Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. apríl 2025 21:49 Bjarni Benediktsson hefur sagt skilið við stjórnmálin en hann sagði af sér þingmennsku í byrjun janúar og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Bendiktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlaði að víkja sem matvælaráðherra í starfsstjórn þar sem hann taldi sig vanhæfan til að afgreiða umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hann skipti hins vegar um skoðun tveimur vikum síðar. Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV sem hefur undir höndum erindi sem matvælaráðuneytið sendi forsætisráðuneytinu. Fram kemur í beiðninni að Bjarni ætlaði að víkja sem matvælaráðherra en hann gegndi því embætti eftir að Vinstri græn sögðu sig úr starfsstjórn eftir að Bjarni sprengi ríkisstjórnina í október árið 2024. Bjarni hafi viljað víkja þar sem venslamaður hans ætti sérstaka og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Bjarni ætlaði einnig að leggja til við forseta Íslands að staðgengill myndi taka við málinu í stað hans. Kvöldið áður en beiðnin var rituð var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntur sem fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Hins vegar snerist Bjarna hugur einungis tveimur vikum síðar og segir í beiðninni að vanhæfisástæður hans væru fallnar niður. Ekki segir í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum hverjar vanhæfisástæðurnar væru. Í viðtali í nóvember neitar Bjarni því að hann hafi vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni,“ sagði Bjarni. Hann gaf þá út leyfi til hvalveiða þann 5. desember sem gildir í fimm ár en endurnýjast ár hvert. Hvalveiðileyfið var litað af njósnum um son Jón Gunnarssonar, Gunnar Bergmann. Í leynilegum upptökum af Gunnari heyrist hann segja að Jón hefði tekið sæti á lista í suðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar í skiptum fyrir að Jón kæmist í stöðu til að veita Hval hf veiðileyfi. Jón og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. eru kunningjar. Bjarni neitaði einnig í viðtali að eitthvað væri til í þessum samning á milli hans og Jóns. Fréttin hefur verið uppfærð. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV sem hefur undir höndum erindi sem matvælaráðuneytið sendi forsætisráðuneytinu. Fram kemur í beiðninni að Bjarni ætlaði að víkja sem matvælaráðherra en hann gegndi því embætti eftir að Vinstri græn sögðu sig úr starfsstjórn eftir að Bjarni sprengi ríkisstjórnina í október árið 2024. Bjarni hafi viljað víkja þar sem venslamaður hans ætti sérstaka og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Bjarni ætlaði einnig að leggja til við forseta Íslands að staðgengill myndi taka við málinu í stað hans. Kvöldið áður en beiðnin var rituð var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntur sem fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Hins vegar snerist Bjarna hugur einungis tveimur vikum síðar og segir í beiðninni að vanhæfisástæður hans væru fallnar niður. Ekki segir í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum hverjar vanhæfisástæðurnar væru. Í viðtali í nóvember neitar Bjarni því að hann hafi vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni,“ sagði Bjarni. Hann gaf þá út leyfi til hvalveiða þann 5. desember sem gildir í fimm ár en endurnýjast ár hvert. Hvalveiðileyfið var litað af njósnum um son Jón Gunnarssonar, Gunnar Bergmann. Í leynilegum upptökum af Gunnari heyrist hann segja að Jón hefði tekið sæti á lista í suðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar í skiptum fyrir að Jón kæmist í stöðu til að veita Hval hf veiðileyfi. Jón og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. eru kunningjar. Bjarni neitaði einnig í viðtali að eitthvað væri til í þessum samning á milli hans og Jóns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira