Helgi Magnússon: Við gerum atlögu að titlunum Árni Jóhannsson skrifar 7. október 2021 21:46 Helgi Már Magnússon ræðir við Jón Guðmundsson dómara en náði að eigin sögn að vera kurteis í kvöld á hliðarlínunni. vísir/valli KR lagði Breiðablik í hreint út sagt ótrúlegum leik á Meistaravöllum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 128-117 fyrir heimamenn en leikið var í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Varnarleikurinn var ekki til útflutnings en þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var ánægður með að ná í sigurinn þó að það væri mikið sem þyrfti að laga. Sérstaklega varnarlega. Helgi var spurður hvort honum hafi ekki fundist leikurinn skýtinn en mikið var skorað og varnarleikurinn ekki í hávegum hafður. „Blikarnir eru með kraftmikið sóknarlið en mér fannst við skelfilegir varnarlega. Við fengum þó sigurinn og það er margt sem þarf að laga.“ Helgi var þá spurður næst hvort lærdómurinn um lið KR hefði verið það að skerpingu vantaði á varnarleik liðsins. „Heldur betur. Við höfum bara náð einni viku saman á æfingum og það er afleiðing af því að vera að smala saman mönnum svona seint. Það tók aðeins lengri tíma að fá útlendingana til landsins en gert var ráð fyrir. Jú við þurfum að skerpa aðeins á vörninni.“ Helga líst vel á leikmennina sem KR náði að smala saman rétt fyrir mót og var svo spurður út í væntingarnar og kröfurnar í Vesturbænum fyrir komandi leiktíð en spáin segir að KR-ingar eigi að vera neðarlega í úrslitakeppnissætunum. „Þetta var fínt hjá nýju mönnunum. Við þurfum að spila okkur saman sem lið og Blikarnir eru með hörku sóknarlið og ég hefði alveg lifað með þessum úrslitum ef þeir hefðu verið að eiga einhverja stórskota sýningu. En þeir voru bara að ná í lay-up og auðveldar körfur sem gerir menn eins og mig alveg brjálaða.“ „Það er alltaf sama krafan hérna. Við ætlum að vera að berjast um þessa titla en ég skil alveg að spáin er eins og hún er. Við missum Matthías [Orra Sigurðsson] og við missum Jakob [Sigurðsson] sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð og tæknilega séð bætum engum þannig ígildum við. Við eru samt með fullt af efnilegum strákum í liðinu og hörkumannskap. Við ætlum að gera atlögu að titlum. Það er bara svoleiðis.“ Þetta var fyrsti leikur í deild fyrir Helga sem aðalþjálfari. Þó svo að hann hafi þjálfað áður en þá var hann einnig leikmaður fyrir u.þ.b. áratug síðan. Hann var spurður út hvernig honum hafi liðið á hliðarlínunni. „Þetta var rosa skrýtið. Sérstaklega í undirbúningi fyrir leik. Maður situr á hliðarlínunni og vanalega losar maður stressið í einhverjum djöfulgangi í upphituninni og maður nær einhvernveginn að pumpa sig upp. Á hliðarlínunni finnur maður ekki neina útrás fyrir spennunni“, sagði Helgi og hló við og var spurður um leið hvort hann hafi náð að sleppa dómurunum við útrásina. „Ég var nokkuð kurteis held ég í kvöld.“ Subway-deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Helgi var spurður hvort honum hafi ekki fundist leikurinn skýtinn en mikið var skorað og varnarleikurinn ekki í hávegum hafður. „Blikarnir eru með kraftmikið sóknarlið en mér fannst við skelfilegir varnarlega. Við fengum þó sigurinn og það er margt sem þarf að laga.“ Helgi var þá spurður næst hvort lærdómurinn um lið KR hefði verið það að skerpingu vantaði á varnarleik liðsins. „Heldur betur. Við höfum bara náð einni viku saman á æfingum og það er afleiðing af því að vera að smala saman mönnum svona seint. Það tók aðeins lengri tíma að fá útlendingana til landsins en gert var ráð fyrir. Jú við þurfum að skerpa aðeins á vörninni.“ Helga líst vel á leikmennina sem KR náði að smala saman rétt fyrir mót og var svo spurður út í væntingarnar og kröfurnar í Vesturbænum fyrir komandi leiktíð en spáin segir að KR-ingar eigi að vera neðarlega í úrslitakeppnissætunum. „Þetta var fínt hjá nýju mönnunum. Við þurfum að spila okkur saman sem lið og Blikarnir eru með hörku sóknarlið og ég hefði alveg lifað með þessum úrslitum ef þeir hefðu verið að eiga einhverja stórskota sýningu. En þeir voru bara að ná í lay-up og auðveldar körfur sem gerir menn eins og mig alveg brjálaða.“ „Það er alltaf sama krafan hérna. Við ætlum að vera að berjast um þessa titla en ég skil alveg að spáin er eins og hún er. Við missum Matthías [Orra Sigurðsson] og við missum Jakob [Sigurðsson] sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð og tæknilega séð bætum engum þannig ígildum við. Við eru samt með fullt af efnilegum strákum í liðinu og hörkumannskap. Við ætlum að gera atlögu að titlum. Það er bara svoleiðis.“ Þetta var fyrsti leikur í deild fyrir Helga sem aðalþjálfari. Þó svo að hann hafi þjálfað áður en þá var hann einnig leikmaður fyrir u.þ.b. áratug síðan. Hann var spurður út hvernig honum hafi liðið á hliðarlínunni. „Þetta var rosa skrýtið. Sérstaklega í undirbúningi fyrir leik. Maður situr á hliðarlínunni og vanalega losar maður stressið í einhverjum djöfulgangi í upphituninni og maður nær einhvernveginn að pumpa sig upp. Á hliðarlínunni finnur maður ekki neina útrás fyrir spennunni“, sagði Helgi og hló við og var spurður um leið hvort hann hafi náð að sleppa dómurunum við útrásina. „Ég var nokkuð kurteis held ég í kvöld.“
Subway-deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira