„Erfiðasta umhverfið í Evrópu“ og dúnninn í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 12:00 Teitur Örlygsson gaf áhorfendum Körfuboltakvölds innsýn í það hvernig það var að þjálfa í Garðabænum. Skjámynd/S2 Sport Kjartan Atli Kjartansson spurði sérfræðinga sína út í það í fyrsta Körfuboltakvöldi vetrarins hversu mikil pressa væri á þjálfurum úrvalsdeildar karla fyrir fyrsta leik. Stjarnan og Tindastóll hafa beðið lengi eftir að vinna þann stóra og hafa einu sinni tjaldað miklu til fyrir tímabilið. Í nýjum þætti þar sem hitamælir spilar aðalhlutverkið fengu sérfræðingarnir það verkefni að hitamæla pressuna á einstökum þjálfurum deildarinnar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds í gær voru þeir Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson og Darri Freyr Atlason sem var í sínum fyrsta þætti. Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna og hefur verið með frábært lið í höndunum í þrjú tímabil. Liðið hefur unnið bikarinn en á enn eftir að verða Íslandsmeistari. „Ef ég þekkti Arnar ekki neitt og vissi ekkert um hann þá myndi ég setja hann á eldrauðan og að það væri rosaleg pressa á honum,“ sagði Teitur Örlygsson sem þjálfari Stjörnuna á sínum tíma og gerði félagið að bikarmeisturum í fyrsta sinn. „Garðabærinn er dálítið skrítinn og ég fann alveg fyrir þessu líka. Þetta verður svona dálítið „safe heaven“. Það er rosalega gott að vinna þarna og gott fólk í kringum félagið. Þér líður ofboðslega vel og þú þarft helst að gera eitthvað brjálæðislegt af þér til þess að vera rekinn þarna,“ sagði Teitur. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum Stjörnunnar og Tindastóls „Ég ætla samt að setja rauðan á hann því ég þekki Hilmar formann mjög vel og ég veit að hann er farinn að vera þreyttur á þessu. Hann er búinn að vera formaður í tíu ár,“ sagði Teitur sem var ekki alveg hættur. „Ég held samt að hann sé neðar. Hann er svo vel liðinn. Þetta umhverfi í Stjörnunni, ég er ekkert að ljúga með það. Kannski er það smá galli að það skuli ekki vera gerðar meiri kröfur í Garðabæ. Ég er búinn að lenda í þessu hreiðri, í þessum dún, í þessari sæng þar sem var rosalega vel hugsað um mig,“ sagði Teitur. Darri Freyr kallaði eftir því að heyra það úr Garðabænum að liðið ætli sér að verða meistari. Ef pressan var minni en margir halda á Arnari Guðjónssyni þá vantar hana alls ekki á Baldur Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, samkvæmt mati sérfræðinganna. „Ef hann springur ekki sjálfur af stressi og pressu á sjálfum sér og öllu því sem er þarna í kringum hann. Ég held að það sé ekki meira stressandi starf til í íslenskum körfubolta og bara í körfubolta í Evrópu í dag heldur en þetta Tindastólsstarf eins og staðan er núna,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þú talar um að maður sem þjálfari Stjörnunnar væri í eins konar dún en ég held að þetta sá akkúrat andhverfan hjá Tindastól. Þú ert að liggja á svona gaddabekk,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna er þetta aðeins of mikið. Eins og Sævar lýsti þessu þá er þetta örugglega erfiðasta umhverfið í Evrópu,“ sagði Teitur. Það má sá alla umræðu þeirra um þjálfara Stjörnunnar og Tindastóls hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Stjarnan og Tindastóll hafa beðið lengi eftir að vinna þann stóra og hafa einu sinni tjaldað miklu til fyrir tímabilið. Í nýjum þætti þar sem hitamælir spilar aðalhlutverkið fengu sérfræðingarnir það verkefni að hitamæla pressuna á einstökum þjálfurum deildarinnar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds í gær voru þeir Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson og Darri Freyr Atlason sem var í sínum fyrsta þætti. Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna og hefur verið með frábært lið í höndunum í þrjú tímabil. Liðið hefur unnið bikarinn en á enn eftir að verða Íslandsmeistari. „Ef ég þekkti Arnar ekki neitt og vissi ekkert um hann þá myndi ég setja hann á eldrauðan og að það væri rosaleg pressa á honum,“ sagði Teitur Örlygsson sem þjálfari Stjörnuna á sínum tíma og gerði félagið að bikarmeisturum í fyrsta sinn. „Garðabærinn er dálítið skrítinn og ég fann alveg fyrir þessu líka. Þetta verður svona dálítið „safe heaven“. Það er rosalega gott að vinna þarna og gott fólk í kringum félagið. Þér líður ofboðslega vel og þú þarft helst að gera eitthvað brjálæðislegt af þér til þess að vera rekinn þarna,“ sagði Teitur. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum Stjörnunnar og Tindastóls „Ég ætla samt að setja rauðan á hann því ég þekki Hilmar formann mjög vel og ég veit að hann er farinn að vera þreyttur á þessu. Hann er búinn að vera formaður í tíu ár,“ sagði Teitur sem var ekki alveg hættur. „Ég held samt að hann sé neðar. Hann er svo vel liðinn. Þetta umhverfi í Stjörnunni, ég er ekkert að ljúga með það. Kannski er það smá galli að það skuli ekki vera gerðar meiri kröfur í Garðabæ. Ég er búinn að lenda í þessu hreiðri, í þessum dún, í þessari sæng þar sem var rosalega vel hugsað um mig,“ sagði Teitur. Darri Freyr kallaði eftir því að heyra það úr Garðabænum að liðið ætli sér að verða meistari. Ef pressan var minni en margir halda á Arnari Guðjónssyni þá vantar hana alls ekki á Baldur Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, samkvæmt mati sérfræðinganna. „Ef hann springur ekki sjálfur af stressi og pressu á sjálfum sér og öllu því sem er þarna í kringum hann. Ég held að það sé ekki meira stressandi starf til í íslenskum körfubolta og bara í körfubolta í Evrópu í dag heldur en þetta Tindastólsstarf eins og staðan er núna,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þú talar um að maður sem þjálfari Stjörnunnar væri í eins konar dún en ég held að þetta sá akkúrat andhverfan hjá Tindastól. Þú ert að liggja á svona gaddabekk,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna er þetta aðeins of mikið. Eins og Sævar lýsti þessu þá er þetta örugglega erfiðasta umhverfið í Evrópu,“ sagði Teitur. Það má sá alla umræðu þeirra um þjálfara Stjörnunnar og Tindastóls hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira