League of Legends er strategískur liðaleikur, eða herkænskuleikur. Markmiðið er að brjótast inn í höfuðstöðvar óvinanna og taka yfir þær áður en liðið missir sínar eigin bækistöðvar. Hljómar frekar einfalt, en raunin er allt önnur.
Í fyrsta þætti byrjum við á helstu grunnatriðunum um hvernig þessi vinsælasti rafíþróttaleikur í heimi virkar.
Á næstu dögum verður kafað dýpra ofan í leikinn sjálfan, og smátt og smátt ætti fólk að geta skilið það helsta og mikilvægasta úr leiknum.
Næsti þáttur seríunnar fjallar að mestu um höfuðstöðvarnar, turnana, herbúðirnar og brautirnar sem spilað er á.