Boston og NBA í bobba í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 22:13 Enes Kanter hefur birt tvö myndbönd þar sem hann fór hörðum orðum um Xi Jinping, forseta Kína. EPA/Erik S. Lesser Stjórnvöld Bandaríkjanna gagnrýndu í dag hvernig ráðamenn í Kína hafa beitt sér gegn NBA-deildinni. Það er í kjölfar þess að áhorfendum í Kína var meinað að horfa á leiki Boston Celtics í kjölfar gagnrýnna ummæla eins leikmanns í garð kínverskra stjórnvalda. Enes Kanter birti í vikunni myndband þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Tíbet og kallaði Xi Jinping, forseta Kína, „grimman einræðisherra“. Körfuboltamaðurinn var harðlega gagnrýndur á kínverskum samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Reuters, og í kjölfarið var ekki hægt að horfa á leiki Celtics í Kína og myndbönd frá liðinu voru fjarlægð af internetinu í Kína. Í svari við fyrirspurn Reuters segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að ríkið hafi miklar áhyggjur af aðgerðum ráðamanna í Kína. Var eftirlýstur í Tyrklandi Kanter, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var eftirlýstur þar í landi árið 2019 þegar yfirvöld í Tyrklandi sökuðu hann tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og var hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Sjá einnig: Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Kanter birti annað myndband í dag þar sem hann gagnrýnir Kommúnistaflokk Kína fyrir aðgerðir þeirra í Xinjiang-héraði. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn Úígúrum, sem eru múslimar. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Kanter gagnrýndi sérstaklega ráðamenn í Mið-Austurlöndum og aðra íþróttamenn sem eru múslimar fyrir að þaga um Xinjiang. Heartless Dictator of China,XI JINPING and the Communist Party of China.I am calling you out in front of the whole world.Close down the SLAVE labor camps and free the UYGHUR people!Stop the GENOCIDE, now!#FreeUyghurs pic.twitter.com/eEoiw5Uz2K— Enes Kanter (@EnesKanter) October 22, 2021 CNN segir að notendur Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, hafi krafist þess í vikunni að Celtics refsuðu Kanter eða bæðust afsökunar. Þöglir enn sem komið er Forsvarsmenn NBA hafa ekki tjáð sig um atvikið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Kína verða ósáttir við menn í NBA og stöðva útsendingu leikja þar. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Árið 2019 lýsti framkvæmdastjóri Houston Rockets yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong, þar sem yfirvöld í Kína hafa dregið verulega úr lýðræði og tjáningarfrelsi íbúa. Þegar Daryl Morey lýsti því yfir að fólk ætti að standa með Hong Kong fóru þar fram umfangsmikil mótmæli gegn andlýðræðislegum aðgerðum Kínverja. Þá var áætlað að um tíu prósent tekna NBA kæmu frá Kína og að hlutfallið gæti náð 30 prósentum fyrir 2030. Forsvarsmenn NBA báðust afsökunar en allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. Í Bandaríkjunum og víðar voru NBA-liðar hins vegar gagnrýndir fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokki Kína. South Park hefur verið bannað í Kína eftir að þættirnir gerðu grín að Xi og því hve mikið alþjóðleg fyrirtæki legðu á sig til að komast á kínverskan markað. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa versnað töluvert frá 2019. NBA-liðar voru gagnrýndir töluvert fyrir afsökunarbeiðnina 2019 en gera má ráð fyrir því að viðbrögðin yrðu enn verri í dag. Bandaríkin Kína Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Enes Kanter birti í vikunni myndband þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Tíbet og kallaði Xi Jinping, forseta Kína, „grimman einræðisherra“. Körfuboltamaðurinn var harðlega gagnrýndur á kínverskum samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Reuters, og í kjölfarið var ekki hægt að horfa á leiki Celtics í Kína og myndbönd frá liðinu voru fjarlægð af internetinu í Kína. Í svari við fyrirspurn Reuters segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að ríkið hafi miklar áhyggjur af aðgerðum ráðamanna í Kína. Var eftirlýstur í Tyrklandi Kanter, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var eftirlýstur þar í landi árið 2019 þegar yfirvöld í Tyrklandi sökuðu hann tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og var hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Sjá einnig: Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Kanter birti annað myndband í dag þar sem hann gagnrýnir Kommúnistaflokk Kína fyrir aðgerðir þeirra í Xinjiang-héraði. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn Úígúrum, sem eru múslimar. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Kanter gagnrýndi sérstaklega ráðamenn í Mið-Austurlöndum og aðra íþróttamenn sem eru múslimar fyrir að þaga um Xinjiang. Heartless Dictator of China,XI JINPING and the Communist Party of China.I am calling you out in front of the whole world.Close down the SLAVE labor camps and free the UYGHUR people!Stop the GENOCIDE, now!#FreeUyghurs pic.twitter.com/eEoiw5Uz2K— Enes Kanter (@EnesKanter) October 22, 2021 CNN segir að notendur Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, hafi krafist þess í vikunni að Celtics refsuðu Kanter eða bæðust afsökunar. Þöglir enn sem komið er Forsvarsmenn NBA hafa ekki tjáð sig um atvikið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Kína verða ósáttir við menn í NBA og stöðva útsendingu leikja þar. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Árið 2019 lýsti framkvæmdastjóri Houston Rockets yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong, þar sem yfirvöld í Kína hafa dregið verulega úr lýðræði og tjáningarfrelsi íbúa. Þegar Daryl Morey lýsti því yfir að fólk ætti að standa með Hong Kong fóru þar fram umfangsmikil mótmæli gegn andlýðræðislegum aðgerðum Kínverja. Þá var áætlað að um tíu prósent tekna NBA kæmu frá Kína og að hlutfallið gæti náð 30 prósentum fyrir 2030. Forsvarsmenn NBA báðust afsökunar en allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. Í Bandaríkjunum og víðar voru NBA-liðar hins vegar gagnrýndir fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokki Kína. South Park hefur verið bannað í Kína eftir að þættirnir gerðu grín að Xi og því hve mikið alþjóðleg fyrirtæki legðu á sig til að komast á kínverskan markað. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa versnað töluvert frá 2019. NBA-liðar voru gagnrýndir töluvert fyrir afsökunarbeiðnina 2019 en gera má ráð fyrir því að viðbrögðin yrðu enn verri í dag.
Bandaríkin Kína Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira