Stöngin út þegar Brady bætti met og fagnaði sigri á gamla heimavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 10:00 Tom Brady hafði ástæðu til að brosa eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Foxborough í nótt. Getty/Maddie Meyer Tom Brady valdi heldur betur staðinn til að verða sá leikstjórnandi sem hefur kastað boltanum fyrir flesta jarda en það gerði hann í sigurleik á heimavelli New England Patriots í nótt. Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021 NFL Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Ýmir sneri aftur í góðum sigri Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira
Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021
NFL Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Ýmir sneri aftur í góðum sigri Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira