Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2021 10:01 Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu. Ap Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. Hópurinn er sá fyrsti í sögunni til að fara hringinn í kringum jörðina án þess að vera í fylgd þjálfaðra geimfara. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og eru fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári á vegum fyrirtækja sem keppast nú við að gera geimferðalög aðgengileg almenningi. Netflix er að gera heimildaþætti um sendiförina. Hayley Arceneaux, Jared Isaacman, Sian Proctor og Chris Sembroski voru glaðleg rétt eftir að þau komu út úr geimfarinu.Inspiration4/John Kraus Fóru ofar en nokkuð annað geimfar SpaceX Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði af krabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Crew Dragon geimfari SpaceX var skotið í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu með Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins á miðvikudag og heppnaðist geimskotið fullkomlega. Hefur SpaceX aldrei skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu. Til samanburðar er Alþjóðlega geimstöðin á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn í um 540 kílómetra hæð. Horfa má á útsendingu SpaceX frá lendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrst fer að bera almennilega á geimfarinu upp úr miðju myndbandi. Fjórmenningarnir sneru aftur inn í gufuhvolfið snemma í gær og voru þau fyrstu til að enda geimferð sína í Atlantshafinu eftir að Apollo 9 lenti þar árið 1969. Tvö fyrri mönnuð geimför SpaceX sem fluttu geimfara frá NASA lentu í Mexíkóflóa. Nokkrum mínútum eftir að geimfarið lenti á sjó komu fulltrúar SpaceX að hylkinu á skipum og hífðu hylkið upp úr sjónum. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Arceneaux var sú fyrsta sem sást stíga út úr geimfarinu, skartandi breiðu brosi. Að sögn AP-fréttaveitunnar virtust allir farþegarnir vera hæstánægðir og við góða heilsu. Hægt var að fylgjast með lendingu hópsins í beinni útsendingu. SpaceX Safnaði yfir 200 milljónum dala Með ferðinni vildi Isaacman reyna að safna 200 milljónum bandaríkjadala til styrktar St. Jude barnaspítalanum. Isaacman gefur sjálfur hundrað milljónir og hélt happdrætti þar sem viðskiptavinir greiðslumiðlunarfyrirtækis hans Shift4 Payments áttu möguleika á að vinna sæti um borð í geimfarinu. Sigurveigarinn var áðurnefndur Sembroski. Elon Musk, stofnandi SpaceX, tilkynnti nýverið að hann ætlaði að gefa fimmtíu milljónir dala í söfnunina og færa hana þar með upp fyrir söfnunarmarkmiðið. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári, líkt og fyrr segir. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Hópurinn er sá fyrsti í sögunni til að fara hringinn í kringum jörðina án þess að vera í fylgd þjálfaðra geimfara. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og eru fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári á vegum fyrirtækja sem keppast nú við að gera geimferðalög aðgengileg almenningi. Netflix er að gera heimildaþætti um sendiförina. Hayley Arceneaux, Jared Isaacman, Sian Proctor og Chris Sembroski voru glaðleg rétt eftir að þau komu út úr geimfarinu.Inspiration4/John Kraus Fóru ofar en nokkuð annað geimfar SpaceX Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði af krabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Crew Dragon geimfari SpaceX var skotið í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu með Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins á miðvikudag og heppnaðist geimskotið fullkomlega. Hefur SpaceX aldrei skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu. Til samanburðar er Alþjóðlega geimstöðin á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn í um 540 kílómetra hæð. Horfa má á útsendingu SpaceX frá lendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrst fer að bera almennilega á geimfarinu upp úr miðju myndbandi. Fjórmenningarnir sneru aftur inn í gufuhvolfið snemma í gær og voru þau fyrstu til að enda geimferð sína í Atlantshafinu eftir að Apollo 9 lenti þar árið 1969. Tvö fyrri mönnuð geimför SpaceX sem fluttu geimfara frá NASA lentu í Mexíkóflóa. Nokkrum mínútum eftir að geimfarið lenti á sjó komu fulltrúar SpaceX að hylkinu á skipum og hífðu hylkið upp úr sjónum. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Arceneaux var sú fyrsta sem sást stíga út úr geimfarinu, skartandi breiðu brosi. Að sögn AP-fréttaveitunnar virtust allir farþegarnir vera hæstánægðir og við góða heilsu. Hægt var að fylgjast með lendingu hópsins í beinni útsendingu. SpaceX Safnaði yfir 200 milljónum dala Með ferðinni vildi Isaacman reyna að safna 200 milljónum bandaríkjadala til styrktar St. Jude barnaspítalanum. Isaacman gefur sjálfur hundrað milljónir og hélt happdrætti þar sem viðskiptavinir greiðslumiðlunarfyrirtækis hans Shift4 Payments áttu möguleika á að vinna sæti um borð í geimfarinu. Sigurveigarinn var áðurnefndur Sembroski. Elon Musk, stofnandi SpaceX, tilkynnti nýverið að hann ætlaði að gefa fimmtíu milljónir dala í söfnunina og færa hana þar með upp fyrir söfnunarmarkmiðið. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári, líkt og fyrr segir. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað.
SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54
Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45