Neitaði að stöðva aftöku manns með miklar heilaskemmdir Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2021 10:54 Ernest Johnson verður líklegast tekinn af lífi með sprautu í dag. Getty og AP Mike Parson, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, neitaði í gær að fella niður dauðadóm fangans Ernest Johnson. Þúsundir höfðu skrifað undir áskorun um að dauðadómurinn yrði felldur niður, auk þess sem tveir þingmenn hefðu kallað eftir því og einnig páfinn. Johnson var dæmdur árið 1994 fyrir að myrða þrjá starfsmenn verslunar sem hann rændi. Hann er 61 árs gamall og verður tekinn af lífi með sprautu í dag. AP fréttaveitan hefur eftir Jeremy Weis, lögmanni Johnsons, að próf og skoðanir hafi sýnt að Johnson sé með mikla þroskaskerðingu. Hann sé í raun með andlegan þroska barns vegna heilaskemmda sem hann fæddist með og vegna þess að árið 2008 hafi þurft að fjarlægja um fimmtung heila hans vegna æxlis. Weis hafði farið fram á að dómur Johnsons yrði mildaður og honum gert að sitja í ævilangt í fangelsi, án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Þá sendi Frans páfi Parson bréf í síðustu viku þar sem hann biðlaði til ríkisstjórans að hlífa Johnson. Parson tilkynnti í gærkvöldið að hann ætlaði ekki að stöðva aftökuna. Missouri væri tilbúið að framfylgja dóminum samkvæmt skipun Hæstaréttar Missouri. Hæstirétturinn neitaði í ágúst að stöðva aftökuna og neitaði á föstudaginn að taka málið fyrir aftur. Weis og aðrir lögmenn leituðu því til Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. Verði Johnson tekinn af lífi í dag verður það í sjöunda sinn sem aftaka fer fram í Bandaríkjunum á þessu ári. Hér má sjá frétt héraðsmiðilsins Abc17 þar sem farið er yfir málið Johnsons. ABC News segir að í febrúar 1994 hafi Johnson fengið skammbyssu lánaða sem hann ætlaði að nota til að ræna verslun og verða sér út um peninga til að kaupa fíkniefni. Þegar verið var að loka versluninni réðst hann til atlögu og reyndi að fá starfsmenn til að opna peningaskáp. Í gömlu viðtali sagðist Johnson hafa verið undir áhrifum fíkniefna og hann hafi orðið reiður þegar verslunarstjóri reyndi að sturta lykli að peningaskápnum niður. Hann skaut þrjá starfsmenn með skammbyssunni og barði þau einnig með hamri. Fórnarlömb hans hétu Mary Bratcher (46), Mabel Scruggs (57) og Fred Jones (58). Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Johnson var dæmdur árið 1994 fyrir að myrða þrjá starfsmenn verslunar sem hann rændi. Hann er 61 árs gamall og verður tekinn af lífi með sprautu í dag. AP fréttaveitan hefur eftir Jeremy Weis, lögmanni Johnsons, að próf og skoðanir hafi sýnt að Johnson sé með mikla þroskaskerðingu. Hann sé í raun með andlegan þroska barns vegna heilaskemmda sem hann fæddist með og vegna þess að árið 2008 hafi þurft að fjarlægja um fimmtung heila hans vegna æxlis. Weis hafði farið fram á að dómur Johnsons yrði mildaður og honum gert að sitja í ævilangt í fangelsi, án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Þá sendi Frans páfi Parson bréf í síðustu viku þar sem hann biðlaði til ríkisstjórans að hlífa Johnson. Parson tilkynnti í gærkvöldið að hann ætlaði ekki að stöðva aftökuna. Missouri væri tilbúið að framfylgja dóminum samkvæmt skipun Hæstaréttar Missouri. Hæstirétturinn neitaði í ágúst að stöðva aftökuna og neitaði á föstudaginn að taka málið fyrir aftur. Weis og aðrir lögmenn leituðu því til Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. Verði Johnson tekinn af lífi í dag verður það í sjöunda sinn sem aftaka fer fram í Bandaríkjunum á þessu ári. Hér má sjá frétt héraðsmiðilsins Abc17 þar sem farið er yfir málið Johnsons. ABC News segir að í febrúar 1994 hafi Johnson fengið skammbyssu lánaða sem hann ætlaði að nota til að ræna verslun og verða sér út um peninga til að kaupa fíkniefni. Þegar verið var að loka versluninni réðst hann til atlögu og reyndi að fá starfsmenn til að opna peningaskáp. Í gömlu viðtali sagðist Johnson hafa verið undir áhrifum fíkniefna og hann hafi orðið reiður þegar verslunarstjóri reyndi að sturta lykli að peningaskápnum niður. Hann skaut þrjá starfsmenn með skammbyssunni og barði þau einnig með hamri. Fórnarlömb hans hétu Mary Bratcher (46), Mabel Scruggs (57) og Fred Jones (58).
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira