Foreldrar gagnrýna arkitekt og umsjónarmenn endurbóta og krefjast aðkomu að verkefninu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2021 09:02 Foreldrar eru afar ósáttir við hvernig haldið hefur verið á málunum. Vísir/Egill Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem finna má þær kröfur sem félagið kom á framfæri við borgarstjóra á fundi með fulltrúum allra árganga á þriðjudag. Fundinn sat einnig skólaráð skólans. Í tilkynningunni segir meðal annars að foreldrar krefjist þess að öllum börnum í skólanum verði kennt í Fossvoginum í síðasta lagi frá upphafi skólaárs 2022. „Frekari hreppaflutningar koma ekki til greina,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að rífa þurfi miðálmu skólans en í húsinu sé illviðráðanlegt rakavandamál og byggingin sé frá öllum hliðum séð úrelt sem skólahúsnæði. Endurhanna þurfi byggingar og endurhugsa. Foreldrar hafi verulegar og rökstuddar áhyggjur af færni, samstarfsvilja og afkastagetu núverandi arkitekts. Þá sé þess krafist að foreldrar eigi fulltrúa í skipulags- og framkvæmdahópum verkefnisins. „Þeim starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs og ráðgjafa frá Verkís, sem hafa ítrekað brugðist börnunum okkar undanfarin þrjú ár, verði skipt út. Fullkomið vantraust ríkir af hálfu foreldra til þessara manna sem hafa of lengi staðið fyrir vanefndum og villuljósum,“ segir í tilkynningunni. Tryggja þurfi að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar gangi ekki skemur í endurbótum en ráðleggingar EFLU kalli eftir. Þá er þess krafist að borgin veiti án tafar meiri aðstoð inn í skólastarfið og að upplýsingagjöf til foreldra og starfsmanna verði efld. Arkitektinn hafnar ásökununum Helga Gunnarsdóttir, arkitekt á teiknistofu Gunnars Hanssonar, hefur hafnað ásökunum foreldra um að hún eða stofan hafi valdið töfum á framkvæmdum. Fréttablaðið hafði eftir Karli Óskari Þráinssyni, formanni foreldrafélagsins, á þriðjudag að svo virtist sem Helga stjórnaði för í framkvæmdunum og tefði verkefnið. Helga sagði hins vegar í samtali við Fréttablaðið í dag að fleiri kæmu að ákvarðanatöku um til dæmis klæðningu hússins. „Það er búið að vanda vel til vinnunnar og margir komið þar að. Það eru byggingatæknifræðingar, við arkitektarnir á Teiknistofunni, Reykjavíkurborg og Efla og von mín að málið gangi hraðar fyrir sig núna.“ Tengd skjöl 211014_Frettatilkynning_frá_FFFPDF98KBSækja skjal Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Arkitektúr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Í tilkynningunni segir meðal annars að foreldrar krefjist þess að öllum börnum í skólanum verði kennt í Fossvoginum í síðasta lagi frá upphafi skólaárs 2022. „Frekari hreppaflutningar koma ekki til greina,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að rífa þurfi miðálmu skólans en í húsinu sé illviðráðanlegt rakavandamál og byggingin sé frá öllum hliðum séð úrelt sem skólahúsnæði. Endurhanna þurfi byggingar og endurhugsa. Foreldrar hafi verulegar og rökstuddar áhyggjur af færni, samstarfsvilja og afkastagetu núverandi arkitekts. Þá sé þess krafist að foreldrar eigi fulltrúa í skipulags- og framkvæmdahópum verkefnisins. „Þeim starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs og ráðgjafa frá Verkís, sem hafa ítrekað brugðist börnunum okkar undanfarin þrjú ár, verði skipt út. Fullkomið vantraust ríkir af hálfu foreldra til þessara manna sem hafa of lengi staðið fyrir vanefndum og villuljósum,“ segir í tilkynningunni. Tryggja þurfi að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar gangi ekki skemur í endurbótum en ráðleggingar EFLU kalli eftir. Þá er þess krafist að borgin veiti án tafar meiri aðstoð inn í skólastarfið og að upplýsingagjöf til foreldra og starfsmanna verði efld. Arkitektinn hafnar ásökununum Helga Gunnarsdóttir, arkitekt á teiknistofu Gunnars Hanssonar, hefur hafnað ásökunum foreldra um að hún eða stofan hafi valdið töfum á framkvæmdum. Fréttablaðið hafði eftir Karli Óskari Þráinssyni, formanni foreldrafélagsins, á þriðjudag að svo virtist sem Helga stjórnaði för í framkvæmdunum og tefði verkefnið. Helga sagði hins vegar í samtali við Fréttablaðið í dag að fleiri kæmu að ákvarðanatöku um til dæmis klæðningu hússins. „Það er búið að vanda vel til vinnunnar og margir komið þar að. Það eru byggingatæknifræðingar, við arkitektarnir á Teiknistofunni, Reykjavíkurborg og Efla og von mín að málið gangi hraðar fyrir sig núna.“ Tengd skjöl 211014_Frettatilkynning_frá_FFFPDF98KBSækja skjal
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Arkitektúr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira