Orkuboltar, íþróttir og ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 29. október 2021 11:30 Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og tilgangurinn að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Að venju er lokaviðburður mánaðarins málþing ADHD samtakanna sem haldið er á Grand Hótel í dag. Yfirskriftin er „Orkuboltar og íþróttir“ og málþinginu ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinu streymi á Facebook síðu adhd samtakanna. Eðli máls samkvæmt er hreyfing stór hluti íþróttaiðkunar. Eins er góð ástæða fyrir að eitt besta þekkta einkenni ADHD er hreyfiofvirkni. Grunnorsök ADHD er röskun á taugaþroska í framheilastöðvum sem aftur veldur því að heili eins og minn vannýtir heilaboðefni á borð við dópamína áður en það hverfur. Öll hreyfing eykur framleiðslu dópamíns og styður þar með við eðlilega virkni í þessum heilastöðvum. Hreyfiofvirkni er upphaflega ómeðvituð leið barns til að styðja við dópamínbúskapinn. Því gefur auga leið að íþróttir geta gagnast vel einstaklingum með ADHD. Enda skal engan undra hversu margt afreksfólk í íþróttum er jafnframt með ADHD. Hvað umfjöllunarefni málþingsins varðar kemur fleira til. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með – og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Eins reynir íþrótta- og tómstundastarf mikið á félagsfærni barna með ADHD, sem oft er af skornum skammti. Samhliða undirbúningi á nýju námskeiði á vegum ADHD samtakanna, „TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD“ sem ætlað fyrir þjálfara og aðstoðarfólk þeirra, létu samtökin framkvæma rannsókn þessu tengt, á upplifun foreldra barna með ADHD. Ég hef undir höndum frumdrög af niðurstöðunum sem mér þykja fyrir margra hluta sakir áhugaverðar. Svo eitthvað sé tínnt til þá höfðu erfiðleikar í tengslum við íþróttaþátttöku hjá íþróttafélagi komið upp hjá rúmlega helmingi barnanna – eða 53,4% – en ólíkt íþróttum höfðu ekki nema 29% barna upplifað erfiðleika í þátttöku á tómstundastarfi. Í skriflegum svörum kemur ýmislegt fram, bæði jákvætt og neikvætt. Sumt kemu varla á óvart, einelti bæði á skólatíma og í þessu starfi, góðir leiðbeinendur sem gera gæfumuninn og svon hinir sem ekki ná til einstaklingsins eða hópsins í heild, geta eða vangeta til að veita hverju barni athygli og stuðning á þess eigin forsendum og svo má lengi telja. Eitt les ég þó milli lína og vil ítreka hér: Þó hugmyndafræði námskeiðsins fókusi á börn með ADHD þá muni breytt og bætt vinnubrögð eflaust gagnast fleirum. Hvort heldur einstaklingum með aðrar raskanir og/eða vandamál, nú eða hreinlega öllum hópnum. Á málþinginu verður fjallað á ýmsan máta um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Von okkar hjá ADHD samtökunum er að málþingið og sú umræða sem það skapar leiði til betra íþrótta- og tómsstundastarfs – ekki bara fyrir börn með ADHD, heldur okkur öll. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Íþróttir barna Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og tilgangurinn að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Að venju er lokaviðburður mánaðarins málþing ADHD samtakanna sem haldið er á Grand Hótel í dag. Yfirskriftin er „Orkuboltar og íþróttir“ og málþinginu ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinu streymi á Facebook síðu adhd samtakanna. Eðli máls samkvæmt er hreyfing stór hluti íþróttaiðkunar. Eins er góð ástæða fyrir að eitt besta þekkta einkenni ADHD er hreyfiofvirkni. Grunnorsök ADHD er röskun á taugaþroska í framheilastöðvum sem aftur veldur því að heili eins og minn vannýtir heilaboðefni á borð við dópamína áður en það hverfur. Öll hreyfing eykur framleiðslu dópamíns og styður þar með við eðlilega virkni í þessum heilastöðvum. Hreyfiofvirkni er upphaflega ómeðvituð leið barns til að styðja við dópamínbúskapinn. Því gefur auga leið að íþróttir geta gagnast vel einstaklingum með ADHD. Enda skal engan undra hversu margt afreksfólk í íþróttum er jafnframt með ADHD. Hvað umfjöllunarefni málþingsins varðar kemur fleira til. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með – og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Eins reynir íþrótta- og tómstundastarf mikið á félagsfærni barna með ADHD, sem oft er af skornum skammti. Samhliða undirbúningi á nýju námskeiði á vegum ADHD samtakanna, „TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD“ sem ætlað fyrir þjálfara og aðstoðarfólk þeirra, létu samtökin framkvæma rannsókn þessu tengt, á upplifun foreldra barna með ADHD. Ég hef undir höndum frumdrög af niðurstöðunum sem mér þykja fyrir margra hluta sakir áhugaverðar. Svo eitthvað sé tínnt til þá höfðu erfiðleikar í tengslum við íþróttaþátttöku hjá íþróttafélagi komið upp hjá rúmlega helmingi barnanna – eða 53,4% – en ólíkt íþróttum höfðu ekki nema 29% barna upplifað erfiðleika í þátttöku á tómstundastarfi. Í skriflegum svörum kemur ýmislegt fram, bæði jákvætt og neikvætt. Sumt kemu varla á óvart, einelti bæði á skólatíma og í þessu starfi, góðir leiðbeinendur sem gera gæfumuninn og svon hinir sem ekki ná til einstaklingsins eða hópsins í heild, geta eða vangeta til að veita hverju barni athygli og stuðning á þess eigin forsendum og svo má lengi telja. Eitt les ég þó milli lína og vil ítreka hér: Þó hugmyndafræði námskeiðsins fókusi á börn með ADHD þá muni breytt og bætt vinnubrögð eflaust gagnast fleirum. Hvort heldur einstaklingum með aðrar raskanir og/eða vandamál, nú eða hreinlega öllum hópnum. Á málþinginu verður fjallað á ýmsan máta um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Von okkar hjá ADHD samtökunum er að málþingið og sú umræða sem það skapar leiði til betra íþrótta- og tómsstundastarfs – ekki bara fyrir börn með ADHD, heldur okkur öll. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun