Sigurður Grétar Benónýsson kom Ejamönnum yfir strax á annarri mínútu eftir stoðsendingu frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni áður en að Björn Axel Guðjónsson jafnaði metin eftir tæplega tuttugu mínútna leik.
Kjartan Kári Halldórsson kom heimamönnum í Gróttu yfir á 29. mínútu, og staðan var því 2-1 í hálfleik.
Arnar Þór Helgason var fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 55. mínútu og stað því jöfn þegar að rúmur hálftími var til leiksloka.
Sigurður Arnar Magnússon tryggði Eyjamönnum svo stigin þrjú á 85. mínútu.
ÍBV endar því tímabilið með 47 stig í öðru sæti deildarinnar og leika í Pepsi Max deildinni að ári. Grótta endar með 35 stig og situr nú í fimmta sæti, en Vestri getur farið upp fyrir þá með því að ná í stig gegn Kórdrengjum.