Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2021 15:07 Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, er einn þeirra olíuforstjóra sem koma fyrir bandaríska þingnefnd í dag. AP/RIchard Drew Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. Auk fulltrúa fjögurra olíurisanna Exxon Mobil, Chevron, BP America og Shell svara yfirmenn helstu hagsmunasamtaka þeirra og viðskiptaráðs Bandaríkjanna spurningum þingmanna í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Demókratar, sem eru með meirihluta í nefndinni, hafa undanfarið rannsakað hvernig olíuiðnaðurinn lagði stein í götu loftslagsaðgerða í fleiri áratugi. Vitnaleiðslunum í dag hefur verið líkt við það þegar forstjórar tóbaksframleiðenda voru teknir á teppið í Bandaríkjaþingi á 10. áratugnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir héldu því þá fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York, segir að jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hafi haft vitneskju um ógn loftslagsbreytinga frá því í síðasta lagi árið 1977. „Þrátt fyrir það dreifði iðnaðurinn afneitun og efasemdum um skaðsemi vöru sinnar, gróf undan vísindunum og kom í veg fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og hnattræna loftslagsváin varð sífellt alvarlegri,“ sagði Maloney og Ro Khanna, félagi hennar í nefndinni. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, sagði í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar að fyrirtæki hans hefði ekki dreift upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar. Yfirlýsingar þess hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. Nota huldahópa til að grafa undan aðgerðum Olíufyrirtæki hafa um árabil dælt fé í svonefnd gervigrasrótarsamtök sem þau hafa notað til þess að kasta rýrð á loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn. Skammt er frá því að einn helsti málafylgjumaður Exxon Mobil náðist á leynilegri upptöku lýsa því hvernig fyrirtækið hefði barist gegn loftslagsvísindum með hulduhópum. Það hefði einnig beint spjótum sínum að ákveðnum öldungadeildarþingmönnum til þess að grafa undan loftslagsstefnu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Upp á síðkastið hafa olíufyrirtækin verið sökuð um svonefndan grænþvott, að hreykja sér af meðvitund um umhverfismál og framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum í auglýsingum á sama tíma og þau halda áfram að mala gull á jarðefnaeldsneyti sem ógnar lífríki jarðar og samfélagi manna. Maloney og Khanna segja að fimm stærstu olíufyrirtækin á hlutabréfamarkaði hafi samanlagt varið að minnsta kosti milljarði dollara, vel á annað hundrað milljarða íslenskra króna, í að koma fölskum upplýsingum um loftslagsmál á framfæri á árunum 2015 til 2018. Hægt er að fylgjast með fundi þingnefndarinnar í spilaranum hér fyrir neðan: Bandaríkin Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Auk fulltrúa fjögurra olíurisanna Exxon Mobil, Chevron, BP America og Shell svara yfirmenn helstu hagsmunasamtaka þeirra og viðskiptaráðs Bandaríkjanna spurningum þingmanna í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Demókratar, sem eru með meirihluta í nefndinni, hafa undanfarið rannsakað hvernig olíuiðnaðurinn lagði stein í götu loftslagsaðgerða í fleiri áratugi. Vitnaleiðslunum í dag hefur verið líkt við það þegar forstjórar tóbaksframleiðenda voru teknir á teppið í Bandaríkjaþingi á 10. áratugnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir héldu því þá fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York, segir að jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hafi haft vitneskju um ógn loftslagsbreytinga frá því í síðasta lagi árið 1977. „Þrátt fyrir það dreifði iðnaðurinn afneitun og efasemdum um skaðsemi vöru sinnar, gróf undan vísindunum og kom í veg fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og hnattræna loftslagsváin varð sífellt alvarlegri,“ sagði Maloney og Ro Khanna, félagi hennar í nefndinni. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, sagði í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar að fyrirtæki hans hefði ekki dreift upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar. Yfirlýsingar þess hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. Nota huldahópa til að grafa undan aðgerðum Olíufyrirtæki hafa um árabil dælt fé í svonefnd gervigrasrótarsamtök sem þau hafa notað til þess að kasta rýrð á loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn. Skammt er frá því að einn helsti málafylgjumaður Exxon Mobil náðist á leynilegri upptöku lýsa því hvernig fyrirtækið hefði barist gegn loftslagsvísindum með hulduhópum. Það hefði einnig beint spjótum sínum að ákveðnum öldungadeildarþingmönnum til þess að grafa undan loftslagsstefnu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Upp á síðkastið hafa olíufyrirtækin verið sökuð um svonefndan grænþvott, að hreykja sér af meðvitund um umhverfismál og framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum í auglýsingum á sama tíma og þau halda áfram að mala gull á jarðefnaeldsneyti sem ógnar lífríki jarðar og samfélagi manna. Maloney og Khanna segja að fimm stærstu olíufyrirtækin á hlutabréfamarkaði hafi samanlagt varið að minnsta kosti milljarði dollara, vel á annað hundrað milljarða íslenskra króna, í að koma fölskum upplýsingum um loftslagsmál á framfæri á árunum 2015 til 2018. Hægt er að fylgjast með fundi þingnefndarinnar í spilaranum hér fyrir neðan:
Bandaríkin Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira