Stöngin út þegar Brady bætti met og fagnaði sigri á gamla heimavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 10:00 Tom Brady hafði ástæðu til að brosa eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Foxborough í nótt. Getty/Maddie Meyer Tom Brady valdi heldur betur staðinn til að verða sá leikstjórnandi sem hefur kastað boltanum fyrir flesta jarda en það gerði hann í sigurleik á heimavelli New England Patriots í nótt. Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021 NFL Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Dagskráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögulega? Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ „Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Haukar halda sér í toppbaráttunni PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Janus Daði öflugur í súru tapi Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira
Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021
NFL Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Dagskráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögulega? Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ „Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Haukar halda sér í toppbaráttunni PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Janus Daði öflugur í súru tapi Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira