Fetti sig fyrir agndofa áhorfendur á Höfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2021 20:03 Valli ber hreifann upp að andlitinu á bryggjunni í morgun. Lilja Jóhannesdóttir Rostungurinn Valli mætti enn og aftur á bryggjuna á Höfn í Hornafirði í morgun. Börn í bænum hafa tekið við hann ástfóstri - og gárungar velta því upp hvort hann sé kominn að taka út alþingiskosningarnar. Fjöldi bæjarbúa hefur lagt leið sína niður á bryggju til að berja rostunginn fræga augum í dag - og þó að þetta sé í þriðja sinn sem Valli hlammar sér í höfnina virðist áhugi á honum ekkert hafa dvínað. „Ein móðir var að segja frá börnunum sínum sem eru búin að prenta út mynd af honum, þanig að börnin eru spennt fyrir þessu sem er gaman,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Valli synti síðast út úr höfninni á þriðjudag en sást svo í Skarðsfirði austan við Höfn í fyrradag. „Ég hugsa að hann komi þarna upp til að hvílast, þetta er flotbryggja sem hann er á sem er kannski i takt við það búsvæði sem hann dvelur á, fljótandi ís,“ segir Lilja. Áhuginn á rostungnum Valla er enn mikill.Lilja Jóhannesdóttir Og Valli hefur einmitt að mestu legið flatur á bryggjunni í dag. Hann vakti því mikla lukku þegar hann fetti sig skyndilega fyrir áhorfendur og bar hreifann upp að andlitinu, eins og hann væri að sitja fyrir á mynd. Lilja segir ógjörning að spá fyrir um hvað framtíð Valla beri í skauti sér. „Maður vonar bara að hann fari að halda áfram norður og hitti sína líka og finni góðan stað fyrir veturinn.“ En er eitthvað hægt að lesa í það að Valli hafi mætt rétt áður en kjörstaðir opnuðu á Höfn? „Ýmsir svona hafa verið að gantast með það að það séu tengsl þar á milli, en það er kannski fremur ólíklegt,“ segir Lilja og hlær. Myndirnar af rostungnum frá því í dag sem fylgja fréttinni tóku Þröstur Jóhannsson hafnarvörður á Höfn og Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur. Rostungurinn Valli Hornafjörður Dýr Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fjöldi bæjarbúa hefur lagt leið sína niður á bryggju til að berja rostunginn fræga augum í dag - og þó að þetta sé í þriðja sinn sem Valli hlammar sér í höfnina virðist áhugi á honum ekkert hafa dvínað. „Ein móðir var að segja frá börnunum sínum sem eru búin að prenta út mynd af honum, þanig að börnin eru spennt fyrir þessu sem er gaman,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Valli synti síðast út úr höfninni á þriðjudag en sást svo í Skarðsfirði austan við Höfn í fyrradag. „Ég hugsa að hann komi þarna upp til að hvílast, þetta er flotbryggja sem hann er á sem er kannski i takt við það búsvæði sem hann dvelur á, fljótandi ís,“ segir Lilja. Áhuginn á rostungnum Valla er enn mikill.Lilja Jóhannesdóttir Og Valli hefur einmitt að mestu legið flatur á bryggjunni í dag. Hann vakti því mikla lukku þegar hann fetti sig skyndilega fyrir áhorfendur og bar hreifann upp að andlitinu, eins og hann væri að sitja fyrir á mynd. Lilja segir ógjörning að spá fyrir um hvað framtíð Valla beri í skauti sér. „Maður vonar bara að hann fari að halda áfram norður og hitti sína líka og finni góðan stað fyrir veturinn.“ En er eitthvað hægt að lesa í það að Valli hafi mætt rétt áður en kjörstaðir opnuðu á Höfn? „Ýmsir svona hafa verið að gantast með það að það séu tengsl þar á milli, en það er kannski fremur ólíklegt,“ segir Lilja og hlær. Myndirnar af rostungnum frá því í dag sem fylgja fréttinni tóku Þröstur Jóhannsson hafnarvörður á Höfn og Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur.
Rostungurinn Valli Hornafjörður Dýr Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira