Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 21. september 2021 13:30 Í upphafi þessa mánaðar hélt ég stutt erindi á Fundi fólksins til að vekja athygli á kröfum ungs fólks til bjargar líffræðilegum fjölbreytileika. Um 2.200 ungmenni á Norðurlöndunum tóku þátt í að setja fram þessar kröfur. Í sama mánuði fórum við í Ungum umhverfissinnum af stað með verkefnið Sólina sem vakið hefur mikla athygli. Með því vildum við upplýsa almenning um umhverfisstefnur stjórnmálaflokka og leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í komandi Alþingiskosningum. Fyrir nokkrum árum fór af stað verkefni sem enn er í gangi í dag. Þar hittast fjöldamörg ungmenni einu sinni í viku til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þetta eru nokkur dæmi um það hvernig ungt fólk getur og hefur haft mikil áhrif á gang mála í heiminum. Það er mikilvægt að ungt fólk hafi hátt um þau málefni sem skipta þau máli. Þannig fáum við í gegn þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð okkar. Ein af þessum nauðsynjum fyrir framtíðina er verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Mannkynið á það til að gleyma því að það er hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Jarðar. En ég held að það að minna sig reglulega á það setji hlutina í samhengi. Við förum að hugsa um okkur sem hluta af náttúrunni, sem jafningja annarra lífvera. Það er þá ekki lengur náttúran og við, heldur bara náttúran. Náttúran fær að njóta vafans. Einhver gætu spurt við hvað ég á þegar ég segi að mannkynið sé hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. En öll okkar tækni, þekking og jafnvel siðir eru háð náttúrunni. Við verðum fyrir áhrifum náttúrunnar og sömuleiðis verður náttúran fyrir áhrifum frá okkur. Samband milli lífvera jarðarinnar, þar á meðal okkar, skiptir öllu fyrir heilbrigð vistkerfi. Án heilbrigðra vistkerfa falla undirstöðurnar undan samfélagi okkar og öllu því sem mannkynið reiðir sig á. Líffræðilegur fjölbreytileiki er grundvöllur fyrir því að þessi sambönd haldist í jafnvægi og þar með fyrir heilbrigði vistkerfa. Þetta jafnvægi stuðlar til dæmis að mildun loftslags og sjúkdóma en að undanförnu höfum við án efa flest fundið fyrir röskun á þessu jafnvægi hvað það varðar. Án heilbrigðra vistkerfa væri framtíðin frekar dapurleg. Ég veit að ungt fólk hefur áttað sig á því að líffræðilegur fjölbreytileiki er okkur jafn nauðsynlegur og hann er vistkerfunum. Ljóst er að ungt fólk vill breytingar. Það vill að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúruvernd verði í brennidepli í öllum ákvarðanatökum. Það veit að líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvæg undirstaða fyrir og í raun partur af samfélagi okkar. Ungt fólk vill eiga möguleika á framtíð með heilbrigðum vistkerfum og sanngjörnu samfélagi. Það veit að samband okkar við náttúruna þarf að breytast til að þetta verði möguleiki. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki án náttúrunnar verið. Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. Baráttan fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni er samofin öðrum baráttumálum sem ungt fólk brennur fyrir líkt og loftslagsbreytingum. Ég tel að ungt fólk þurfi að sameinast í sínum baráttumálum; tala saman, skilja hvert annað og ekki síst berjast í sameiningu fyrir því sem er okkur mikilvægt. Unga fólkið mun koma til með að taka við framtíðinni og þess vegna er mikilvægt að það taki þátt í að skapa hana. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna og er greinin byggð á erindi sem höfundur hélt á málþinginu: Fjölbreytileiki lífs í nútíð og framtíð. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa mánaðar hélt ég stutt erindi á Fundi fólksins til að vekja athygli á kröfum ungs fólks til bjargar líffræðilegum fjölbreytileika. Um 2.200 ungmenni á Norðurlöndunum tóku þátt í að setja fram þessar kröfur. Í sama mánuði fórum við í Ungum umhverfissinnum af stað með verkefnið Sólina sem vakið hefur mikla athygli. Með því vildum við upplýsa almenning um umhverfisstefnur stjórnmálaflokka og leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í komandi Alþingiskosningum. Fyrir nokkrum árum fór af stað verkefni sem enn er í gangi í dag. Þar hittast fjöldamörg ungmenni einu sinni í viku til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þetta eru nokkur dæmi um það hvernig ungt fólk getur og hefur haft mikil áhrif á gang mála í heiminum. Það er mikilvægt að ungt fólk hafi hátt um þau málefni sem skipta þau máli. Þannig fáum við í gegn þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð okkar. Ein af þessum nauðsynjum fyrir framtíðina er verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Mannkynið á það til að gleyma því að það er hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Jarðar. En ég held að það að minna sig reglulega á það setji hlutina í samhengi. Við förum að hugsa um okkur sem hluta af náttúrunni, sem jafningja annarra lífvera. Það er þá ekki lengur náttúran og við, heldur bara náttúran. Náttúran fær að njóta vafans. Einhver gætu spurt við hvað ég á þegar ég segi að mannkynið sé hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. En öll okkar tækni, þekking og jafnvel siðir eru háð náttúrunni. Við verðum fyrir áhrifum náttúrunnar og sömuleiðis verður náttúran fyrir áhrifum frá okkur. Samband milli lífvera jarðarinnar, þar á meðal okkar, skiptir öllu fyrir heilbrigð vistkerfi. Án heilbrigðra vistkerfa falla undirstöðurnar undan samfélagi okkar og öllu því sem mannkynið reiðir sig á. Líffræðilegur fjölbreytileiki er grundvöllur fyrir því að þessi sambönd haldist í jafnvægi og þar með fyrir heilbrigði vistkerfa. Þetta jafnvægi stuðlar til dæmis að mildun loftslags og sjúkdóma en að undanförnu höfum við án efa flest fundið fyrir röskun á þessu jafnvægi hvað það varðar. Án heilbrigðra vistkerfa væri framtíðin frekar dapurleg. Ég veit að ungt fólk hefur áttað sig á því að líffræðilegur fjölbreytileiki er okkur jafn nauðsynlegur og hann er vistkerfunum. Ljóst er að ungt fólk vill breytingar. Það vill að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúruvernd verði í brennidepli í öllum ákvarðanatökum. Það veit að líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvæg undirstaða fyrir og í raun partur af samfélagi okkar. Ungt fólk vill eiga möguleika á framtíð með heilbrigðum vistkerfum og sanngjörnu samfélagi. Það veit að samband okkar við náttúruna þarf að breytast til að þetta verði möguleiki. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki án náttúrunnar verið. Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. Baráttan fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni er samofin öðrum baráttumálum sem ungt fólk brennur fyrir líkt og loftslagsbreytingum. Ég tel að ungt fólk þurfi að sameinast í sínum baráttumálum; tala saman, skilja hvert annað og ekki síst berjast í sameiningu fyrir því sem er okkur mikilvægt. Unga fólkið mun koma til með að taka við framtíðinni og þess vegna er mikilvægt að það taki þátt í að skapa hana. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna og er greinin byggð á erindi sem höfundur hélt á málþinginu: Fjölbreytileiki lífs í nútíð og framtíð. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun