Úrslit næturinnar í NBA: Doncic frábær í fyrsta sigri Kidd Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 24. október 2021 09:30 Jason Kidd er þjálfari Dallas Mavericks EPA-EFE/ERIK S. LESSER Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi. Jason Kidd vann sinn fyrsta sigur sem aðalþjálfari Dallas Mavericks þegar að liðið bar sigurorð af Toronto Raptors í Kanada í gær. Luka Doncic skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Dallas. Jason Kidd, sem gerði garðinn frægann sem leikmaður New Jersey Nets, Dallas Mavericks og Phoenix Suns var síðast aðalþjálfari hjá Milwaukee Bucks frá 2014-2018. Eftir að hann var látinn fara frá Bucks hafa Bucks verið eitt besta lið NBA deildarinnar svo margir hafa verið spenntir að fylgjast með Kidd hjá Dallas. Önnur úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers vann Atlanta Hawks, 101-95, þar sem Ricky Rubio skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland. Trae Young skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana Pacers unnu góðan sigur á Miami Heat, 102-91, eftir framlengingu. Indiana hefur þá leikið þrjá leiki í deildarkeppninni og hefur strax tekið þátt í tveimur framlengdum leikjum. Malcolm Brogdon skoraði 18 stig fyrir Indiana og tók 14 fráköst. Hjá Miami var hinn ungi Tyler Herro með 30 stig. Chicago Bulls völtuðu yfir Detroit Pistons, 97-82, og fara vel af stað í deildarkeppninni. Demar DeRozan skoraði 21 stig fyrir Chicago en Saddiq Bey skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Detroit. Minnesota Timberwolves unnu lánlausa New Orleans Pelicans, 96-89. Pelicans eru enn án síns langbesta leikmanns, Zion Williamsson, en það er ekki ljóst hvenær hann snýr aftur. Karl-Anthony Towns skorði 25 stig fyrir Minnesota en Brandon Ingram skoraði 30 stig fyrir New Orleans. Milwaukee Bucks svitnuðu ekki mikið við að vinna San Antonio Spurs, 121-111. Khris Middleton skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Portland Trailblazers vann auðveldan sigur á Phoenix Suns, 134-105. C.J. McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland en Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix. Memphis Grizzlies unnu frábæran sigur á Los Angeles Clippers í lokaleik næturinnar, 120-114. Memphis hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu en fékk alvöru mótspyrnu frá Paul George, sem skoraði 41 stig fyrir Clippers og tók að auki 10 fráköst. Ja Morant var bestur hjá Grizzlies. Hann skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar. NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Jason Kidd, sem gerði garðinn frægann sem leikmaður New Jersey Nets, Dallas Mavericks og Phoenix Suns var síðast aðalþjálfari hjá Milwaukee Bucks frá 2014-2018. Eftir að hann var látinn fara frá Bucks hafa Bucks verið eitt besta lið NBA deildarinnar svo margir hafa verið spenntir að fylgjast með Kidd hjá Dallas. Önnur úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers vann Atlanta Hawks, 101-95, þar sem Ricky Rubio skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland. Trae Young skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana Pacers unnu góðan sigur á Miami Heat, 102-91, eftir framlengingu. Indiana hefur þá leikið þrjá leiki í deildarkeppninni og hefur strax tekið þátt í tveimur framlengdum leikjum. Malcolm Brogdon skoraði 18 stig fyrir Indiana og tók 14 fráköst. Hjá Miami var hinn ungi Tyler Herro með 30 stig. Chicago Bulls völtuðu yfir Detroit Pistons, 97-82, og fara vel af stað í deildarkeppninni. Demar DeRozan skoraði 21 stig fyrir Chicago en Saddiq Bey skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Detroit. Minnesota Timberwolves unnu lánlausa New Orleans Pelicans, 96-89. Pelicans eru enn án síns langbesta leikmanns, Zion Williamsson, en það er ekki ljóst hvenær hann snýr aftur. Karl-Anthony Towns skorði 25 stig fyrir Minnesota en Brandon Ingram skoraði 30 stig fyrir New Orleans. Milwaukee Bucks svitnuðu ekki mikið við að vinna San Antonio Spurs, 121-111. Khris Middleton skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Portland Trailblazers vann auðveldan sigur á Phoenix Suns, 134-105. C.J. McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland en Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix. Memphis Grizzlies unnu frábæran sigur á Los Angeles Clippers í lokaleik næturinnar, 120-114. Memphis hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu en fékk alvöru mótspyrnu frá Paul George, sem skoraði 41 stig fyrir Clippers og tók að auki 10 fráköst. Ja Morant var bestur hjá Grizzlies. Hann skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira