Krafðist bóta eftir að hafa ekið á götusóp undir áhrifum áfengis og vímuefna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 20:00 Á myndinni má sjá götusópara að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Myndin er fengin af vef Reykjavíkurborgar Tryggingarfélagið Sjóvá lagði ökumann í dómsmáli þar sem einstaklingur krafðist skaðabóta fyrir líkamstjón sem hann varð fyrir eftir að hafa ekið aftan á götusóp í Reykjavík. Slysið átti sér stað snemma morguns í aprílmánuði árið 2017. Jeppabifreið mannsins hafnaði aftan á götusópnum á miklum hraða og fékk bílstjóri jeppans þungt höfuðhögg og höfuðáverka. Nef hans brotnaði, hann fékk skurði og áverka á líkama auk margvíslegra heilsufarsvandamála sem rekja má til slyssins. Ökumaður götusópsins virðist hafa sloppið vel en í skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann hafa ekið götusópnum á þriggja kílómetra hraða þegar ekið var aftan á hann. Hann hafi þá séð í baksýnisspeglinum þar sem jeppabifreið kom akandi á vinstra afturhornið á götusópnum. Ökumaður götusópsins sagði jeppann hafa verið „alveg í köku“ og að ökumaðurinn hafi verið alblóðugur í framan. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum bótum fyrir líkamstjón. Ökumaður jeppans undi niðurstöðu héraðsdóms en tryggingarfélagið áfrýjaði til Landsréttar. Fyrir Landsrétti var ágreiningsmálið því aðeins hvort Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum skaðabótum fyrir líkamstjón ökumannsins. Landsréttur tekur undir sjónarmið Sjóvár og telur að slysið megi rekja til ástands ökumannsins en hann mældist með mikið magn áfengis, kókaíns og amfetamíns í blóði. Ekki hafi bent til annars en að slysið mætti rekja til en ölvunar- og vímuástands ökumanns jeppabifreiðarinnar. Hann var talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með háttseminni. Greiðsluskylda tryggingarfélagsins féll því niður og Sjóvá þurfti þar af leiðandi ekki að greiða manninum bætur úr lögboðinni slysatryggingu ökutækisins. Upphaflega kom fram að ökumaður jeppabifreiðarinnar hafi krafist fullra skaðabóta fyrir líkamstjón. Hið rétta er að hann hafi farið fram á fullar bætur fyrir héraðsdómi en krafist viðurkenningar á þriðjungi skaðabóta fyrir Landsrétti. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Slysið átti sér stað snemma morguns í aprílmánuði árið 2017. Jeppabifreið mannsins hafnaði aftan á götusópnum á miklum hraða og fékk bílstjóri jeppans þungt höfuðhögg og höfuðáverka. Nef hans brotnaði, hann fékk skurði og áverka á líkama auk margvíslegra heilsufarsvandamála sem rekja má til slyssins. Ökumaður götusópsins virðist hafa sloppið vel en í skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann hafa ekið götusópnum á þriggja kílómetra hraða þegar ekið var aftan á hann. Hann hafi þá séð í baksýnisspeglinum þar sem jeppabifreið kom akandi á vinstra afturhornið á götusópnum. Ökumaður götusópsins sagði jeppann hafa verið „alveg í köku“ og að ökumaðurinn hafi verið alblóðugur í framan. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum bótum fyrir líkamstjón. Ökumaður jeppans undi niðurstöðu héraðsdóms en tryggingarfélagið áfrýjaði til Landsréttar. Fyrir Landsrétti var ágreiningsmálið því aðeins hvort Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum skaðabótum fyrir líkamstjón ökumannsins. Landsréttur tekur undir sjónarmið Sjóvár og telur að slysið megi rekja til ástands ökumannsins en hann mældist með mikið magn áfengis, kókaíns og amfetamíns í blóði. Ekki hafi bent til annars en að slysið mætti rekja til en ölvunar- og vímuástands ökumanns jeppabifreiðarinnar. Hann var talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með háttseminni. Greiðsluskylda tryggingarfélagsins féll því niður og Sjóvá þurfti þar af leiðandi ekki að greiða manninum bætur úr lögboðinni slysatryggingu ökutækisins. Upphaflega kom fram að ökumaður jeppabifreiðarinnar hafi krafist fullra skaðabóta fyrir líkamstjón. Hið rétta er að hann hafi farið fram á fullar bætur fyrir héraðsdómi en krafist viðurkenningar á þriðjungi skaðabóta fyrir Landsrétti. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira