Tengdir Íslandi þurfa ekki að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 14:51 Veturinn er að færast yfir og er Ísland að stórum hluta hvítt í dag. Vísir/Vilhelm Felld verður niður krafa um að einstaklingar með tengsl við Ísland þurfi að framvísa neikvæðu Covid prófi við komu til landsins. Farþegar í tengiflugi sem ekki fara út fyrir landamærastöð verða einnig undanþegnir framvísun slíks vottorðs. Breytingarnar taka gildi 1. október. Sem fyrr þurfa þeir sem eru með tengsl við Ísland að fara í sýnatöku eftir komu til landsins, að undanskildum börnum sem fædd eru 2005 eða síðar. Þetta er meginefni breytinga á takmörkunum á landamærum vegna Covid-19 sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er gert ráð fyrir að þær gildi til 6. nóvember næstkomandi. Greint er frá á vef ráðuneytisins. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra kemur fram að daglegum smitum innanlands hefur fækkað frá því að aðgerðir innanlands og á landamærum voru hertar í júlí og ágúst og innlögnum á sjúkrahús sömuleiðis. Hann segir ljóst að smit halda áfram að berast til landsins og að raðgreiningar Íslenskrar erfðagreiningar sýni að smit frá fáum einstaklingum, bólusettum og óbólusettum dugi til að setja af stað útbreiddan faraldur innanlands. Í ljósi reynslunnar undanfarið telur sóttvarnalæknir ráðlegt að lágmarka dreifingu veirunnar með takmörkunum á landamærum og segir virkar landamæravarnir forsendu þess að hægt verði að slaka að mestu á takmörkunum innanlands. Landamæratakmarkanir frá 1. október Farþegar með tengsl við Ísland þurfa ekki lengur að sýna vottorð um neikvætt Covid próf á landamærunum en sæta sýnatöku við komuna til landsins, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Óbólusettir farþegar þurfa sem fyrr að sýnatöku lokinni að sæta fimm daga sóttkví og fara í PCR próf við lok sóttkvíar. Bólusettir farþegar án tengsla við Ísland þurfa sem fyrr að framvísa vottorði um neikvætt Covid próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda í stað sýnatöku við komuna til landsins. Séu þeir óbólusettir þurfa þeir að auki að sæta tvöfaldri sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Áfram gilda sömu reglur um bólusetta og um þá sem hafa vottorð um fyrri sýkingu. Ferðamenn þurfa áfram að forskrá sig Börn fædd 2005 eða síðar og tengifarþegar sem ekki fara út fyrir landamærastöð sæta engum takmörkunum vegna sóttvarna á landamærum. Minnt er á að ferðamönnum er skylt að forskrá sig fyrir komuna til landsins á vefnum Covid.is. Í minnisblaði sóttvarnalæknis er tillaga um að hætt verði að viðurkenna mótefnamælingar gegn SARS-CoV sem staðfestingu um afstaðna sýkingu af völdum COVID-19. Ráðherra hefur ákveðið að skoða þá tillögu nánar og afla frekari upplýsinga áður en endanleg ákvörðun þar að lútandi verður tekin. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Sem fyrr þurfa þeir sem eru með tengsl við Ísland að fara í sýnatöku eftir komu til landsins, að undanskildum börnum sem fædd eru 2005 eða síðar. Þetta er meginefni breytinga á takmörkunum á landamærum vegna Covid-19 sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er gert ráð fyrir að þær gildi til 6. nóvember næstkomandi. Greint er frá á vef ráðuneytisins. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra kemur fram að daglegum smitum innanlands hefur fækkað frá því að aðgerðir innanlands og á landamærum voru hertar í júlí og ágúst og innlögnum á sjúkrahús sömuleiðis. Hann segir ljóst að smit halda áfram að berast til landsins og að raðgreiningar Íslenskrar erfðagreiningar sýni að smit frá fáum einstaklingum, bólusettum og óbólusettum dugi til að setja af stað útbreiddan faraldur innanlands. Í ljósi reynslunnar undanfarið telur sóttvarnalæknir ráðlegt að lágmarka dreifingu veirunnar með takmörkunum á landamærum og segir virkar landamæravarnir forsendu þess að hægt verði að slaka að mestu á takmörkunum innanlands. Landamæratakmarkanir frá 1. október Farþegar með tengsl við Ísland þurfa ekki lengur að sýna vottorð um neikvætt Covid próf á landamærunum en sæta sýnatöku við komuna til landsins, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Óbólusettir farþegar þurfa sem fyrr að sýnatöku lokinni að sæta fimm daga sóttkví og fara í PCR próf við lok sóttkvíar. Bólusettir farþegar án tengsla við Ísland þurfa sem fyrr að framvísa vottorði um neikvætt Covid próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda í stað sýnatöku við komuna til landsins. Séu þeir óbólusettir þurfa þeir að auki að sæta tvöfaldri sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Áfram gilda sömu reglur um bólusetta og um þá sem hafa vottorð um fyrri sýkingu. Ferðamenn þurfa áfram að forskrá sig Börn fædd 2005 eða síðar og tengifarþegar sem ekki fara út fyrir landamærastöð sæta engum takmörkunum vegna sóttvarna á landamærum. Minnt er á að ferðamönnum er skylt að forskrá sig fyrir komuna til landsins á vefnum Covid.is. Í minnisblaði sóttvarnalæknis er tillaga um að hætt verði að viðurkenna mótefnamælingar gegn SARS-CoV sem staðfestingu um afstaðna sýkingu af völdum COVID-19. Ráðherra hefur ákveðið að skoða þá tillögu nánar og afla frekari upplýsinga áður en endanleg ákvörðun þar að lútandi verður tekin.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira