Gerði Man. Utd lífið leitt í tveimur leikjum og er aftur orðaður við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 09:01 Jarrod Bowen í leik á móti Manchester United. United menn þurftu að hafa fyrir honum í tveimur leikjum í síðustu vikum. EPA-EFE/Clive Brunskill Næstu kaup Liverpool gætu verið á framherja West Ham ef marka má heimildir staðarblaðsins í Liverpool borg. Jarrod Bowen átti tvo flotta leiki á móti Manchester United í síðustu viku og Liverpool Echo blaðið segir að Liverpool hafi enn áhuga á honum. Liverpool var orðað við leikmanninn í sumar og kom það sumum á óvart. West Ham hafði keypt hann frá Hull fyrir tuttugu milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan. It's the latest football gossip... #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2021 Bowen er 24 ára gamall en heldur upp á 25 ára afmælið sitt fjórum dögum fyrir jól. Hann kom til West Ham frá Hull City í janúarglugganum árið 2020 eftir að hafa skorað 38 mörk síðasta eina og hálfa tímabilið með Hull í b-deildinni. Bowen hefur samt aðeins skorað 9 mörk í 55 leikjum með West ham í ensku úrvalsdeildinni og hann skoraði ekki í leikjunum tveimur á móti Manchester United. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hann hafi ekki skapað usla í vörn United. Hann gaf eina stoðsendingu, átti sex skot að marki, reyndi ellefu sinnum að taka menn á og sjö sinnum heppnaðist það. Hann bjó líka til sex skotfæri fyrir félaga sína. Jarrod Bowen game by numbers vs. Manchester United:92% pass accuracy7 take-ons attempted6 take-ons completed4 shots3 chances created1 assistA solid shift. pic.twitter.com/YQJmepg2M6— Squawka Football (@Squawka) September 19, 2021 Hann hefur marga þá hæfileika sem Liverpool vill hafa í sínum sóknarmönnum, hæfileika sem má sjá hjá mönnum eins og Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem og hæfileikar sem leiddu til þess að Liverpool keypti Diogo Jota. Bowen er ótrúlega duglegur og lætur varnarlínu mótherjanna aldrei í firði. Hann sprettir og pressar og djöflast þegar lið hans er ekki með boltann. Hann er örvfættur eins og Salah en getur líka spilað hægra megin á miðjunni eða bara sem framherji. Fjölhæfnin er til staðar sem er mikill kostur líka. Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Jarrod Bowen átti tvo flotta leiki á móti Manchester United í síðustu viku og Liverpool Echo blaðið segir að Liverpool hafi enn áhuga á honum. Liverpool var orðað við leikmanninn í sumar og kom það sumum á óvart. West Ham hafði keypt hann frá Hull fyrir tuttugu milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan. It's the latest football gossip... #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2021 Bowen er 24 ára gamall en heldur upp á 25 ára afmælið sitt fjórum dögum fyrir jól. Hann kom til West Ham frá Hull City í janúarglugganum árið 2020 eftir að hafa skorað 38 mörk síðasta eina og hálfa tímabilið með Hull í b-deildinni. Bowen hefur samt aðeins skorað 9 mörk í 55 leikjum með West ham í ensku úrvalsdeildinni og hann skoraði ekki í leikjunum tveimur á móti Manchester United. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hann hafi ekki skapað usla í vörn United. Hann gaf eina stoðsendingu, átti sex skot að marki, reyndi ellefu sinnum að taka menn á og sjö sinnum heppnaðist það. Hann bjó líka til sex skotfæri fyrir félaga sína. Jarrod Bowen game by numbers vs. Manchester United:92% pass accuracy7 take-ons attempted6 take-ons completed4 shots3 chances created1 assistA solid shift. pic.twitter.com/YQJmepg2M6— Squawka Football (@Squawka) September 19, 2021 Hann hefur marga þá hæfileika sem Liverpool vill hafa í sínum sóknarmönnum, hæfileika sem má sjá hjá mönnum eins og Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem og hæfileikar sem leiddu til þess að Liverpool keypti Diogo Jota. Bowen er ótrúlega duglegur og lætur varnarlínu mótherjanna aldrei í firði. Hann sprettir og pressar og djöflast þegar lið hans er ekki með boltann. Hann er örvfættur eins og Salah en getur líka spilað hægra megin á miðjunni eða bara sem framherji. Fjölhæfnin er til staðar sem er mikill kostur líka.
Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira