Norska ríkisútvarpið greinir frá. Maðurinn varð fyrir árásinni á Stortorget í Osló nú fyrir stuttu og hefur verið fluttur á sjúkrahús. Maðurinn er sagður hafa hlotið alvarlega höfuðáverka í árásinni og fer á milli þess að vera við meðvitund og meðvitundarlaus.
Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins er talið að nokkrir hafi átt hlut að árásinni en enn hefur enginn verið handtekinn.