Slúður um að Klopp vilji fá Real Madrid goðsögn til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2021 10:30 Toni Kroos hefur ráðið ríkjum á miðju Real Madrid í sjö ár. Getty/Pedro Salado Liverpool er orðað við stjörnuleikmann í spænsku blöðunum í morgun og þar er á ferðinni einn besti miðjumaður heims í langan tíma. Jürgen Klopp er sagður hafa áhuga á að ná í landa sinn til Real Madrid en því er slegið upp í spænska miðlinum El Nacional í morgun að Liverpool muni reyna við Toni Kroos næsta sumar. PAPER TALK Real icon on Liverpool radar Edu identifies top Arsenal target Newcastle target big-name duo https://t.co/1QTicSqOoz— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 15, 2021 Toni Kroos verður 32 ára í janúar en hann hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2014. Hann var þar á undan með Bayern München. Kroos hefur spilað 106 landsleiki fyrir Þýskaland og varð heimsmeistari með liðinu 2014. Kroos hefur unnið þrettán tila síðan að hann kom til Real Madrid þar á meðal Meistaradeildina þrisvar og spænska meistaratitilinn tvisvar. Hann hefur einnig orðið heimsmeistari félagsliða með spænska félaginu. Toni Kroos has 93.1% passing accuracy over 7 seasons with Real Madrid. Unbelievable Stat! pic.twitter.com/VgRZ536A61— PurelyFootball® (@PurelyFootball) October 10, 2021 Verðmiðinn á Kroos er sagður vera í kringum 25 milljónir evra en samningur hans og Real Madrid er til sumarsins 2023. Klopp er sagður hafa verið lengi hrifinn af Kroos og þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem hann myndi reyna að fá hann í sitt lið. Knattspyrnustjóri Liverpool vill lífga upp á miðju liðsins fyrir næsta leiktíð, Jamas Milner er á leið í minna hlutverk og bæði Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita gæti verið á förum. Kroos kæmi vissulega með mikla reynslu og gæði inn á miðjuna hjá Liverpool en um leið yrði erfiðara fyrir Klopp að spila hinum efnilegu leikmönnum Curtis Jones og Harvey Elliott. Real Madrid þarf aftur á móti að selja Kroos næsta sumar ef félagið ætlar að fá eitthvað fyrir hann því annars gæti hann farið á frjálsri sölu sumarið 2023. Hann er með 22 mörk og 80 stoðsendingar í 322 leikjum fyrir Real Madrid. Players with the highest pass completion rate since 2009 Xavi 93.4% (23,904 passes) Kroos 92% (33,669) De Jong 91.5% (12,498) pic.twitter.com/14lDFtopjV— These Football Times (@thesefootytimes) October 9, 2021 Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Jürgen Klopp er sagður hafa áhuga á að ná í landa sinn til Real Madrid en því er slegið upp í spænska miðlinum El Nacional í morgun að Liverpool muni reyna við Toni Kroos næsta sumar. PAPER TALK Real icon on Liverpool radar Edu identifies top Arsenal target Newcastle target big-name duo https://t.co/1QTicSqOoz— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 15, 2021 Toni Kroos verður 32 ára í janúar en hann hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2014. Hann var þar á undan með Bayern München. Kroos hefur spilað 106 landsleiki fyrir Þýskaland og varð heimsmeistari með liðinu 2014. Kroos hefur unnið þrettán tila síðan að hann kom til Real Madrid þar á meðal Meistaradeildina þrisvar og spænska meistaratitilinn tvisvar. Hann hefur einnig orðið heimsmeistari félagsliða með spænska félaginu. Toni Kroos has 93.1% passing accuracy over 7 seasons with Real Madrid. Unbelievable Stat! pic.twitter.com/VgRZ536A61— PurelyFootball® (@PurelyFootball) October 10, 2021 Verðmiðinn á Kroos er sagður vera í kringum 25 milljónir evra en samningur hans og Real Madrid er til sumarsins 2023. Klopp er sagður hafa verið lengi hrifinn af Kroos og þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem hann myndi reyna að fá hann í sitt lið. Knattspyrnustjóri Liverpool vill lífga upp á miðju liðsins fyrir næsta leiktíð, Jamas Milner er á leið í minna hlutverk og bæði Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita gæti verið á förum. Kroos kæmi vissulega með mikla reynslu og gæði inn á miðjuna hjá Liverpool en um leið yrði erfiðara fyrir Klopp að spila hinum efnilegu leikmönnum Curtis Jones og Harvey Elliott. Real Madrid þarf aftur á móti að selja Kroos næsta sumar ef félagið ætlar að fá eitthvað fyrir hann því annars gæti hann farið á frjálsri sölu sumarið 2023. Hann er með 22 mörk og 80 stoðsendingar í 322 leikjum fyrir Real Madrid. Players with the highest pass completion rate since 2009 Xavi 93.4% (23,904 passes) Kroos 92% (33,669) De Jong 91.5% (12,498) pic.twitter.com/14lDFtopjV— These Football Times (@thesefootytimes) October 9, 2021
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira