Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2021 11:01 Flogið í átt að Keili í beinni útsendingu Stöðvar 2 þann 3. mars síðastliðinn. Arnar Halldórsson Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili. Þetta er sama svæðið og jarðvísindamenn töldu líklegast að myndi gjósa miðvikudaginn 3. mars, fyrir sjö mánuðum. Þann dag héldu Almannavarnir upplýsingafund vegna óróapúls sem fram kom á jarðskjálftamælum og hófst um klukkan 14.20. Óróinn benti til þess að kvika væri á leið til yfirborðs og var talið að eldgos væri við það að brjótast út. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Fréttamenn Stöðvar 2 flugu þá yfir svæðið og sendu út frá flugferðinni í beinni útsendingu. Útsendingin var söguleg því þetta var í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sem sent var beint úr þyrlu hérlendis í fréttatíma frá íslenskum fréttaviðburði. Það var Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, sem flaug þyrlunni en Arnar Halldórsson kvikmyndaði. Í útsendingunni mátti vel sjá landslagið á líklegu upptakasvæði eldgoss suðvestur af Keili og sprungur sem liggja um svæðið. Ennfremur kom fram að þar eru engin mannvirki. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr þyrlunni: Eldgosið lét þó enn bíða eftir sér í sextán daga. Jarðeldurinn braut sér loks leið upp á yfirborð laugardagskvöldið 19. mars í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli. Jarðvísindamenn höfðu í millitíðinni getað fylgst með því hvernig kvikugangurinn færðist eftir sprungu milli Keilis og Nátthaga í stefnu norðaustur-suðvestur. Í myndveri Stöðvar 2 rétt fyrir fréttaútsendinguna. Telma Tómasson fréttaþulur og Þórir Guðmundsson, þáverandi fréttastjóri, komin í beint samband við þyrluna yfir Keilissvæðinu.Sigurjón Ólason Umbrotunum fylgdi öflug jarðskjálftahrina sem hófst 24. febrúar og stóð í þrjár vikur. Tugir skjálfta mældust yfir fjögur stig. Sá stærsti mældist 5,7 stig með upptök 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Skjálftunum linnti loks þegar eldgosið hófst. Fyrir útsendinguna sendi Vísir einnig beint úr þyrlunni þegar flogið var í átt að Keili: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis kvöldið sem eldgosið hófst: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis morguninn eftir að gosið hófst: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40 Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þetta er sama svæðið og jarðvísindamenn töldu líklegast að myndi gjósa miðvikudaginn 3. mars, fyrir sjö mánuðum. Þann dag héldu Almannavarnir upplýsingafund vegna óróapúls sem fram kom á jarðskjálftamælum og hófst um klukkan 14.20. Óróinn benti til þess að kvika væri á leið til yfirborðs og var talið að eldgos væri við það að brjótast út. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Fréttamenn Stöðvar 2 flugu þá yfir svæðið og sendu út frá flugferðinni í beinni útsendingu. Útsendingin var söguleg því þetta var í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sem sent var beint úr þyrlu hérlendis í fréttatíma frá íslenskum fréttaviðburði. Það var Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, sem flaug þyrlunni en Arnar Halldórsson kvikmyndaði. Í útsendingunni mátti vel sjá landslagið á líklegu upptakasvæði eldgoss suðvestur af Keili og sprungur sem liggja um svæðið. Ennfremur kom fram að þar eru engin mannvirki. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr þyrlunni: Eldgosið lét þó enn bíða eftir sér í sextán daga. Jarðeldurinn braut sér loks leið upp á yfirborð laugardagskvöldið 19. mars í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli. Jarðvísindamenn höfðu í millitíðinni getað fylgst með því hvernig kvikugangurinn færðist eftir sprungu milli Keilis og Nátthaga í stefnu norðaustur-suðvestur. Í myndveri Stöðvar 2 rétt fyrir fréttaútsendinguna. Telma Tómasson fréttaþulur og Þórir Guðmundsson, þáverandi fréttastjóri, komin í beint samband við þyrluna yfir Keilissvæðinu.Sigurjón Ólason Umbrotunum fylgdi öflug jarðskjálftahrina sem hófst 24. febrúar og stóð í þrjár vikur. Tugir skjálfta mældust yfir fjögur stig. Sá stærsti mældist 5,7 stig með upptök 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Skjálftunum linnti loks þegar eldgosið hófst. Fyrir útsendinguna sendi Vísir einnig beint úr þyrlunni þegar flogið var í átt að Keili: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis kvöldið sem eldgosið hófst: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis morguninn eftir að gosið hófst:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40 Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40
Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31