Guardiola í Pandóruskjölunum sökum bankareiknings í Andorra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 22:31 Guardiola er í Pandóruskjölunum. EPA-EFE/Ian Walton Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal er Pep Guardiola, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City. Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Lagði inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði Katar Guardiola mun hafa sett rúmlega hálfa milljón evra inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði í Katar undir lok ferils síns. Reikningurinn var enn opinn er hann þjálfaði Barcelona frá árunum 2009 til 2012. Samkvæmt El Pais og La Sexta á Spáni mun Guardiola hafa opnað reikninginn til að geyma launin sem hann fékk frá Al Ahli á árunum 2003 til 2005. Fékk hann rúmlega 1,7 milljón punda í laun á þeim tíma. Pep Guardiola failed to declare to Spanish authorities that he had opened an offshore bank account while playing in Qatar, according to the Pandora Papers leaks @Tom_Morgs https://t.co/AzqJWFSriJ— Telegraph Football (@TeleFootball) October 4, 2021 Guardiola mun hins vegar ekki hafa tilkynnt yfirvöldum á Spáni um tilvist reikningsins fyrr en árið 2012 þegar ekki þurfti að borga skatt af þeim eftir skattaívilnanir þar í landi. Samkvæmt Lluis Orobitg, lagalegum ráðgjafa Guardiola, var reikningurinn stofnaður þar sem það var ómögulegt að fá dvalarleyfi í Katar þar sem hann hefði ekki þurft að borga skatt. Það er hins vegar ekki talið að Pep hafi gert neitt ólöglegt þó að reikningurinn hafi verið stofnaður með hjálp skúffufyrirtækisins Repox Investments. The Telegraph hafði samband við Manchester City vegna málsins en félagið vildi ekki tjá sig um fjármál Guardiola. Fótbolti Enski boltinn Pandóruskjölin Tengdar fréttir Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21 Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57 Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Sjá meira
Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Lagði inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði Katar Guardiola mun hafa sett rúmlega hálfa milljón evra inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði í Katar undir lok ferils síns. Reikningurinn var enn opinn er hann þjálfaði Barcelona frá árunum 2009 til 2012. Samkvæmt El Pais og La Sexta á Spáni mun Guardiola hafa opnað reikninginn til að geyma launin sem hann fékk frá Al Ahli á árunum 2003 til 2005. Fékk hann rúmlega 1,7 milljón punda í laun á þeim tíma. Pep Guardiola failed to declare to Spanish authorities that he had opened an offshore bank account while playing in Qatar, according to the Pandora Papers leaks @Tom_Morgs https://t.co/AzqJWFSriJ— Telegraph Football (@TeleFootball) October 4, 2021 Guardiola mun hins vegar ekki hafa tilkynnt yfirvöldum á Spáni um tilvist reikningsins fyrr en árið 2012 þegar ekki þurfti að borga skatt af þeim eftir skattaívilnanir þar í landi. Samkvæmt Lluis Orobitg, lagalegum ráðgjafa Guardiola, var reikningurinn stofnaður þar sem það var ómögulegt að fá dvalarleyfi í Katar þar sem hann hefði ekki þurft að borga skatt. Það er hins vegar ekki talið að Pep hafi gert neitt ólöglegt þó að reikningurinn hafi verið stofnaður með hjálp skúffufyrirtækisins Repox Investments. The Telegraph hafði samband við Manchester City vegna málsins en félagið vildi ekki tjá sig um fjármál Guardiola.
Fótbolti Enski boltinn Pandóruskjölin Tengdar fréttir Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21 Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57 Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Sjá meira
Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21
Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57
Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33