sér? Jú, að eigendur þurfa að taka meira fé út úr fyrirtækjum til að standa skil á sköttum, í stað þess að fyrirtækin verji þeim fjármunum til fjárfestinga sem auka verðmætasköpun í samfélaginu. Ef hagnaður fyrirtækjanna er ekki nógur eða fyrirtækin vilja ekki draga úr fjárfestingum þá hefur þessi skattheimta í för með sér aukna skuldsetningu fyrirtækjanna sem gerir þau áhættusamari til lengri tíma litið – þjóðin hefur slæma reynslu af of mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Fyrir utan það að hagnaður af sölu hlutabréfa er skattlagður, þá eru tekjur fyrirtækja skattlagðar og tekjur af fjáreign í fyrirtækjum eru skattlagðar. Með eignarskatti á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er verið að skattleggja þessar sömu tekjur um alla framtíð og verðfella eignir. Miðflokkurinn er eina vörnin gegn svona árásum á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Efnahagsmál Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Engin flokkur hefur jafn afgerandi afstöðu og Miðflokkurinn til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem með sönnu eru talin hryggjastykkið í íslensku atvinnulífi. Það sem meira er, Miðflokkurinn telur mikilvægt að ráðast í kerfisbreytingar sem skili aukinni skilvirkni og framleiðni hjá hinu opinbera. Því er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er hægt að draga úr álögum á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og ný verðmæti. Stjórnvöld eiga að þjónusta almenning, ekki öfugt. Miðflokkurinn leggur áherslu á að rekstrarstaða og samkeppnisstaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði bætt með skattalegum hvötum og einfaldara regluverki þannig að ekki séu lagðar sömu kvaðir á lítil fyrirtæki og þau stærri. Miðflokkurinn leggur áherslu á að stjórnvöld megi ekki innleiða nýtt íþyngjandi regluverk nema tvöfalt fleiri íþyngjandi reglur verði afnumdar samtímis í samræmi við stefnu ríkisstjórnar áranna 2013-2016. Skattasýki Samfylkingarinnar En núna á lokaspretti kosningabaráttunnar má sjá margt spaugilegt í hinum pólitíska áróðri. Þannig má sjá í auglýsingum Samfylkingarinnar mynd af einum frambjóðanda flokksins og texta þar við hlið sem segir „Minna vesen: Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki.“ Hér fara greinilega ekki saman loforð og veruleiki en á sama tíma talar Samfylkingin fyrir 1,5% eignarskatti en óhætt er að segja að sá skattur leggst fyrst og fremst á eigendur þessa sömu litlu og meðalstóru fyrirtækja og gengur því þvert gegn innihaldi auglýsingarinnar. Hvað fela eignarskattar í sér? Jú, að eigendur þurfa að taka meira fé út úr fyrirtækjum til að standa skil á sköttum, í stað þess að fyrirtækin verji þeim fjármunum til fjárfestinga sem auka verðmætasköpun í samfélaginu. Ef hagnaður fyrirtækjanna er ekki nógur eða fyrirtækin vilja ekki draga úr fjárfestingum þá hefur þessi skattheimta í för með sér aukna skuldsetningu fyrirtækjanna sem gerir þau áhættusamari til lengri tíma litið – þjóðin hefur slæma reynslu af of mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Fyrir utan það að hagnaður af sölu hlutabréfa er skattlagður, þá eru tekjur fyrirtækja skattlagðar og tekjur af fjáreign í fyrirtækjum eru skattlagðar. Með eignarskatti á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er verið að skattleggja þessar sömu tekjur um alla framtíð og verðfella eignir. Miðflokkurinn er eina vörnin gegn svona árásum á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun