Í baráttunni, sem að margra mati hefur verið heldur tíðindalítil, hefur þó ýmislegt forvitnilegt komið við sögu, allt frá hoppuköstulum og hráu hakki til misklókra slagorða og stóryrtra yfirlýsinga.
Þau Andrés Jónsson almannatengill, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og þar til fyrir skemmstu aðstoðarmaður fjármálaráðherra, og loks Máni Pétursson fjölmiðlamaður mættu í myndverið og fóru yfir málin í Pallborðinu.
Álitsgjafarnir lýstu meðal annars yfir ánægju með Flokk fólksins þegar kosningabaráttan er skoðuð í heild, en sá flokkur þótti hafa rekið best skipulögðu herferðina á samfélagsmiðlum.
Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan.