Jóhann Berg lék allan leikinn í fyrsta sigri Burnley | Palace með óvæntan sigur í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2021 16:21 Jóhann Berg vann loks leik. Nigel French/Getty Images Fjöldi leikja fór fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Burnley vann óvæntan 3-1 sigur á Brentford og Crystal Palace vann enn óvæntari sigur á Etihad-vellinum í Manchester. Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem tók á móti Brentford. Gestirnir hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru nýverið og það nýttu heimamenn sér svo sannarlega í dag. Chris Wood kom Burnley yfir í upphafi leiks og á 15. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Maxwel Cornet kom knettinum í netið. Markið hins vegar dæmt af og gestirnir gátu andað léttar. Stórsókn Burnley hélt hins vegar áfram og hægri bakvörðurinn Matthew Lowton kom liðinu í 2-0 á 32. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-0 er Cornet skoraði og markið stóð að þessu sinni. Leikmenn Brentford hafa eflaust verið fegnir er flautað var til hálfleiks þar sem staðan var 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Leikar róuðust í síðari hálfleik og minnkuðu gestirnir muninn í 3-1 þökk sé marki Saman Ghoddos undir lok leiks, reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsti sigur Burnley í vetur og liðið loks komið upp úr fallsæti. Jóhann Berg og félagar eru með sjö stig að loknum 10 leikjum. Brentford er á sama tíma með 12 stig. FULL TIME | Burnley 3 - 1 BrentfordA fantastic 3 points for the Clarets, get in! #BURBRE | #UTC pic.twitter.com/ku5cP5FGa7— Burnley FC (@BurnleyOfficial) October 30, 2021 Á Etihad-vellinum í Manchester var Crystal Palace í heimsókn hjá Englandsmeisturum Manchester City. Wilf Zaha kom gestunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu Conor Gallagher. Staðan 1-0 í hálfleik en skömmu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks fékk Aymeric Laporte rautt spjald fyrir að rífa leikmann Palace niður. Laporte var álitinn aftasti maður og fékk því rautt spjald að launum. Lærisveinar Pep Guardiola því manni færri og marki undir í hálfleik. Heimamenn sóttu og sóttu í síðari hálfleik. Gabriel Jesus hélt hann hefði jafnað metin en Phil Foden var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Allt kom fyrir ekki og undir lok leiks gulltryggði Conor Gallagher sigur gestanna. This club. pic.twitter.com/sx0iWKzGBZ— Crystal Palace F.C. (@CPFC) October 30, 2021 Lokatölur 0-2 og Palace fagnaði óvæntum en í raun verðskulduðum sigri. Þá vann Southampton 1-0 útisigur á Watford þökk sé marki Che Adams eftir tuttugu mínútna leik. Man City er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Palace er í 13. sæti með 12 stig. Southampton er í 14. sæti með 11 stig og Watford í 16. sæti með 10 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00 Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13 Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem tók á móti Brentford. Gestirnir hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru nýverið og það nýttu heimamenn sér svo sannarlega í dag. Chris Wood kom Burnley yfir í upphafi leiks og á 15. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Maxwel Cornet kom knettinum í netið. Markið hins vegar dæmt af og gestirnir gátu andað léttar. Stórsókn Burnley hélt hins vegar áfram og hægri bakvörðurinn Matthew Lowton kom liðinu í 2-0 á 32. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-0 er Cornet skoraði og markið stóð að þessu sinni. Leikmenn Brentford hafa eflaust verið fegnir er flautað var til hálfleiks þar sem staðan var 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Leikar róuðust í síðari hálfleik og minnkuðu gestirnir muninn í 3-1 þökk sé marki Saman Ghoddos undir lok leiks, reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsti sigur Burnley í vetur og liðið loks komið upp úr fallsæti. Jóhann Berg og félagar eru með sjö stig að loknum 10 leikjum. Brentford er á sama tíma með 12 stig. FULL TIME | Burnley 3 - 1 BrentfordA fantastic 3 points for the Clarets, get in! #BURBRE | #UTC pic.twitter.com/ku5cP5FGa7— Burnley FC (@BurnleyOfficial) October 30, 2021 Á Etihad-vellinum í Manchester var Crystal Palace í heimsókn hjá Englandsmeisturum Manchester City. Wilf Zaha kom gestunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu Conor Gallagher. Staðan 1-0 í hálfleik en skömmu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks fékk Aymeric Laporte rautt spjald fyrir að rífa leikmann Palace niður. Laporte var álitinn aftasti maður og fékk því rautt spjald að launum. Lærisveinar Pep Guardiola því manni færri og marki undir í hálfleik. Heimamenn sóttu og sóttu í síðari hálfleik. Gabriel Jesus hélt hann hefði jafnað metin en Phil Foden var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Allt kom fyrir ekki og undir lok leiks gulltryggði Conor Gallagher sigur gestanna. This club. pic.twitter.com/sx0iWKzGBZ— Crystal Palace F.C. (@CPFC) October 30, 2021 Lokatölur 0-2 og Palace fagnaði óvæntum en í raun verðskulduðum sigri. Þá vann Southampton 1-0 útisigur á Watford þökk sé marki Che Adams eftir tuttugu mínútna leik. Man City er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Palace er í 13. sæti með 12 stig. Southampton er í 14. sæti með 11 stig og Watford í 16. sæti með 10 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00 Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13 Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00
Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13
Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26