Valli gæti vel verið Valla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2021 14:49 Valli eða Valla? Önnur stór spurning er hvort rostungurinn gleðji Hornfirðinga og mæti á bryggjuna í dag. Þar hefur verið girt af svæði enda margir sem hafa ætlað að heilsa upp á rostunginn undanfarin kvöld. Rostungurinn Valli sem glatt hefur íbúa á Hornafirði undanfarin kvöld gæti vel verið kvenkyns. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands. Skýrari myndir og þá sérstaklega af kynfærasvæðinu muni leiða í ljós hvort réttara væri að kalla rostunginn Völlu. Sérfræðingar hafa fullyrt að rostungur sem fékk nafnið Wally upp á ensku, og hefur sést til á Írlandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandseyjum, dvelji nú við Íslandsstrendur. BBC hefur meðal annars fjallað um málið en Wally, sem hefur verið kallaður Valli upp á íslensku, er talinn hafa ferðast fjögur þúsund kílómetra til Írlands áður en hann hélt för sinni áfram 900 kílómetra til Íslands. Seal Rescue Ireland segja samanburð á myndum leiða í ljós að um sama rostung sé að ræða. Ör á framhreyfunum bendi til þess. „Við erum algjörlega í skýjunum yfir því að hann sé ekki bara heill á húfi heldur sé hann kominn vel á veg heim til sín,“ segja forsvarsmenn Seal Rescue Ireland. Lilja Jóhannesdóttir er vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Rostungar fylgja ísröndinni eftir þegar hún færist eftir árstíðum, en hafast ekki við á óbrotnum lagnaðarís. Þeir kafa iðulega allt niður á 80 metra dýpi en geta við sérstakar aðstæður kafað allt niður á 180 metra dýpi. Þeir geta verið í kafi upp undir 30 mínútur. Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, segir ýmislegt benda til þess að um sama rostung sé að ræða. Bæði myndir, fyrrnefnd ör, og svo tímasetningar. „Hann virðist ekkert svo stressaður yfir fólki,“ segir Lilja. „Ég er nokkuð sannfærð um að þetta sé hann.“ En er þetta hann? Lilja segist ekki vera tilbúin að fullyrða hvers kyns rostungurinn sé. Giskað sé á að rostungurinn sé fjögurra ára og því alls ekki fullvaxinn, hvort sem hann sé urta eða brimill. Hægt sé að grein kynið út frá stærð og tönnum en það sé erfiðara þegar rostungurinn sé svona ungur. „Því miður enginn rostungafræðingur“ „Ég er því miður enginn rostungafræðingur,“ segir Lilja sem er fuglafræðingur en starfar hjá náttúrustofunni í næsta nágrenni við rostunginn. Lilja segir Náttúrustofu Suðausturlands hafa komið upp eftirlitsmyndavél í gærkvöldi sem taki myndir þegar rostungurinn hreyfi sig. Þannig náðist á myndband þegar rostungurinn stakk sér aftur til sjávar eftir næturdvöl á bryggjunni á Hornafirði. Lilja bendir á Eddu Elísabetu Magnúsdóttur, aðspurð um hver gæti talist rostungasérfræðingur landsins. Edda Elísabet er líffræðingur, sérfræðingur í hvölum, og tekur undir með Lilju að ekki sé enn hægt að fullyrða um hvers kyns rostungurinn sé. „Ef þetta er karldýr þá er þetta ungt karldýr,“ segir Edda. Það kæmi henni ekki á óvart. „En þetta gæti líka verið ungt kvendýr,“ segir Edda. Íslensku sérfræðingarnir eru greinilega ekki tilbúnir að skera þar úr um. Ekki strax. En hvað þarf til? Þyrfti að sjást í kynfærasvæðið „Það þarf að vera hægt að rýna betur í myndirnar, fá myndir í góðri upplausn. Skoða lögun höfuðkúpunnar. En það væri auðvitað best ef rostungurinn myndi velta sér og það sæist í kynfærasvæðið.“ Edda Elísabet segir þetta flakk rostungsins verulega áhugavert. Af því megi læra enda sé margt óvitað um rostunga. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir komu mjaldursins afar óvenjulega.Stöð 2 „Þetta eru svakaleg sunddýr sem geta synt langar vegalegndir og eru mjög þolin.“ Þá veki athygli hve langt suður á bógin rostungurinn virðist hafa synt. „Ísinn er að hopa sem getur gert það að verkum að fleiri fara á flakk.“ Hornafjörður Dýr Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Valli fær engan frið á bryggjunni sem búið er að girða af Girða þurfti af olíubryggjuna á Höfn í Hornafirði í gær vegna ágangs forvitinna gesta sem vildu sjá rostung sem komið hafði sér þar fyrir í annað sinn. Hafnarvörður segir dýrinu greinilega líða vel á bryggjunni þó það fái engan frið. 21. september 2021 11:10 Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21. september 2021 06:59 Rostungurinn Valli mættur aftur Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum. 20. september 2021 22:49 „Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“ Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur. 20. september 2021 14:16 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Sérfræðingar hafa fullyrt að rostungur sem fékk nafnið Wally upp á ensku, og hefur sést til á Írlandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandseyjum, dvelji nú við Íslandsstrendur. BBC hefur meðal annars fjallað um málið en Wally, sem hefur verið kallaður Valli upp á íslensku, er talinn hafa ferðast fjögur þúsund kílómetra til Írlands áður en hann hélt för sinni áfram 900 kílómetra til Íslands. Seal Rescue Ireland segja samanburð á myndum leiða í ljós að um sama rostung sé að ræða. Ör á framhreyfunum bendi til þess. „Við erum algjörlega í skýjunum yfir því að hann sé ekki bara heill á húfi heldur sé hann kominn vel á veg heim til sín,“ segja forsvarsmenn Seal Rescue Ireland. Lilja Jóhannesdóttir er vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Rostungar fylgja ísröndinni eftir þegar hún færist eftir árstíðum, en hafast ekki við á óbrotnum lagnaðarís. Þeir kafa iðulega allt niður á 80 metra dýpi en geta við sérstakar aðstæður kafað allt niður á 180 metra dýpi. Þeir geta verið í kafi upp undir 30 mínútur. Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, segir ýmislegt benda til þess að um sama rostung sé að ræða. Bæði myndir, fyrrnefnd ör, og svo tímasetningar. „Hann virðist ekkert svo stressaður yfir fólki,“ segir Lilja. „Ég er nokkuð sannfærð um að þetta sé hann.“ En er þetta hann? Lilja segist ekki vera tilbúin að fullyrða hvers kyns rostungurinn sé. Giskað sé á að rostungurinn sé fjögurra ára og því alls ekki fullvaxinn, hvort sem hann sé urta eða brimill. Hægt sé að grein kynið út frá stærð og tönnum en það sé erfiðara þegar rostungurinn sé svona ungur. „Því miður enginn rostungafræðingur“ „Ég er því miður enginn rostungafræðingur,“ segir Lilja sem er fuglafræðingur en starfar hjá náttúrustofunni í næsta nágrenni við rostunginn. Lilja segir Náttúrustofu Suðausturlands hafa komið upp eftirlitsmyndavél í gærkvöldi sem taki myndir þegar rostungurinn hreyfi sig. Þannig náðist á myndband þegar rostungurinn stakk sér aftur til sjávar eftir næturdvöl á bryggjunni á Hornafirði. Lilja bendir á Eddu Elísabetu Magnúsdóttur, aðspurð um hver gæti talist rostungasérfræðingur landsins. Edda Elísabet er líffræðingur, sérfræðingur í hvölum, og tekur undir með Lilju að ekki sé enn hægt að fullyrða um hvers kyns rostungurinn sé. „Ef þetta er karldýr þá er þetta ungt karldýr,“ segir Edda. Það kæmi henni ekki á óvart. „En þetta gæti líka verið ungt kvendýr,“ segir Edda. Íslensku sérfræðingarnir eru greinilega ekki tilbúnir að skera þar úr um. Ekki strax. En hvað þarf til? Þyrfti að sjást í kynfærasvæðið „Það þarf að vera hægt að rýna betur í myndirnar, fá myndir í góðri upplausn. Skoða lögun höfuðkúpunnar. En það væri auðvitað best ef rostungurinn myndi velta sér og það sæist í kynfærasvæðið.“ Edda Elísabet segir þetta flakk rostungsins verulega áhugavert. Af því megi læra enda sé margt óvitað um rostunga. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir komu mjaldursins afar óvenjulega.Stöð 2 „Þetta eru svakaleg sunddýr sem geta synt langar vegalegndir og eru mjög þolin.“ Þá veki athygli hve langt suður á bógin rostungurinn virðist hafa synt. „Ísinn er að hopa sem getur gert það að verkum að fleiri fara á flakk.“
Hornafjörður Dýr Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Valli fær engan frið á bryggjunni sem búið er að girða af Girða þurfti af olíubryggjuna á Höfn í Hornafirði í gær vegna ágangs forvitinna gesta sem vildu sjá rostung sem komið hafði sér þar fyrir í annað sinn. Hafnarvörður segir dýrinu greinilega líða vel á bryggjunni þó það fái engan frið. 21. september 2021 11:10 Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21. september 2021 06:59 Rostungurinn Valli mættur aftur Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum. 20. september 2021 22:49 „Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“ Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur. 20. september 2021 14:16 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Valli fær engan frið á bryggjunni sem búið er að girða af Girða þurfti af olíubryggjuna á Höfn í Hornafirði í gær vegna ágangs forvitinna gesta sem vildu sjá rostung sem komið hafði sér þar fyrir í annað sinn. Hafnarvörður segir dýrinu greinilega líða vel á bryggjunni þó það fái engan frið. 21. september 2021 11:10
Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21. september 2021 06:59
Rostungurinn Valli mættur aftur Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum. 20. september 2021 22:49
„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“ Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur. 20. september 2021 14:16