Ákall frá Cristiano Ronaldo: Okkar tími er að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 08:01 Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal í síðasta Meistaradeildarleik liðsins. EPA-EFE/Peter Powell Cristiano Ronaldo sendi liðsfélögunum sem og stuðningsmönnunum Manchester United hvatningarorð á samfélagsmiðlum sínum í gær, degi fyrir mikilvægan leik á móti ítalska liðinu Atlanta í Meistaradeildinni. United liðið tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og Ronaldo sjálfur átti ekki góðan leik. Honum hefur ekki tekist að fylgja eftir góðri byrjun þar sem hann var kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Pressan er nú mikil á Ronaldo og öllu United liðinu því auk þess að vera að missa af lestinni í titilbaráttunni með sama áframhaldi þá gæti liðið flækt málin talsvert í Meistaradeildinni með slæmum úrslitum á móti Atalanta. Ronaldo sendi frá sér þessa kveðju hér fyrir neðan en hann er með 357 milljónir fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Okkar tími er að koma! Við þurfum að sýna hverjir við erum og úr hverju við erum gerðir. Meistaradeildin er fullkomin keppni til að sanna okkur fyrir heiminum. Engar afsakanir. Keyrum á þetta,“ skrifaði Cristiano Ronaldo í kveðju sinni. Yfir sex milljónir höfðu líkað við færslu hans í morgun. Ronaldo skoraði þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni en hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum og United fékk bara eitt stig af níu mögulegum í þeim. Hann hefur aftur á móti skorað í báðum Meistaradeildarleikjum liðsins þar á meðal sigurmarkið á móti Villarreal í uppbótartíma í síðasta leik. Lionel Messi skoraði tvö mörk í endurkomusigri í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það ætti að boða gott fyrir United liðið enda Ronaldo vanur að svara því inn á vellinum þegar Messi stelur fyrirsögnunum. Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Sjá meira
United liðið tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og Ronaldo sjálfur átti ekki góðan leik. Honum hefur ekki tekist að fylgja eftir góðri byrjun þar sem hann var kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Pressan er nú mikil á Ronaldo og öllu United liðinu því auk þess að vera að missa af lestinni í titilbaráttunni með sama áframhaldi þá gæti liðið flækt málin talsvert í Meistaradeildinni með slæmum úrslitum á móti Atalanta. Ronaldo sendi frá sér þessa kveðju hér fyrir neðan en hann er með 357 milljónir fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Okkar tími er að koma! Við þurfum að sýna hverjir við erum og úr hverju við erum gerðir. Meistaradeildin er fullkomin keppni til að sanna okkur fyrir heiminum. Engar afsakanir. Keyrum á þetta,“ skrifaði Cristiano Ronaldo í kveðju sinni. Yfir sex milljónir höfðu líkað við færslu hans í morgun. Ronaldo skoraði þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni en hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum og United fékk bara eitt stig af níu mögulegum í þeim. Hann hefur aftur á móti skorað í báðum Meistaradeildarleikjum liðsins þar á meðal sigurmarkið á móti Villarreal í uppbótartíma í síðasta leik. Lionel Messi skoraði tvö mörk í endurkomusigri í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það ætti að boða gott fyrir United liðið enda Ronaldo vanur að svara því inn á vellinum þegar Messi stelur fyrirsögnunum. Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn