Stórir draumar rætast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 4. október 2021 08:02 Þegar ég var formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á árunum 2013-2017 voru þrjú málefni sem brunnu á kvenleiðtogum íslensks atvinnulífs. Þau voru mikilvægi þess að fá fjölbreytileika í stjórnir fyrirtækja og stofnana, sýnileiki kvenna í fjölmiðlum og launamunur kynjanna á vinnumarkaði. Aukinn fjölbreytileiki í stjórnum Um haustið 2013 tóku gildi fyrir einkageirann lög, sem samþykkt höfðu verið árið 2010, um að hvort kyn skyldi að lágmarki vera 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna í stærri fyrirtækjum þrefaldast á meðan hlutfall kvenna í minni fyrirtækjum hefur nánast stað, sem sýnir mikilvægi þessarar lagabreytingar. Hún var gerð til að bregðast við einsleitni stjórna og æðstu stjórnunar í fyrirtækjum og vildu konur í atvinnulífinu vera tilbúnar fyrir þennan aukna fjölbreytileika og þá samfélagsbreytingu sem lagabreytingin kallaði á. Tengist það m.a. því mikilvæga verkefni að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum. Í það verkefni settum við mikla vinnu, í góðu samstarfi við tvö stærstu fjölmiðlafyrirtæki landsins, RUV og 365 miðla. Jöfn laun fjarlægur draumur? Jöfn laun kynjanna virtist hins vegar enn fjarlægur draumur. Hvort sem horft var til óleiðrétts eða leiðrétts launamunar var lítil breyting á þessum óréttláta mun á því hvernig starfskraftar voru metnir eftir kyni. Sérstaklega á almenna vinnumarkaðnum. Snemma árs 2017 eygðum við von í því að á þessu yrði breyting. Komin var ríkisstjórn sem setti jafnrétti á vinnumarkaði á dagskrá í stefnuyfirlýsingu. Fljótlega varð líka ljóst að þarna var komin ráðherra yfir jafnréttismálum sem lét verkin tala. Þorsteinn Víglundsson, þá félagsmálaráðherra fyrir Viðreisn, beið ekki boðanna og boðaði til funda um jafnlaunavottun. Í því samráði tók ég þátt, bæði sem formaður FKA og sem forstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki. Frá fyrstu stundu sá ég hvað verkefnið var framsýnt og stórt. Ég vissi líka að nóg yrði af úrtölufólki. Launamunurinn minnkar Frá árinu 2016 hefur leiðréttur launamunur kynjanna dregist saman um tæpt prósentustig, úr 4,9% í 4,1%. Alls hafa 322 fyrirtæki, þar sem tæplega 95 þúsund starfsmenn starfa, hlotið jafnlaunavottun. Í lok þessa árs eiga svo öll fyrirtæki með 90-149 starfsmenn að hafa hlotið jafnlaunavottun og í lok næsta árs er komið að fyrirtækjum með starfsmenn 25-89 starfsmenn. Því miður hefur orðið dráttur á að aðilar, sem eiga að vera komnir með jafnlaunavottun, hafi klárað slíkt ferli, bæði á opinberum markaði og í einkageiranum. Það sáum við t.d. í erindi sem okkur barst í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá Jafnréttisstofu, um að 16 sveitarfélög hafi ekki enn fengið jafnlaunavottun, þrátt fyrir fresti. Þar á meðal eru stór sveitarfélög sem ættu vel að hafa til þess bolmagn. Stjórnin skorar á öll sveitarfélög, sem hafa skyldu til að afla sér jafnlaunavottunar, að ljúka því sem fyrst. Stuðningur við jafnlaunastefnu sveitarfélaga Borgarráð samþykkti í síðustu viku að setja á fót Jafnlaunastofu með Sambandi íslenska sveitarfélaga. Hennar hlutverk verður að að styðja stjórnendur sveitarfélaga við að uppfylla jafnlaunaákvæði jafnréttislaga með ráðgjöf og fræðslu á sviði jafnlaunamála. Reykjavíkurborg hefur um árabil rekið verkefnastofu starfsmats, sem mun flytjast til þessarar nýju Jafnlaunastofu. Því verður ekki um aukið fjármagn að ræða frá Reykjavíkurborg til verkefnisins. Þegar kemur að launajafnrétti hefur Reykjavíkurborg frá miklu að miðla. Leiðréttur launamunur árið 2020, samkvæmt launarannsókn Hagstofu Íslands var 5,6% á almennum vinnumarkaði, 3,3% hjá ríkinu og 2,7% hjá sveitarfélögum. Samkvæmt eigin mælingum Reykjavíkurborgar var leiðréttur launamunur kynjanna 1,8% á sama tíma. Eins og fram kemur í þessari nýju launarannsókn Hagstofunnar er erfitt að meta ávinning af jafnlaunavottun, þar sem svo stutt er síðan að slík vottun var tekin upp. Þó er bent á að verulega hafi dregið úr launamun hjá sveitarfélögunum í kjölfar endurskoðunar á starfsmatskerfi og að ætla megi að jafnlaunavottun geti ýtt undir svipaða þróun annars staðar á vinnumarkaðnum, m.a. með því að tryggja markvissara starfsmat. Rétt er að benda á að meiri leiðrétting hefur orðið hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði en það var sett í forgang að hið opinbera gengi fram með góðu fordæmi og tæki fyrr upp jafnlaunavottun. Með Jafnlaunastofu halda Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga áfram að skipa forystu í baráttu gegn launamun kynjanna. Jafnlaunastofa er yfirlýsing um að sveitarfélögin ætli að gera enn betur, þegar kemur að launajafnrétti á vettvangi þeirra Stórir draumar geta ræst, ef við vinnum ötullega að þeim Við höfum ekki enn náð kynjajafnrétti á Íslandi, sem sést á því að það er enn launamunur kynjanna. Hann reiknast þrátt fyrir leiðréttingar þar sem tekið er tillit til ýmissa breyta og ekki er tekið inn í reikninginn sá launamunur sem felst í því að hefðbundnum kvennastéttum séu greidd lægri laun en hefðbundnum karlastéttum. Það þykir ekki enn jafn sjálfsagt að konur sitji í stjórnum fyrirtækja og karlar. Konur voru á síðasta ári 35% viðmælenda í fréttum RÚV. En frá því að ég stóð í stafni FKA hafa jákvæðar breytingar orðið á öllum þessum sviðum. Dregið hefur úr launamun kynjanna, konum hefur fjölgað í stjórnum fyrirtækja og konum hefur fjölgað sem viðmælendum fjölmiðlanna. Stórir draumar um jafnrétti kynjanna geta ræst hér á Íslandi. Við þurfum bara að vinna enn öflugar að því markmiði. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Viðreisn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar ég var formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á árunum 2013-2017 voru þrjú málefni sem brunnu á kvenleiðtogum íslensks atvinnulífs. Þau voru mikilvægi þess að fá fjölbreytileika í stjórnir fyrirtækja og stofnana, sýnileiki kvenna í fjölmiðlum og launamunur kynjanna á vinnumarkaði. Aukinn fjölbreytileiki í stjórnum Um haustið 2013 tóku gildi fyrir einkageirann lög, sem samþykkt höfðu verið árið 2010, um að hvort kyn skyldi að lágmarki vera 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna í stærri fyrirtækjum þrefaldast á meðan hlutfall kvenna í minni fyrirtækjum hefur nánast stað, sem sýnir mikilvægi þessarar lagabreytingar. Hún var gerð til að bregðast við einsleitni stjórna og æðstu stjórnunar í fyrirtækjum og vildu konur í atvinnulífinu vera tilbúnar fyrir þennan aukna fjölbreytileika og þá samfélagsbreytingu sem lagabreytingin kallaði á. Tengist það m.a. því mikilvæga verkefni að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum. Í það verkefni settum við mikla vinnu, í góðu samstarfi við tvö stærstu fjölmiðlafyrirtæki landsins, RUV og 365 miðla. Jöfn laun fjarlægur draumur? Jöfn laun kynjanna virtist hins vegar enn fjarlægur draumur. Hvort sem horft var til óleiðrétts eða leiðrétts launamunar var lítil breyting á þessum óréttláta mun á því hvernig starfskraftar voru metnir eftir kyni. Sérstaklega á almenna vinnumarkaðnum. Snemma árs 2017 eygðum við von í því að á þessu yrði breyting. Komin var ríkisstjórn sem setti jafnrétti á vinnumarkaði á dagskrá í stefnuyfirlýsingu. Fljótlega varð líka ljóst að þarna var komin ráðherra yfir jafnréttismálum sem lét verkin tala. Þorsteinn Víglundsson, þá félagsmálaráðherra fyrir Viðreisn, beið ekki boðanna og boðaði til funda um jafnlaunavottun. Í því samráði tók ég þátt, bæði sem formaður FKA og sem forstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki. Frá fyrstu stundu sá ég hvað verkefnið var framsýnt og stórt. Ég vissi líka að nóg yrði af úrtölufólki. Launamunurinn minnkar Frá árinu 2016 hefur leiðréttur launamunur kynjanna dregist saman um tæpt prósentustig, úr 4,9% í 4,1%. Alls hafa 322 fyrirtæki, þar sem tæplega 95 þúsund starfsmenn starfa, hlotið jafnlaunavottun. Í lok þessa árs eiga svo öll fyrirtæki með 90-149 starfsmenn að hafa hlotið jafnlaunavottun og í lok næsta árs er komið að fyrirtækjum með starfsmenn 25-89 starfsmenn. Því miður hefur orðið dráttur á að aðilar, sem eiga að vera komnir með jafnlaunavottun, hafi klárað slíkt ferli, bæði á opinberum markaði og í einkageiranum. Það sáum við t.d. í erindi sem okkur barst í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá Jafnréttisstofu, um að 16 sveitarfélög hafi ekki enn fengið jafnlaunavottun, þrátt fyrir fresti. Þar á meðal eru stór sveitarfélög sem ættu vel að hafa til þess bolmagn. Stjórnin skorar á öll sveitarfélög, sem hafa skyldu til að afla sér jafnlaunavottunar, að ljúka því sem fyrst. Stuðningur við jafnlaunastefnu sveitarfélaga Borgarráð samþykkti í síðustu viku að setja á fót Jafnlaunastofu með Sambandi íslenska sveitarfélaga. Hennar hlutverk verður að að styðja stjórnendur sveitarfélaga við að uppfylla jafnlaunaákvæði jafnréttislaga með ráðgjöf og fræðslu á sviði jafnlaunamála. Reykjavíkurborg hefur um árabil rekið verkefnastofu starfsmats, sem mun flytjast til þessarar nýju Jafnlaunastofu. Því verður ekki um aukið fjármagn að ræða frá Reykjavíkurborg til verkefnisins. Þegar kemur að launajafnrétti hefur Reykjavíkurborg frá miklu að miðla. Leiðréttur launamunur árið 2020, samkvæmt launarannsókn Hagstofu Íslands var 5,6% á almennum vinnumarkaði, 3,3% hjá ríkinu og 2,7% hjá sveitarfélögum. Samkvæmt eigin mælingum Reykjavíkurborgar var leiðréttur launamunur kynjanna 1,8% á sama tíma. Eins og fram kemur í þessari nýju launarannsókn Hagstofunnar er erfitt að meta ávinning af jafnlaunavottun, þar sem svo stutt er síðan að slík vottun var tekin upp. Þó er bent á að verulega hafi dregið úr launamun hjá sveitarfélögunum í kjölfar endurskoðunar á starfsmatskerfi og að ætla megi að jafnlaunavottun geti ýtt undir svipaða þróun annars staðar á vinnumarkaðnum, m.a. með því að tryggja markvissara starfsmat. Rétt er að benda á að meiri leiðrétting hefur orðið hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði en það var sett í forgang að hið opinbera gengi fram með góðu fordæmi og tæki fyrr upp jafnlaunavottun. Með Jafnlaunastofu halda Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga áfram að skipa forystu í baráttu gegn launamun kynjanna. Jafnlaunastofa er yfirlýsing um að sveitarfélögin ætli að gera enn betur, þegar kemur að launajafnrétti á vettvangi þeirra Stórir draumar geta ræst, ef við vinnum ötullega að þeim Við höfum ekki enn náð kynjajafnrétti á Íslandi, sem sést á því að það er enn launamunur kynjanna. Hann reiknast þrátt fyrir leiðréttingar þar sem tekið er tillit til ýmissa breyta og ekki er tekið inn í reikninginn sá launamunur sem felst í því að hefðbundnum kvennastéttum séu greidd lægri laun en hefðbundnum karlastéttum. Það þykir ekki enn jafn sjálfsagt að konur sitji í stjórnum fyrirtækja og karlar. Konur voru á síðasta ári 35% viðmælenda í fréttum RÚV. En frá því að ég stóð í stafni FKA hafa jákvæðar breytingar orðið á öllum þessum sviðum. Dregið hefur úr launamun kynjanna, konum hefur fjölgað í stjórnum fyrirtækja og konum hefur fjölgað sem viðmælendum fjölmiðlanna. Stórir draumar um jafnrétti kynjanna geta ræst hér á Íslandi. Við þurfum bara að vinna enn öflugar að því markmiði. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar