Eftir að lokaflautið gall fóru leikmenn Vitesse að stuðningsmönnum sínum þar sem að mikil fagnaðarlætu brutust út. Leikmenn og stuðningsmenn hoppuðu í takt til að fagna sigri liðsins.
Það fór ekki betur en svo að hluti stúkunnar hrundi undan stuðningsmönnunum, en heimildir herma að enginn hafi slasast.
Borgarstjóri Nijmegen, Hubert Bruls, hefur kallað eftir rannsókn á málinu, og segist vera í áfalli eftir atvikið.
„Eftir því sem ég best veit, þá slasaðist sem betur fer enginn,“ sagði Bruls í samtali við hollenska blaðið De Telegraf. „En ég vill að málið verði rannsakað og að við komumst að því hvað gerðist sem fyrst.“
Atvikið má sjá hér fyrir neðan, en þar má sjá að þegar stuðningsmennirnir hafa áttað sig á því hvað gerðist, halda fagnaðarlætin áfram sem gefur vísbendingu um það að allir hafi komið heilir út úr þessu.
De Vitesse-supporters zijn door het dolle heen na de zege in de derby, maar een deel van het uitvak in het Gofferstadion begeeft het... #necvit pic.twitter.com/CkhqWhakSO
— ESPN NL (@ESPNnl) October 17, 2021