Húsnæðisskorturinn og lausnir Miðflokksins Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 19. september 2021 21:00 Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér. Fyrir allmörgum árum tóku vinstri menn í Reykjavík upp þann ósið að selja lóðaréttindi undir húsnæði og bæta ofan á gatnagerðargjöld ásamt fjölda af auka gjöldum á húseigendum. Þróunin síðan þá hefur verið í anda vinstri manna. Þeir bæta stöðugt við gjöldum sem að sjálfsögðu íbúar eru látnir borga. Ýmist kemur þetta fram í hærra fasteignaverði eða leiguverði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Fljótlega fylgdu önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á eftir enda þá þegar orðinn skortur á markaðnum og fólk tilneytt til að leita sér skjóls undir dýru þaki. Hér er um að ræða auðsótt fé til illa rekinna sveitarfélaga. Miðflokkurinn hefur lagt til að ríkið veiti mótframlag. Slíkt framlag gæfi öllum tækifæri á að eignast húsnæði. Fleira þarf þó til. Það skiptir mestu að alltaf sé tryggt nægt lóðarframboð. Af landi eigum við nóg. Mýtan um að ekki sé til nóg land er röng. Til eru þúsundir hektara innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Það má þétta byggð í hófi þar sem það á við en alltaf þurfa að vera til lóðir. Með skortstefnunni er verði þessara gæða haldið uppi og sem mest sogið út úr skattgreiðendum sem hægt er. Regluverk varðandi húsbyggingar þarf að vera skilvirkt, gegnsætt og hvetjandi. Það þarf að vera í boði fjölbreytt húsnæði sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni. Því þurfa sveitarfélög að vera sveigjanleg gagnvart húsbyggjendum sem oft þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði og framtíðarhorfum. Auðkýfingar þurfa að geta keypt sínar lúxusíbúðir á þéttingarreitum Dags B Eggertssonar en almenningi þarf einnig að standa til boða lóðir undir þar sem byggja má íbúðarhúsnæði með hagstæðum hætti og á verðum sem fólk ræður við. Fólk vill búa í aðlaðandi umhverfi og hafa sjálft um það að segja hvernig það vill búa. Hér gildir fjölbreytni og skilningur stjórnvalda að ef þau draga úr mætti fólks með of háum verðum er jafnframt dregið úr mætti þeirra til að getað notið sín, viðhaldið eignum og myndað sterkan eiginfjárgrunn. Miðflokkurinn hefur lagt til tvær róttækar breytingar. Ein er afnám stimpilgjalda, þ.e. gjalda sem er í eðli sínu ósanngjarn skattur. Hin breytingin er að heimila ráðstöfun allt að 3,5 prósents af lífeyrisiðgjaldi í sjóð sem nýta má til eigin fasteigakaupa. Sterk eiginfjárstaða heimila kemur bæði almenningi til góða og hagkerfinu í heild sinni. Samandregið má því segja að eftirfarandi aðgerðir muni gagnast öllum. Þær eru þessar: Aukið lóðaframboð, nýtt hvetjandi regluverk, fjölbreyttara húsnæði, lægri skattar og gjöld, afnám stimpilgjalda og rúsínan í pylsuendanum, heimildin til ráðstöfunar lífeyrisiðgjalda til eigin fasteignakaupa. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, er fulltrúi flokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Húsnæðismál Suðvesturkjördæmi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér. Fyrir allmörgum árum tóku vinstri menn í Reykjavík upp þann ósið að selja lóðaréttindi undir húsnæði og bæta ofan á gatnagerðargjöld ásamt fjölda af auka gjöldum á húseigendum. Þróunin síðan þá hefur verið í anda vinstri manna. Þeir bæta stöðugt við gjöldum sem að sjálfsögðu íbúar eru látnir borga. Ýmist kemur þetta fram í hærra fasteignaverði eða leiguverði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Fljótlega fylgdu önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á eftir enda þá þegar orðinn skortur á markaðnum og fólk tilneytt til að leita sér skjóls undir dýru þaki. Hér er um að ræða auðsótt fé til illa rekinna sveitarfélaga. Miðflokkurinn hefur lagt til að ríkið veiti mótframlag. Slíkt framlag gæfi öllum tækifæri á að eignast húsnæði. Fleira þarf þó til. Það skiptir mestu að alltaf sé tryggt nægt lóðarframboð. Af landi eigum við nóg. Mýtan um að ekki sé til nóg land er röng. Til eru þúsundir hektara innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Það má þétta byggð í hófi þar sem það á við en alltaf þurfa að vera til lóðir. Með skortstefnunni er verði þessara gæða haldið uppi og sem mest sogið út úr skattgreiðendum sem hægt er. Regluverk varðandi húsbyggingar þarf að vera skilvirkt, gegnsætt og hvetjandi. Það þarf að vera í boði fjölbreytt húsnæði sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni. Því þurfa sveitarfélög að vera sveigjanleg gagnvart húsbyggjendum sem oft þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði og framtíðarhorfum. Auðkýfingar þurfa að geta keypt sínar lúxusíbúðir á þéttingarreitum Dags B Eggertssonar en almenningi þarf einnig að standa til boða lóðir undir þar sem byggja má íbúðarhúsnæði með hagstæðum hætti og á verðum sem fólk ræður við. Fólk vill búa í aðlaðandi umhverfi og hafa sjálft um það að segja hvernig það vill búa. Hér gildir fjölbreytni og skilningur stjórnvalda að ef þau draga úr mætti fólks með of háum verðum er jafnframt dregið úr mætti þeirra til að getað notið sín, viðhaldið eignum og myndað sterkan eiginfjárgrunn. Miðflokkurinn hefur lagt til tvær róttækar breytingar. Ein er afnám stimpilgjalda, þ.e. gjalda sem er í eðli sínu ósanngjarn skattur. Hin breytingin er að heimila ráðstöfun allt að 3,5 prósents af lífeyrisiðgjaldi í sjóð sem nýta má til eigin fasteigakaupa. Sterk eiginfjárstaða heimila kemur bæði almenningi til góða og hagkerfinu í heild sinni. Samandregið má því segja að eftirfarandi aðgerðir muni gagnast öllum. Þær eru þessar: Aukið lóðaframboð, nýtt hvetjandi regluverk, fjölbreyttara húsnæði, lægri skattar og gjöld, afnám stimpilgjalda og rúsínan í pylsuendanum, heimildin til ráðstöfunar lífeyrisiðgjalda til eigin fasteignakaupa. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, er fulltrúi flokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar