Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. október 2021 20:25 Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða. Óskar Bjarni, aðstoðarþjálfari, hans vinstri hönd. vísir/hulda margrét „Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag. „Vörn og markvarsla er klárlega það sem skóp þetta í dag, hraðaupphlaupin sömuleiðis frábær. Þegar þú vinnur svona sannfærandi sigur þá eru yfirleitt flestir þættir sem tikka. Við drógum tennurnar úr KA mönnum, þeir fundu sig ekki alveg en ég tek ekkert af mínum strákum. Þeir voru geggjaðir í kvöld.“ Valsmenn voru að vinna með 8 mörkum í hálfleik, 8-16 en héldu áfram að keyra á KA menn í seinni hálfleik. „Ég var mjög ánægður með það. Við töluðum um þetta í hálfleik. Það er hættuleg staða að vera með svona mörg mörk á þá. Sömuleiðis voru við að byrja seinni hálfleikinn tveimur mönnum færri en við byrjuðum bara strax af sama krafti og ég gat rúllað vel á liðinu sem var mjög gott.“ Björgvin Páll Gústafson var frábær í marki Valsmanna í dag, með 53% markvörslu þegar hann var tekinn út af þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Það var eðlilega ekki út af frammistöðunni en mér fannst við bara vera með leikinn í höndunum. Sakai Motoki hefur fengið að spila lítið þannig það var gott að geta gefið honum mínútur. Á meðan Bjöggi er að verja svona vel er erfitt að koma Motoki að. Hann hefur alveg skilning fyrir því. Ég held að Bjöggi sé ekkert í fýlu þótt ég hafi tekið hann út af.“ Valsmenn eru afar sannfærandi og hafa unnið fyrstu fimm leiki deildarinnar og virka óstöðvandi. „Það getur vel verið en ég er búinn að segja það mörgum sinnum áður að við erum kannski aðeins framar öðrum liðum bara út af prógramminu sem við áttum í byrjun móts. Við getum ekkert horft mikið í það þótt við séum búnir að sigra þessa fimm leiki. Við erum góðir eins og er en það er líka kúnst að halda því og geta verið gott lið. Við þurfum að sýna gæði og auðmýkt hvað það varðar en við þurfum bara að halda áfram. Vinna í okkar málum og reyna að vera betri, finna hluti sem við getum lagað. Það gerist ekkert í október það vita það allir.“ Það voru margir leikmenn sem fengu að spila í Valsliðinu í dag, mikill breidd og gæði í hópnum. „Ég er að rúlla vel á liðinu. Við erum með tvo utan hóps, góðir leikmenn sem eru að glíma við meiðsli. Það er frábært fyrir mig sem þjálfara og kannski bara hausverkur að það sé breidd í liðinu en það er geggjað að menn séu bara að grípa tækifærið og finna taktinn saman. Það held ég að eigi ekki að vera slæmur hlutur.“ Valsmenn eiga útileik á móti Stjörnunni í næstu umferð. Stjarnan hefur sömuleiðis verið á siglingu í deildinni og höfðu unnið 4 leiki af 4 mögulegum þegar síðustu umferð leik. Því um toppslag að ræða. „Það verður bara spennandi. Stjarnan er búið að vera gott á tímabilinu og ná í frábær úrslit. Við vorum að ströggla með þá í fyrra þannig að við kíkjum bara á það í rútunni á leiðinni heim og svo bara mætum við brattir á fimmtudaginn.“ KA Valur Olís-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Sjá meira
„Vörn og markvarsla er klárlega það sem skóp þetta í dag, hraðaupphlaupin sömuleiðis frábær. Þegar þú vinnur svona sannfærandi sigur þá eru yfirleitt flestir þættir sem tikka. Við drógum tennurnar úr KA mönnum, þeir fundu sig ekki alveg en ég tek ekkert af mínum strákum. Þeir voru geggjaðir í kvöld.“ Valsmenn voru að vinna með 8 mörkum í hálfleik, 8-16 en héldu áfram að keyra á KA menn í seinni hálfleik. „Ég var mjög ánægður með það. Við töluðum um þetta í hálfleik. Það er hættuleg staða að vera með svona mörg mörk á þá. Sömuleiðis voru við að byrja seinni hálfleikinn tveimur mönnum færri en við byrjuðum bara strax af sama krafti og ég gat rúllað vel á liðinu sem var mjög gott.“ Björgvin Páll Gústafson var frábær í marki Valsmanna í dag, með 53% markvörslu þegar hann var tekinn út af þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Það var eðlilega ekki út af frammistöðunni en mér fannst við bara vera með leikinn í höndunum. Sakai Motoki hefur fengið að spila lítið þannig það var gott að geta gefið honum mínútur. Á meðan Bjöggi er að verja svona vel er erfitt að koma Motoki að. Hann hefur alveg skilning fyrir því. Ég held að Bjöggi sé ekkert í fýlu þótt ég hafi tekið hann út af.“ Valsmenn eru afar sannfærandi og hafa unnið fyrstu fimm leiki deildarinnar og virka óstöðvandi. „Það getur vel verið en ég er búinn að segja það mörgum sinnum áður að við erum kannski aðeins framar öðrum liðum bara út af prógramminu sem við áttum í byrjun móts. Við getum ekkert horft mikið í það þótt við séum búnir að sigra þessa fimm leiki. Við erum góðir eins og er en það er líka kúnst að halda því og geta verið gott lið. Við þurfum að sýna gæði og auðmýkt hvað það varðar en við þurfum bara að halda áfram. Vinna í okkar málum og reyna að vera betri, finna hluti sem við getum lagað. Það gerist ekkert í október það vita það allir.“ Það voru margir leikmenn sem fengu að spila í Valsliðinu í dag, mikill breidd og gæði í hópnum. „Ég er að rúlla vel á liðinu. Við erum með tvo utan hóps, góðir leikmenn sem eru að glíma við meiðsli. Það er frábært fyrir mig sem þjálfara og kannski bara hausverkur að það sé breidd í liðinu en það er geggjað að menn séu bara að grípa tækifærið og finna taktinn saman. Það held ég að eigi ekki að vera slæmur hlutur.“ Valsmenn eiga útileik á móti Stjörnunni í næstu umferð. Stjarnan hefur sömuleiðis verið á siglingu í deildinni og höfðu unnið 4 leiki af 4 mögulegum þegar síðustu umferð leik. Því um toppslag að ræða. „Það verður bara spennandi. Stjarnan er búið að vera gott á tímabilinu og ná í frábær úrslit. Við vorum að ströggla með þá í fyrra þannig að við kíkjum bara á það í rútunni á leiðinni heim og svo bara mætum við brattir á fimmtudaginn.“
KA Valur Olís-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Sjá meira