Jean-Louis Georgelin, fyrrverandi hershöfðingi sem heldur utan um framkvæmdina, greindi frá þessu þegar hann mætti fyrir þingnefnd í gær. Hann segir að enn streymi inn fjárframlög til verksins.
Sagt var frá því um liðna helgi að vinnu við að styrkja burðarvirki kirkjunnar sé nú lokið og því geti framkvæmdir við sjálfa endurbygginguna hafist.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að stefnt sé að því að framkvæmdum verði lokið fyrir Ólympíuleikana í París um mitt ár 2024.
Fjölmörg stórfyrirtæki hafa gefið háar fjárhæðir til verksins, meðal annars olíurisinn Total sem hefur skilað 100 milljóna evra fjárframlagi og þá hefur há fjárhæð einnig borist, meðal annars frá viðskiptakonunni Liliane Bettancourt.