Play er enginn leikur fyrir launafólk Drífa Snædal skrifar 1. október 2021 12:31 Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. Síðan er ég reynslunni ríkari og hef ítrekað hitt fólk sem hefur ekki rödd og eina vonin er að stéttarfélögin leggi lið og ljái rödd og styrk, sem þau gera daglega. Það tekur hins vegar steininn úr þegar heilt flugfélag er byggt á grunni kjara undir lágmarkslaunum og býður ódýr fargjöld á grunni þess að hafa „ódýrara starfsfólk“. Þessi saga Play hefur verið rakin áður og miðstjórn ASÍ og formannafundur ályktað og hvatt til sniðgöngu á félaginu þar til það gerir réttmætan kjarasamning. Hið svokallaða stéttarfélag sem samið var við er ekki raunverulegt stéttarfélag, fólkið sem vinna átti eftir samningunum tók ekki þátt í gerð þeirra og félagið, ÍFF, er ekki sjálfstætt frá atvinnurekandanum. Tilraunir hafa verið gerðar til að ná alvöru kjarasamningum við Play og þeim gefinn kostur á að ganga til samninga við félag sem raunverulega er skilgreint sem félag flugfreyja, hefur reynslu af kjarasamningum og hefur sýnt það að það standi við bakið á sínum félagsmönnum þegar í harðbakkann slær. Play hefur því miður ekki gripið slíkt tækifæri. Nú ber svo við að síðustu vikur og mánuði hef ég ítrekað fengið óskir um liðsinni frá starfsfólki Play og ábendingar um slæman aðbúnað þeirra. Mér hafa einnig borist nafnlaus bréf frá fólki sem óttast afleiðingar af því að koma fram undir nafni. Starfsfólkið er í erfiðri stöðu, það vill vinna við flug oghefur metnað fyrir því að nýtt flugfélag geti starfað á íslenskum markaði. En það vill líka sanngjörn kjör og að stéttarfélagið starfi að hagsmunum starfsfólksins, ekki atvinnurekendanna. Framganga Play er þeim til skammar og á meðan ekki er tekið á henni grefur það undan öllum vinnumarkaðnum og er ógn við réttindi launafólks almennt. Þessu máli er fjarri lokið og verkalýðshreyfingin heldur áfram baráttunni gegn aðferðum Play og fyrir réttindum launafólks. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. Síðan er ég reynslunni ríkari og hef ítrekað hitt fólk sem hefur ekki rödd og eina vonin er að stéttarfélögin leggi lið og ljái rödd og styrk, sem þau gera daglega. Það tekur hins vegar steininn úr þegar heilt flugfélag er byggt á grunni kjara undir lágmarkslaunum og býður ódýr fargjöld á grunni þess að hafa „ódýrara starfsfólk“. Þessi saga Play hefur verið rakin áður og miðstjórn ASÍ og formannafundur ályktað og hvatt til sniðgöngu á félaginu þar til það gerir réttmætan kjarasamning. Hið svokallaða stéttarfélag sem samið var við er ekki raunverulegt stéttarfélag, fólkið sem vinna átti eftir samningunum tók ekki þátt í gerð þeirra og félagið, ÍFF, er ekki sjálfstætt frá atvinnurekandanum. Tilraunir hafa verið gerðar til að ná alvöru kjarasamningum við Play og þeim gefinn kostur á að ganga til samninga við félag sem raunverulega er skilgreint sem félag flugfreyja, hefur reynslu af kjarasamningum og hefur sýnt það að það standi við bakið á sínum félagsmönnum þegar í harðbakkann slær. Play hefur því miður ekki gripið slíkt tækifæri. Nú ber svo við að síðustu vikur og mánuði hef ég ítrekað fengið óskir um liðsinni frá starfsfólki Play og ábendingar um slæman aðbúnað þeirra. Mér hafa einnig borist nafnlaus bréf frá fólki sem óttast afleiðingar af því að koma fram undir nafni. Starfsfólkið er í erfiðri stöðu, það vill vinna við flug oghefur metnað fyrir því að nýtt flugfélag geti starfað á íslenskum markaði. En það vill líka sanngjörn kjör og að stéttarfélagið starfi að hagsmunum starfsfólksins, ekki atvinnurekendanna. Framganga Play er þeim til skammar og á meðan ekki er tekið á henni grefur það undan öllum vinnumarkaðnum og er ógn við réttindi launafólks almennt. Þessu máli er fjarri lokið og verkalýðshreyfingin heldur áfram baráttunni gegn aðferðum Play og fyrir réttindum launafólks. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun