Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 16:58 Dmitry Muratov. AP/Alexander Zemlianichenko Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. „Igor Domnikov, Yuri Shchekochikhin, Anna Politkovskaya, Stas Markelov, Anastasia Baburova, Natasha Estemirova. Þetta er fólkið sem unnu friðvarðlaun Nóbels,“ sagði Muratov í dag. hann sagðist þeirrar skoðunar að verðlaunanefndin hefði viljað viðurkenna afrek þessa fólks en valið hann, því látnir einstaklingar tækju ekki við verðlaunum. Auk Muratov fékk filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa friðarverðlaun en Nóbelsnefndin sagði tjáningarfrelsi í heiminum, sem væri forsenda lýðræðis og varanlegs friðar, vera í hættu. Sjá einnig: Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Muratov ræddi einnig herferð yfirvalda í Rússlandi gegn frjálsum fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist ekki viss um að verðlaunin myndu hafa áhrif á það. Hann vilji þó nota hluta verðlaunanna sem hann fékk til að styðja við bakið á sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Muratov sagði einnig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, að hann hefði persónulega veitt Alexei Navalní friðarverðlaunin. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín, forseta, og ríkisstjórnar hans. Þá hefur hann barist gegn ríkisstjórninni og varpað ljósi á meinta spillingu innan hennar. Navalní situr nú í fangelsi í Rússlandi. Hann var handtekinn fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Skilorðsdóminn hafði hann fengið vegna máls sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt pólitísks eðlis. Yfirvöld í Rússlandi hófu nýverið enn eina rannsóknina gegn Navalní og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Rússland hefur lengi verið hættulegt blaðamönnum. CPJ segir 58 hafa verið myrta vegna starfa þeirra frá 1992. Reuters segir að meðal þeirra séu blaðamenn sem unnu fyrir Muratov. Til að mynda Anna Politkovskaya og Natasha Estemirova, Politkovskaya var skotin til bana á stigangi þar sem hún bjó árið 2006 og Estemirova var rænt af heimili hennar í Gorzny í Téténíu og hún myrt árið 2009. Novaya Gazeta var stofnað árið 1993. Mikhlail Gobachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og síðasti Rússinn sem fékk friðarverðlaun Nóbels, gaf hluta peninganna sem hann fékk til dagblaðsins. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, hrósaði Muratov fyrir verðlaunin í dag. Hann sagði blaðamanninn ávallt hafa unnið í samræmi við samvisku sína og að hann væri hæfileikaríkur blaðamaður. Þá sagði Peskov: „Hann er hugrakkur“. Rússland Nóbelsverðlaun Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
„Igor Domnikov, Yuri Shchekochikhin, Anna Politkovskaya, Stas Markelov, Anastasia Baburova, Natasha Estemirova. Þetta er fólkið sem unnu friðvarðlaun Nóbels,“ sagði Muratov í dag. hann sagðist þeirrar skoðunar að verðlaunanefndin hefði viljað viðurkenna afrek þessa fólks en valið hann, því látnir einstaklingar tækju ekki við verðlaunum. Auk Muratov fékk filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa friðarverðlaun en Nóbelsnefndin sagði tjáningarfrelsi í heiminum, sem væri forsenda lýðræðis og varanlegs friðar, vera í hættu. Sjá einnig: Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Muratov ræddi einnig herferð yfirvalda í Rússlandi gegn frjálsum fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist ekki viss um að verðlaunin myndu hafa áhrif á það. Hann vilji þó nota hluta verðlaunanna sem hann fékk til að styðja við bakið á sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Muratov sagði einnig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, að hann hefði persónulega veitt Alexei Navalní friðarverðlaunin. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín, forseta, og ríkisstjórnar hans. Þá hefur hann barist gegn ríkisstjórninni og varpað ljósi á meinta spillingu innan hennar. Navalní situr nú í fangelsi í Rússlandi. Hann var handtekinn fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Skilorðsdóminn hafði hann fengið vegna máls sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt pólitísks eðlis. Yfirvöld í Rússlandi hófu nýverið enn eina rannsóknina gegn Navalní og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Rússland hefur lengi verið hættulegt blaðamönnum. CPJ segir 58 hafa verið myrta vegna starfa þeirra frá 1992. Reuters segir að meðal þeirra séu blaðamenn sem unnu fyrir Muratov. Til að mynda Anna Politkovskaya og Natasha Estemirova, Politkovskaya var skotin til bana á stigangi þar sem hún bjó árið 2006 og Estemirova var rænt af heimili hennar í Gorzny í Téténíu og hún myrt árið 2009. Novaya Gazeta var stofnað árið 1993. Mikhlail Gobachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og síðasti Rússinn sem fékk friðarverðlaun Nóbels, gaf hluta peninganna sem hann fékk til dagblaðsins. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, hrósaði Muratov fyrir verðlaunin í dag. Hann sagði blaðamanninn ávallt hafa unnið í samræmi við samvisku sína og að hann væri hæfileikaríkur blaðamaður. Þá sagði Peskov: „Hann er hugrakkur“.
Rússland Nóbelsverðlaun Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira