Einkunnir Íslands: Flott frammistaða hjá flestum sem höfðu eitthvað að gera Íþróttadeild Vísis skrifar 26. október 2021 20:55 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar öðru af tveimur mörkum sínum gegn Kýpur í kvöld. VÍSIR/VILHELM Fjórir leikmenn fengu 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 5-0 sigri Íslands gegn Kýpur í undankeppni HM kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið var með boltann nánast allan tímann og aðeins einu sinni fékk Kýpur tækifæri til að skora mark í leiknum. Það var því sáralítið að gera hjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem fékk tækifæri í marki Íslands, og varnarmenn íslenska liðsins þurftu aldrei að hafa sérstaklega mikið fyrir hlutunum. Framar á vellinum náðu svo nokkrir leikmenn íslenska liðsins að heilla með frammistöðu sinni en einkunnagjöf íslenska liðsins má sjá hér að neðan. Byrjunarliðið: Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður 6 Lýtalaus frammistaða í hennar fyrsta mótsleik fyrir Ísland. Því ber þó að bæta við að hin 18 ára gamla Cecilía þurfti aldrei að verja skot eða grípa fyrirgjöf í leiknum. Hún rétt snerti boltann til að taka þátt í spili og tók hann einu sinni upp með höndum eftir sendingu Kýpverja fram. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 7 Átti þátt í þriðja marki Íslands með fyrirgjöf sinni. Studdi ágætlega við Sveindísi en fór ekki mikið fram. Virðist bara líða vel í bakvarðarstöðunni. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Nálægt því að skora eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Hefur líklega sjaldan spilað auðveldari leik í vörn íslenska liðsins og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Gat lítið gert gegn þessum mótherja til að sanna að hún eigi að endurheimta sætið í byrjunarliðinu. Sif Atladóttir, miðvörður 6 Sneri aftur í liðið eftir tveggja ára fjarveru og hafði afskaplega náðugan dag eins og öll íslenska vörnin. Á hælunum þegar Kýpur fékk sitt eina færi í fyrri hálfleik. Spilaði boltanum misvel frá sér og stundum fullhægt. Elísa Viðarsdóttir, vinstri bakvörður 8 Var afar dugleg að koma fram og kom að þremur marka Íslands í kvöld, réttfætt í stöðu vinstri bakvarðar. Átti fyrirgjöfina í fyrsta marki Íslands, rassastoðsendingu í þriðja markinu og sendingu yfir á Sveindísi í fjórða markinu. Þurfti ekkert að hafa fyrir varnarhlutverkinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8 Varfærin í leik sínum og kannski fulláhættufælin miðað við tilefnið. Passaði upp á vörnina og sendi boltann einfalt frá sér en átti líka mikilvægar sendingar líkt og í marki Sveindísar í fyrri hálfleik. Skoraði gott skallamark eftir hornspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7 Hélt áfram að bæta við mörkum í þessum landsleikjaglugga og nálgast óðum Hólmfríði Magnúsdóttur sveitunga sinn í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn landsliðsins, með 32 mörk í 95 leikjum sem miðjumaður. Spilaði boltanum vel og örugglega frá sér og var ágætlega hreyfanleg. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 8 Kann að gera hlutina nógu hratt og gat opnað vörn Kýpur með einni sendingu eða jafnvel einni hreyfingu. Fer afar vel með boltann og skoraði mark í fyrri hálfleik, og raunar annað sem var ranglega dæmt af. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður 8 Var búin að gefa bakverði Kýpur hausverk eftir örfáar mínútur enda svona þrefalt fljótari. Kom Íslandi í 2-0 með því að skjótast leikandi framhjá varnarmanni og þruma í markið, og bætti við öðru marki í seinni hálfleik sem átti líklega að vera stoðsending. Áræðin að vanda en reyndi líka að finna samherja á réttum tímapunkti. Amanda Andradóttir, vinstri kantmaður 7 Fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Reyndi mikið sjálf og stundum komu góðir hlutir út úr því en í önnur skipti snerti hún boltann of mikið. Með ofboðslega góða boltameðferð og gat auðveldlega leikið á Kýpverjana en erfitt að fella stóran dóm í ljósi þess hve mótspyrnan var lítil. Átti hornspyrnuna í fimmta marki Íslands. Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji 6 Kom sér í 2-3 færi í fyrri hálfleik og var ranglega dæmd brotleg eftir að hafa lagt upp mark. Var áfram dugleg í seinni hálfleiknum en hefði mátt nýta tækifærið betur í fremstu víglínu. Varamenn: Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Dagný Brynjarsdóttur á 63. mínútu 6 Kom inn sem aftasti miðjumaður og sá til þess að kýpverska liðið komst ekkert frekar fram á við en fyrr í leiknum. Karitas Tómasdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 63. mínútu 6 Skilaði sínu inni á miðjunni en var ekkert sérstaklega áberandi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins í leiknum. Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur á 68. mínútu 6 Tók þátt í að halda uppi pressu fyrir íslenska liðið en skapaði ekki nein dauðafæri að þessu sinni. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 68. mínútu 6 Fékk að spreyta sig í bakvarðarstöðunni, hægra megin en ekki vinstra megin eins og hún hefur gert undanfarið með Breiðabliki. Ekkert út á hennar leik að setja. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur á 75. mínútu 6 Nálægt því að sleppa í gegnum vörnina einu sinni en hafði sig annars ekki mikið í frammi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Kýpur | Útlit fyrir markaregn í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta átti ekki í vandræðum með að vinna Kýpur, 5-0, í undankeppni HM í kvöld í síðasta heimaleik sínum á þessu ári. 26. október 2021 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Íslenska liðið var með boltann nánast allan tímann og aðeins einu sinni fékk Kýpur tækifæri til að skora mark í leiknum. Það var því sáralítið að gera hjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem fékk tækifæri í marki Íslands, og varnarmenn íslenska liðsins þurftu aldrei að hafa sérstaklega mikið fyrir hlutunum. Framar á vellinum náðu svo nokkrir leikmenn íslenska liðsins að heilla með frammistöðu sinni en einkunnagjöf íslenska liðsins má sjá hér að neðan. Byrjunarliðið: Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður 6 Lýtalaus frammistaða í hennar fyrsta mótsleik fyrir Ísland. Því ber þó að bæta við að hin 18 ára gamla Cecilía þurfti aldrei að verja skot eða grípa fyrirgjöf í leiknum. Hún rétt snerti boltann til að taka þátt í spili og tók hann einu sinni upp með höndum eftir sendingu Kýpverja fram. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 7 Átti þátt í þriðja marki Íslands með fyrirgjöf sinni. Studdi ágætlega við Sveindísi en fór ekki mikið fram. Virðist bara líða vel í bakvarðarstöðunni. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Nálægt því að skora eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Hefur líklega sjaldan spilað auðveldari leik í vörn íslenska liðsins og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Gat lítið gert gegn þessum mótherja til að sanna að hún eigi að endurheimta sætið í byrjunarliðinu. Sif Atladóttir, miðvörður 6 Sneri aftur í liðið eftir tveggja ára fjarveru og hafði afskaplega náðugan dag eins og öll íslenska vörnin. Á hælunum þegar Kýpur fékk sitt eina færi í fyrri hálfleik. Spilaði boltanum misvel frá sér og stundum fullhægt. Elísa Viðarsdóttir, vinstri bakvörður 8 Var afar dugleg að koma fram og kom að þremur marka Íslands í kvöld, réttfætt í stöðu vinstri bakvarðar. Átti fyrirgjöfina í fyrsta marki Íslands, rassastoðsendingu í þriðja markinu og sendingu yfir á Sveindísi í fjórða markinu. Þurfti ekkert að hafa fyrir varnarhlutverkinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8 Varfærin í leik sínum og kannski fulláhættufælin miðað við tilefnið. Passaði upp á vörnina og sendi boltann einfalt frá sér en átti líka mikilvægar sendingar líkt og í marki Sveindísar í fyrri hálfleik. Skoraði gott skallamark eftir hornspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7 Hélt áfram að bæta við mörkum í þessum landsleikjaglugga og nálgast óðum Hólmfríði Magnúsdóttur sveitunga sinn í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn landsliðsins, með 32 mörk í 95 leikjum sem miðjumaður. Spilaði boltanum vel og örugglega frá sér og var ágætlega hreyfanleg. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 8 Kann að gera hlutina nógu hratt og gat opnað vörn Kýpur með einni sendingu eða jafnvel einni hreyfingu. Fer afar vel með boltann og skoraði mark í fyrri hálfleik, og raunar annað sem var ranglega dæmt af. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður 8 Var búin að gefa bakverði Kýpur hausverk eftir örfáar mínútur enda svona þrefalt fljótari. Kom Íslandi í 2-0 með því að skjótast leikandi framhjá varnarmanni og þruma í markið, og bætti við öðru marki í seinni hálfleik sem átti líklega að vera stoðsending. Áræðin að vanda en reyndi líka að finna samherja á réttum tímapunkti. Amanda Andradóttir, vinstri kantmaður 7 Fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Reyndi mikið sjálf og stundum komu góðir hlutir út úr því en í önnur skipti snerti hún boltann of mikið. Með ofboðslega góða boltameðferð og gat auðveldlega leikið á Kýpverjana en erfitt að fella stóran dóm í ljósi þess hve mótspyrnan var lítil. Átti hornspyrnuna í fimmta marki Íslands. Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji 6 Kom sér í 2-3 færi í fyrri hálfleik og var ranglega dæmd brotleg eftir að hafa lagt upp mark. Var áfram dugleg í seinni hálfleiknum en hefði mátt nýta tækifærið betur í fremstu víglínu. Varamenn: Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Dagný Brynjarsdóttur á 63. mínútu 6 Kom inn sem aftasti miðjumaður og sá til þess að kýpverska liðið komst ekkert frekar fram á við en fyrr í leiknum. Karitas Tómasdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 63. mínútu 6 Skilaði sínu inni á miðjunni en var ekkert sérstaklega áberandi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins í leiknum. Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur á 68. mínútu 6 Tók þátt í að halda uppi pressu fyrir íslenska liðið en skapaði ekki nein dauðafæri að þessu sinni. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 68. mínútu 6 Fékk að spreyta sig í bakvarðarstöðunni, hægra megin en ekki vinstra megin eins og hún hefur gert undanfarið með Breiðabliki. Ekkert út á hennar leik að setja. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur á 75. mínútu 6 Nálægt því að sleppa í gegnum vörnina einu sinni en hafði sig annars ekki mikið í frammi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Kýpur | Útlit fyrir markaregn í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta átti ekki í vandræðum með að vinna Kýpur, 5-0, í undankeppni HM í kvöld í síðasta heimaleik sínum á þessu ári. 26. október 2021 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Í beinni: Ísland - Kýpur | Útlit fyrir markaregn í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta átti ekki í vandræðum með að vinna Kýpur, 5-0, í undankeppni HM í kvöld í síðasta heimaleik sínum á þessu ári. 26. október 2021 21:15
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn