Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2021 13:47 Ekkert húsnæði rúmar alla 370 nemendur Myllubakkaskóla og því útlit fyrir að þeir fari tímabundið annað. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. Víkurfréttir greindu frá því í morgun að mygla hefði fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík, elsta skóla Reykjanesbæjar og að lagfæringar hefðu ekki skilað árangri. Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að farið verði í heildstæðar athuganir. „Við höfum verið að vinna í samstarfi við sérfræðinga í talsverðan tíma. Það hafa verið gerðar sjö athuganir á vegum Mannvits, sem við höfum leitað til, og lagfæringar á milli en það er þannig komið að þær hafa ekki skilað fullnægjandi árangri,” segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Tengibygging skólans hefur verið innsigluð en að öðru leyti er allt annað húsnæði í notkun. Verið er að skoða hvort loka þurfi skólanum öllum. „Það er þegar farið af stað með það að skoða hvaða möguleikar eru í sveitarfélaginu okkar. Þar er verið að horfa til þess að sé hentugt húsnæði í nálægð við skólann og henti fyrir kennslu. Það eru þegar komnar nokkrar hugmyndir fram í þeim hópi en það á eftir að vinna það aðeins betur.” Það myndi hafa áhrif á alla 370, og 40 starfsmenn skólans. Helgi segir að ekkert húsnæði geti tekið á móti öllum þessum fjölda og því myndi kennsla fara fram á nokkrum stöðum. Nokkrir starfsmenn, meðal annars skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar og nokkrir nemendur fundið fyrir einkennum. Helgi segir viðbúið að framkvæmdir verði umfangsmiklar. „Auðvitað er búið að lagfæra ýmislegt alltaf á milli en þetta greinist víða um skólann þannig að við erum á þeim stað núna að við sjáum fyrir okkur að þetta gætu orðið umtalsverðar framkvæmdir.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að nemendur yrðu fluttir í aðra skóla, en hið rétta er að ekki liggur fyrir hvort nemendur verði fluttir í aðra skóla eða hvort fundið verði nýtt húsnæði sem verði nýtt tímabundið undir kennslu. Reykjanesbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Víkurfréttir greindu frá því í morgun að mygla hefði fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík, elsta skóla Reykjanesbæjar og að lagfæringar hefðu ekki skilað árangri. Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að farið verði í heildstæðar athuganir. „Við höfum verið að vinna í samstarfi við sérfræðinga í talsverðan tíma. Það hafa verið gerðar sjö athuganir á vegum Mannvits, sem við höfum leitað til, og lagfæringar á milli en það er þannig komið að þær hafa ekki skilað fullnægjandi árangri,” segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Tengibygging skólans hefur verið innsigluð en að öðru leyti er allt annað húsnæði í notkun. Verið er að skoða hvort loka þurfi skólanum öllum. „Það er þegar farið af stað með það að skoða hvaða möguleikar eru í sveitarfélaginu okkar. Þar er verið að horfa til þess að sé hentugt húsnæði í nálægð við skólann og henti fyrir kennslu. Það eru þegar komnar nokkrar hugmyndir fram í þeim hópi en það á eftir að vinna það aðeins betur.” Það myndi hafa áhrif á alla 370, og 40 starfsmenn skólans. Helgi segir að ekkert húsnæði geti tekið á móti öllum þessum fjölda og því myndi kennsla fara fram á nokkrum stöðum. Nokkrir starfsmenn, meðal annars skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar og nokkrir nemendur fundið fyrir einkennum. Helgi segir viðbúið að framkvæmdir verði umfangsmiklar. „Auðvitað er búið að lagfæra ýmislegt alltaf á milli en þetta greinist víða um skólann þannig að við erum á þeim stað núna að við sjáum fyrir okkur að þetta gætu orðið umtalsverðar framkvæmdir.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að nemendur yrðu fluttir í aðra skóla, en hið rétta er að ekki liggur fyrir hvort nemendur verði fluttir í aðra skóla eða hvort fundið verði nýtt húsnæði sem verði nýtt tímabundið undir kennslu.
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira