Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 16:18 Alexei Navalní situr í fangelsi fyrir að rjúfa skilorð vegna umdeilds dóms frá 2014. AP/Alexander Zemlianichenko Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Tilvist málsins var opinberuð af yfirvöldum í Rússlandi í dag. Í yfirlýsingunni er háttsemi Navalnís og annarra lýst sem glæpsamlegri. Þar segir að hann og bandamenn hans hafi ætlað að koma óorði á yfirvöld Rússlands og stefnumál þeirra, grafa undan stöðugleika og ýta undir mótmæli meðal almennings. Markmiðið væri að leiða til ofbeldisfullrar valdatöku. Í frétt Reuters segir að bandamenn Navalnís og aðrir meðlimir samtakanna séu einnig með stöðu grunaðra vegna sama máls. Navalní er þegar í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra. Það var eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Nýja málið gegn Navalní byggir á lögum um öfgasamtök sem yfirvöld í Rússlandi hafa notað gegn samtökum Navalnís. Hann er nú sakaður um að hafa stofnað öfgasamtök en fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi hefur verið lokað á grundvelli laganna á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samtök Navalnís, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Navalní var í febrúar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð og var gert að sitja inni í tvö og hálft ár þar sem hann hafði áður verið í stofufangelsi í eitt ár. Hann var dæmdur eftir að hann sneri aftur til Moskvu frá Þýskalandi fyrir að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dómsins frá 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Hann sneri þó aftur til Rússlands um leið og hann gat, að eigin sögn, og var handtekinn við komuna til landsins. Skömmu síður var hann svo dæmdur. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tilvist málsins var opinberuð af yfirvöldum í Rússlandi í dag. Í yfirlýsingunni er háttsemi Navalnís og annarra lýst sem glæpsamlegri. Þar segir að hann og bandamenn hans hafi ætlað að koma óorði á yfirvöld Rússlands og stefnumál þeirra, grafa undan stöðugleika og ýta undir mótmæli meðal almennings. Markmiðið væri að leiða til ofbeldisfullrar valdatöku. Í frétt Reuters segir að bandamenn Navalnís og aðrir meðlimir samtakanna séu einnig með stöðu grunaðra vegna sama máls. Navalní er þegar í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra. Það var eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Nýja málið gegn Navalní byggir á lögum um öfgasamtök sem yfirvöld í Rússlandi hafa notað gegn samtökum Navalnís. Hann er nú sakaður um að hafa stofnað öfgasamtök en fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi hefur verið lokað á grundvelli laganna á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samtök Navalnís, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Navalní var í febrúar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð og var gert að sitja inni í tvö og hálft ár þar sem hann hafði áður verið í stofufangelsi í eitt ár. Hann var dæmdur eftir að hann sneri aftur til Moskvu frá Þýskalandi fyrir að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dómsins frá 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Hann sneri þó aftur til Rússlands um leið og hann gat, að eigin sögn, og var handtekinn við komuna til landsins. Skömmu síður var hann svo dæmdur.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira