Landsliðsþjálfarinn vildi ekki að Guðný myndi senda boltann fyrir markið Sverrir Mar Smárason skrifar 22. október 2021 22:41 Guðný Árnadóttir lék í stöðu hægri bakvarðar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður, og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, mættu á blaðamanna fund að loknum kvennalandsleik Íslands og Tékklands á Laugadalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 4-0 sigri Íslands en leikurinn var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM kvenna árið 2023. Guðný Árnadóttir spilaði sinn tólfta landsleik en var aðeins í annað sinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún átti góðan leik og lagði meðal annars upp síðasta mark Íslands sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði, skoraði. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, var spurður út í frammistöðu Guðnýjar á fundinum og þegar blaðamaður minntist á stoðsendinguna hló Glódís Perla. „Ég met frammistöðu hennar bara vel, hún er að þróast og þroskast og ég er bara sáttur með hana. Við erum að fá flotta hluti frá henni og hún á bara eftir að verða betri,“ sagði Þorsteinn áður en Glódís Perla tók við og spurði hvort þjálfari sinn ætlaði ekkert að minnast á það sem hann sagði. Þorsteinn neitaði svo Glódís útskýrði sjálf. „Heyriði ekkert í Steina þarna á hliðarlínunni eða? Rétt fyrir ‚assistið‘ þá heyrðist bara NEEEEEEI, GEFÐU HANN ÚT,“ sagði Glódís og salurinn hló en líkt og fyrr segir lagði Guðný með þessari sendingu upp loka mark íslenska liðsins. Glódís Perla bætti svo við „hún tekur allavega sínar eigin ákvarðanir, ég er ánægð meða hana.“ Hún var svo spurð út í það hvernig henni finnist Guðnýju ganga að fóta sig í nýrri stöðu. „Hún er klárlega öruggari, mér finnst hún búin að venjast þessu ótrúlega hratt. Þetta er auðvitað bara annar leikurinn sem hún er að spila þarna og þvílíkur stígandi bara með hverri mínútunni. Mér finnst hún ótrúlega flott og stendur sig ótrúlega vel. Svo er hún líka leiðtogi og talar mikið og er örugg á sínu,“ sagði Glódís Perla um Guðnýju. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Leiknum lauk með 4-0 sigri Íslands en leikurinn var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM kvenna árið 2023. Guðný Árnadóttir spilaði sinn tólfta landsleik en var aðeins í annað sinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún átti góðan leik og lagði meðal annars upp síðasta mark Íslands sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði, skoraði. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, var spurður út í frammistöðu Guðnýjar á fundinum og þegar blaðamaður minntist á stoðsendinguna hló Glódís Perla. „Ég met frammistöðu hennar bara vel, hún er að þróast og þroskast og ég er bara sáttur með hana. Við erum að fá flotta hluti frá henni og hún á bara eftir að verða betri,“ sagði Þorsteinn áður en Glódís Perla tók við og spurði hvort þjálfari sinn ætlaði ekkert að minnast á það sem hann sagði. Þorsteinn neitaði svo Glódís útskýrði sjálf. „Heyriði ekkert í Steina þarna á hliðarlínunni eða? Rétt fyrir ‚assistið‘ þá heyrðist bara NEEEEEEI, GEFÐU HANN ÚT,“ sagði Glódís og salurinn hló en líkt og fyrr segir lagði Guðný með þessari sendingu upp loka mark íslenska liðsins. Glódís Perla bætti svo við „hún tekur allavega sínar eigin ákvarðanir, ég er ánægð meða hana.“ Hún var svo spurð út í það hvernig henni finnist Guðnýju ganga að fóta sig í nýrri stöðu. „Hún er klárlega öruggari, mér finnst hún búin að venjast þessu ótrúlega hratt. Þetta er auðvitað bara annar leikurinn sem hún er að spila þarna og þvílíkur stígandi bara með hverri mínútunni. Mér finnst hún ótrúlega flott og stendur sig ótrúlega vel. Svo er hún líka leiðtogi og talar mikið og er örugg á sínu,“ sagði Glódís Perla um Guðnýju.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50
Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49
Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10