Kjósum VG áfram til áhrifa Kári Gautason skrifar 23. september 2021 06:30 Kannanir benda nú til þess að snúið verði að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Níu flokkar gætu átt sæti á Alþingi. Málamiðlana verður því þörf sama hvaða ríkisstjórnarmynstur verður ofaná. Það gæti reynst snúið fyrir marga flokka sem hafa sett fram ófrávíkjanlegar kröfur. Ýmsar samsetningar fjölflokkastjórna koma til greina ellegar minnihlutastjórn sem væri tíðindi í stjórnmálasögunni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð gæti verið á leið í stjórnarandstöðu og það er í sjálfu sér ekki vondur kostur enda sýnir reynslan að hún kann til verka þar ekki síður en í stjórnarforystu. Vinstri græn hafa teflt skákina við hagsmunaöflin í íslensku samfélagi með allnokkrum árangri síðustu ár. Staða þeirra sem hafa minnst úr að spila hefur verið bætt en ýmsir þjóðfélagshópar bíða enn nauðsynlegra úrbóta. Skákin er síður en svo unnin. Félagsmálaráðherra heyktist til að mynda á endurskoðun framfærslukerfis öryrkja og setningu laga um húsaleigu. Ekki náðist heldur að ljúka við gerð hálendisþjóðgarðs eða að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá landsins vegna þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru í raun þversum en ekki langsum í þeim málum. Þá var lítinn stuðning að finna hjá öðrum flokkum. Það hefur verið hlutskipti VG að nudda hlutum í rétta átt í þessu stjórnarsamstarfi og þar hefur Katrín Jakobsdóttir sýnt fádæma þrautseigju. Áfram verður þörf á slíkum eiginleikum eftir kosningar því svo virðist sem kjósendur ætli ekki að leggja neina beina braut fyrir framhaldið. VG berst til þrautar Á næsta kjörtímabili þarf að ráðast í mörg þjóðþrifaverk. Raunveruleikinn bíður handan slagorðanna. Áfram verður atvinnuleysi sögulega mikið, áfram verður ríkissjóður rekinn í halla, áfram mun kórónaveiran setja mark sitt á tilveruna og áfram verður verðbólgudraugurinn á sveimi vegna þenslu á húsnæðismarkaði og hækkunar á verðlagi erlendis. Nauðsynlegt verður að halda áfram uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eftir að heimsfaraldurinn rennur sitt skeið. Taka þarf til hendinni í öldrunarmálum þannig að byggð séu upp fjölbreytt úrræði fyrir eldra fólk í samstarfi við sveitarfélög og fólk geti búið lengur heima hjá sér. Forgangsraða þarf tekjulægstu hópum öryrkja og öryrkjum með börn með réttlátum úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Þrepaskiptingar þarf á fjármagnstekjuskatt þannig að breiðu bökin komist ekki undan því að bera kostnað af sameiginlegum verkefnum með okkur hinum. Ekkert af þessu er gerlegt ef að við náum ekki fullri atvinnu og sköpum græn störf á grunni metnaðarfullra markmiða í loftslagsmálum. Á næstu fjórum árum er þörf á hreyfingu eins VG, sem hefur sýnt úthald og þrek í pólitík, til þess að koma þessum brýnu verkefnum fram. Það munar um VG Síðustu árin hefur VG leitt sérstaka ríkisstjórn sem kom til upp úr pólitískri kreppu. Sú ríkisstjórn hefur að mörgu leyti verið farsæl þó að óvanaleg sé. Engin þriggja flokka stjórn hefur lifað heilt kjörtímabil á Íslandi fyrr en nú. Mikilvægar og réttlátar breytingar voru gerðar á skattkerfinu. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður. Komið var í veg fyrir gliðnun í skattbyrði þeirra með háar tekjur og lágar tekjur sem hafði orðið til þess að skattbyrði þeirra með lægstu tekjurnar hafði hækkað. Þá voru skattar lækkaðir á þá sem höfðu minnstar atvinnutekjur þannig að ráðstöfunartekjur þeirra jukust um allt að 120 þúsund krónur á ári. Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum var fjármögnuð í fyrsta, sinn, greiðsluþátttaka sjúklinga var lækkuð svo við erum á pari við önnur Norðurlönd. Stærsta verkefnið heltist svo yfir á seinni hluta kjörtímabilsins þegar þjóðin tókst á við heimsfaraldur kórónaveiru. Með styrkri forystu VG í forsætis- og heilbrigðisráðuneyti tókst sú glíma það vel að eftir hefur verið tekið. Sterkt opinbert heilbrigðiskerfi hefur sannað gildi sitt á tímum faraldurs. Þjóðin er sammála stefnu VG í þeim efnum ef marka má skoðanakannanir. Ólíkt öðrum þá hafa VG ekki skipt um skoðun á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það hefur munað um VG á kjörtímabilinu og vonandi tryggja kjósendur á laugardaginn að áhrifa af markvissri stefnu og yfirveguðum vinnubrögðum VG muni gæta áfram í stjórn eða stjórnarandstöðu. XV á laugardaginn! Höfundur skipar fjórða sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Gautason Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Norðausturkjördæmi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kannanir benda nú til þess að snúið verði að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Níu flokkar gætu átt sæti á Alþingi. Málamiðlana verður því þörf sama hvaða ríkisstjórnarmynstur verður ofaná. Það gæti reynst snúið fyrir marga flokka sem hafa sett fram ófrávíkjanlegar kröfur. Ýmsar samsetningar fjölflokkastjórna koma til greina ellegar minnihlutastjórn sem væri tíðindi í stjórnmálasögunni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð gæti verið á leið í stjórnarandstöðu og það er í sjálfu sér ekki vondur kostur enda sýnir reynslan að hún kann til verka þar ekki síður en í stjórnarforystu. Vinstri græn hafa teflt skákina við hagsmunaöflin í íslensku samfélagi með allnokkrum árangri síðustu ár. Staða þeirra sem hafa minnst úr að spila hefur verið bætt en ýmsir þjóðfélagshópar bíða enn nauðsynlegra úrbóta. Skákin er síður en svo unnin. Félagsmálaráðherra heyktist til að mynda á endurskoðun framfærslukerfis öryrkja og setningu laga um húsaleigu. Ekki náðist heldur að ljúka við gerð hálendisþjóðgarðs eða að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá landsins vegna þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru í raun þversum en ekki langsum í þeim málum. Þá var lítinn stuðning að finna hjá öðrum flokkum. Það hefur verið hlutskipti VG að nudda hlutum í rétta átt í þessu stjórnarsamstarfi og þar hefur Katrín Jakobsdóttir sýnt fádæma þrautseigju. Áfram verður þörf á slíkum eiginleikum eftir kosningar því svo virðist sem kjósendur ætli ekki að leggja neina beina braut fyrir framhaldið. VG berst til þrautar Á næsta kjörtímabili þarf að ráðast í mörg þjóðþrifaverk. Raunveruleikinn bíður handan slagorðanna. Áfram verður atvinnuleysi sögulega mikið, áfram verður ríkissjóður rekinn í halla, áfram mun kórónaveiran setja mark sitt á tilveruna og áfram verður verðbólgudraugurinn á sveimi vegna þenslu á húsnæðismarkaði og hækkunar á verðlagi erlendis. Nauðsynlegt verður að halda áfram uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eftir að heimsfaraldurinn rennur sitt skeið. Taka þarf til hendinni í öldrunarmálum þannig að byggð séu upp fjölbreytt úrræði fyrir eldra fólk í samstarfi við sveitarfélög og fólk geti búið lengur heima hjá sér. Forgangsraða þarf tekjulægstu hópum öryrkja og öryrkjum með börn með réttlátum úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Þrepaskiptingar þarf á fjármagnstekjuskatt þannig að breiðu bökin komist ekki undan því að bera kostnað af sameiginlegum verkefnum með okkur hinum. Ekkert af þessu er gerlegt ef að við náum ekki fullri atvinnu og sköpum græn störf á grunni metnaðarfullra markmiða í loftslagsmálum. Á næstu fjórum árum er þörf á hreyfingu eins VG, sem hefur sýnt úthald og þrek í pólitík, til þess að koma þessum brýnu verkefnum fram. Það munar um VG Síðustu árin hefur VG leitt sérstaka ríkisstjórn sem kom til upp úr pólitískri kreppu. Sú ríkisstjórn hefur að mörgu leyti verið farsæl þó að óvanaleg sé. Engin þriggja flokka stjórn hefur lifað heilt kjörtímabil á Íslandi fyrr en nú. Mikilvægar og réttlátar breytingar voru gerðar á skattkerfinu. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður. Komið var í veg fyrir gliðnun í skattbyrði þeirra með háar tekjur og lágar tekjur sem hafði orðið til þess að skattbyrði þeirra með lægstu tekjurnar hafði hækkað. Þá voru skattar lækkaðir á þá sem höfðu minnstar atvinnutekjur þannig að ráðstöfunartekjur þeirra jukust um allt að 120 þúsund krónur á ári. Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum var fjármögnuð í fyrsta, sinn, greiðsluþátttaka sjúklinga var lækkuð svo við erum á pari við önnur Norðurlönd. Stærsta verkefnið heltist svo yfir á seinni hluta kjörtímabilsins þegar þjóðin tókst á við heimsfaraldur kórónaveiru. Með styrkri forystu VG í forsætis- og heilbrigðisráðuneyti tókst sú glíma það vel að eftir hefur verið tekið. Sterkt opinbert heilbrigðiskerfi hefur sannað gildi sitt á tímum faraldurs. Þjóðin er sammála stefnu VG í þeim efnum ef marka má skoðanakannanir. Ólíkt öðrum þá hafa VG ekki skipt um skoðun á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það hefur munað um VG á kjörtímabilinu og vonandi tryggja kjósendur á laugardaginn að áhrifa af markvissri stefnu og yfirveguðum vinnubrögðum VG muni gæta áfram í stjórn eða stjórnarandstöðu. XV á laugardaginn! Höfundur skipar fjórða sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun