Gætu endað alveg jöfn í fallbaráttu Pepsi Max en E-liðurinn myndi þá fella lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 13:30 Skagamenn þurfa bara að treysta á sjálfan sig. Vísir/Hulda Margrét Þrjú lið gætu endað alveg jöfn eftir lokaumferðina í Pepsi Max deildinni en aðeins eitt þeirra myndi falla. Vísir hefur skoðað reglugerðina yfir hvað ræður úrslitum þegar lið enda með jafnmörg stig og sömu markatölu. Sigur HK á Stjörnunni í gær þýðir að Fylkisliðið er fallið úr Pepsi Max deild karla en það verður aftur á móti mikil spenna í lokaumferðinni um hvaða lið fylgir Árbæingum niður í Lengjudeildina. Sú staða gæti komið upp að liðin sem eru í fallsæti, Keflavík, HK og ÍA gætu öll endað með jafnmörg stig og jafna markatölu eftir lokaumferðina. Liðin eru nú með 21 stig (Keflavík), 20 stig (HK) og 18 stig (ÍA) en Skagamenn eru með þetta í eigin höndum því þeir mæta Keflvíkingum í lokaumferðinni. Öll þessi lið gætu líka endað með 21 stig og jafna markatölu og það þyrfti ekkert fáránleg úrslit til þess. Vinni ÍA eins marks sigur á Keflavík á sama tíma og HK gerir jafntefli við Breiðablik þá myndu öll þrjú liðin enda með 21 stig og 15 mörk í mínus í markatölu. Skagamenn stæðu þá best að vígi og myndu taka níunda sætið á flestum mörkum skoruðu. HK og Keflavík gætu hins vegar endað með jafnmörg stig og nákvæmlega sömu markatölu. Það yrði niðurstaðan ef HK gerir jafntefli og Keflavík tapar en Keflvíkingar fá á sig einu marki meira en HK. Fari sem dæmi 1-0 fyrir ÍA á móti Keflavík á sama tíma og HK gerði markalaust jafntefli við Breiðablik þá myndu HK og Keflavík enda nákvæmlega jöfn í tíunda sætinu með 21 stig og markatöluna 21-36. En hvað ræður þá hvort liðið fellur? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við þarna komin niður í D-lið. Þar eru tekin saman fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. HK og Keflavík hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar. Keflavík vann 2-0 sigur í Keflavík en HK vann 1-0 sigur í Kórnum. Bæði því með þrjú stig í innbyrðis leikjum. Það þyrfti því að fara alla leið niður í E-lið til að skera úr um það hvort liðið félli. Þar er tekinn saman markamismunur í innbyrðis leikjum og þar er Keflavík með eins marks forskot. Það eru líka til F- og G- liður sem eru fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum og fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Væri það líka jafnt þyrftu liðin að leika úrslitaleik um sætið. Það gerist þó ekki í ár. Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti. Pepsi Max-deild karla ÍA HK Keflavík ÍF Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Sigur HK á Stjörnunni í gær þýðir að Fylkisliðið er fallið úr Pepsi Max deild karla en það verður aftur á móti mikil spenna í lokaumferðinni um hvaða lið fylgir Árbæingum niður í Lengjudeildina. Sú staða gæti komið upp að liðin sem eru í fallsæti, Keflavík, HK og ÍA gætu öll endað með jafnmörg stig og jafna markatölu eftir lokaumferðina. Liðin eru nú með 21 stig (Keflavík), 20 stig (HK) og 18 stig (ÍA) en Skagamenn eru með þetta í eigin höndum því þeir mæta Keflvíkingum í lokaumferðinni. Öll þessi lið gætu líka endað með 21 stig og jafna markatölu og það þyrfti ekkert fáránleg úrslit til þess. Vinni ÍA eins marks sigur á Keflavík á sama tíma og HK gerir jafntefli við Breiðablik þá myndu öll þrjú liðin enda með 21 stig og 15 mörk í mínus í markatölu. Skagamenn stæðu þá best að vígi og myndu taka níunda sætið á flestum mörkum skoruðu. HK og Keflavík gætu hins vegar endað með jafnmörg stig og nákvæmlega sömu markatölu. Það yrði niðurstaðan ef HK gerir jafntefli og Keflavík tapar en Keflvíkingar fá á sig einu marki meira en HK. Fari sem dæmi 1-0 fyrir ÍA á móti Keflavík á sama tíma og HK gerði markalaust jafntefli við Breiðablik þá myndu HK og Keflavík enda nákvæmlega jöfn í tíunda sætinu með 21 stig og markatöluna 21-36. En hvað ræður þá hvort liðið fellur? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við þarna komin niður í D-lið. Þar eru tekin saman fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. HK og Keflavík hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar. Keflavík vann 2-0 sigur í Keflavík en HK vann 1-0 sigur í Kórnum. Bæði því með þrjú stig í innbyrðis leikjum. Það þyrfti því að fara alla leið niður í E-lið til að skera úr um það hvort liðið félli. Þar er tekinn saman markamismunur í innbyrðis leikjum og þar er Keflavík með eins marks forskot. Það eru líka til F- og G- liður sem eru fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum og fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Væri það líka jafnt þyrftu liðin að leika úrslitaleik um sætið. Það gerist þó ekki í ár. Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti.
Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti.
Pepsi Max-deild karla ÍA HK Keflavík ÍF Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti