Solskjær segir Ronaldo vera að gera allt sem hann geti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 16:01 Cristiano Ronaldo spilaði illa í síðasta leik en það er von á einhverju frá honum í kvöld. EPA-EFE/Peter Powell Ef það eru einhverjir sem hafa fengið á sig meiri gagnrýni en aðrir eftir slæmt gengi Manchester United að undanförnu þá eru það knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær og súperstjarnan Cristiano Ronaldo. Ronaldo hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og Manchester United hefur aðeins náði í eitt stig samanlagt út úr þeim. Ronaldo fann sig engan veginn í síðasta leik á móti Leicester City sem tapaðist 4-2 um síðustu helgi. Eftir hann voru sumir að gagnrýna Ronaldo fyrir að vera ekki nógu duglegan í pressunni. Ole Gunnar Solskjær ræddi þetta á blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Atlanta í kvöld. Hann kom sínum manni til varnar. „Við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum og hver þeirra hefur mismunandi hlutverk og ábyrgð á ólíkum hlutum. Við setjum lið út á völlinn sem við trúum að muni færa okkur sigur í þeim leik,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við unnum ekki á móti Leicester og þá kemur alltaf gagnrýni. Cristiano er algjör toppleikmaður og við vitum hvað hann getur gert fyrir okkur. Hann er að gera allt sem hann getur til að hjálpa liðinu,“ sagði Solskjær. Sky Sports tók líka saman tölfræði um hlaup og spretti Ronaldo og þar kemur í ljós að hann er með svipaðar tölur og bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í hans stöðu. Ronaldo hleypur 9,3 kílómetra á hverjar níutíu mínútur og tekur 15,1 spretti á sama tíma. Ronaldo er að hlaupa næstum því jafnmikið og Mo Salah hjá Liverpool og meira en Romelu Lukaku hjá Chelsea. Hann er líka að taka fleiri spretti en Harry Kane hjá Tottenham og Lukaku. Það má sjá ummæli Solskjær og þessa tölfræði hér fyrir neðan. "He's doing everything he can do to help the team." Ole Gunnar Solskjaer defends Cristiano Ronaldo after the striker received criticism for "not running" pic.twitter.com/9LxCpHvN88— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2021 Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Ronaldo hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og Manchester United hefur aðeins náði í eitt stig samanlagt út úr þeim. Ronaldo fann sig engan veginn í síðasta leik á móti Leicester City sem tapaðist 4-2 um síðustu helgi. Eftir hann voru sumir að gagnrýna Ronaldo fyrir að vera ekki nógu duglegan í pressunni. Ole Gunnar Solskjær ræddi þetta á blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Atlanta í kvöld. Hann kom sínum manni til varnar. „Við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum og hver þeirra hefur mismunandi hlutverk og ábyrgð á ólíkum hlutum. Við setjum lið út á völlinn sem við trúum að muni færa okkur sigur í þeim leik,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við unnum ekki á móti Leicester og þá kemur alltaf gagnrýni. Cristiano er algjör toppleikmaður og við vitum hvað hann getur gert fyrir okkur. Hann er að gera allt sem hann getur til að hjálpa liðinu,“ sagði Solskjær. Sky Sports tók líka saman tölfræði um hlaup og spretti Ronaldo og þar kemur í ljós að hann er með svipaðar tölur og bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í hans stöðu. Ronaldo hleypur 9,3 kílómetra á hverjar níutíu mínútur og tekur 15,1 spretti á sama tíma. Ronaldo er að hlaupa næstum því jafnmikið og Mo Salah hjá Liverpool og meira en Romelu Lukaku hjá Chelsea. Hann er líka að taka fleiri spretti en Harry Kane hjá Tottenham og Lukaku. Það má sjá ummæli Solskjær og þessa tölfræði hér fyrir neðan. "He's doing everything he can do to help the team." Ole Gunnar Solskjaer defends Cristiano Ronaldo after the striker received criticism for "not running" pic.twitter.com/9LxCpHvN88— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2021 Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira