Enn fremur hafa 81 prósent leikmanna fengi að minnsta kosti eina sprautu. Þessar tölur sýna gríðarlega aukningu á bólusettum leikmönnum, en í lok september voru aðeins sjö lið í deildinni þar sem yfir helmingur leikmanna var fullbólusettur.
„Þessi nýju gögn sýna greinilega aukningu,“ sagði læknirinn Jonathan Van-Tam í samtali við BBC.
„Þetta sýnir að fólk er að hlusta á skynsamleg skilaboð frá vel upplýstum heilbrigðisstarfsmönnum. Þaðan færðu góð ráð, ekki af netinu eða Instagram eða Facebook.“
„Þetta er frábært og virkilega jákvæð breyting.“