Við lýsum yfir stuðningi við djarfar aðgerðir Árni Oddur Þórðarson, Birna Einarsdóttir, Margrét Kristmannsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Sæmundur Sæmundsson og Ægir Már Þórisson skrifa 1. nóvember 2021 08:31 Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við. Við undirrituð lýsum yfir stuðningi við að stjórnvöld setji sér hið fyrsta djörf markmið til lengri tíma til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarssamkomulagsins. Þessum markmiðum þarf að fylgja skýr aðgerðaráætlun, með skýrum millimarkmiðum fyrir árið 2030. Hlýnun hraðari en áætlað var Parísarsamkomulagið miðar við að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C, helst undir 1,5°C miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Nýleg skýrsla IPCC, sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sýnir hins vegar að hlýnunin, með öllum sínum afleiðingum á veðurkerfi og vistkerfi jarðar, sé að eiga sér stað hraðar en áætlað var. Útlit er fyrir að hlýnunin verði 1,5°C til 1,6°C á innan við næstu tuttugu árum. Kerfislægar breytingar kalla á kerfislæg viðbrögð Við hvetjum stjórnvöld til virkrar samvinnu og samtals um þær flóknu, kerfislægu, alþjóðlegu og kostnaðarsömu aðgerðir sem loftslagsváin krefur okkur um. Loftslagsváin þekkir ekki landamæri og því er mikilvægt að Ísland marki sér skýra stefnu í þessum málum. Ekki aðeins hafa loftslagsbreytingar áhrif á veðurkerfi okkar, jörð, loft og hafið í kringum Ísland. Heldur kallar loftslagsógnin á stórfelldar breytingar á kerfum, neysluhegðun og lifnaðarháttum jarðarbúa. Það þýðir að þær vörur, hugvit og þekking sem hér skapast þurfa að þróast í takt við það sem kallað er eftir á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. Lokamarkmiðið er alltaf að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra framtíð. Hlutverk einkageirans að finna út úr því Þjóðir heims hafa undirritað Parísarsamkomulagið og það lýsir samfélagssáttmála sem íbúar jarðar hafa gert með sér. Við áttum okkur á því að yfirvöld eru smeyk við að setja sér djörf markmið til langs tíma. Að þau séu hrædd um að það grafi undan samkeppnishæfni, dragi úr hagvexti og fækki störfum. Okkar skilaboð til yfirvalda eru þau að það er ekki síst hlutverk einkageirans að finna út úr því og koma málum þannig fyrir að áskoranir verði að tækifærum. Hagkerfi framtíðarinnar Við erum forstjórar og framkvæmdastjórar í íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi og við áttum okkur á því að stærstur hluti fjárfestinga í umbreytingunni yfir í lágkolefnamarkað og hringrásarhagkerfi kemur frá einkageiranum. Við áttum okkur líka á því að í þessari þróun felast gríðarleg tækifæri. Að einu viðskiptatækifærin framundan eru að finna í grænu, lágkolefna og sjálfbæru hagkerfi. Annað er léleg áhættustjórnun og lélegt viðskiptavit. Gerum rétta valið auðvelt Markmiðið okkar allra ætti að vera að gera réttar ákvarðanir auðveldar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og vondar ákvarðanir erfiðar og dýrar. Breytingarnar framundan eru óhjákvæmilegar. Þær er að finna í náttúrunni, í breyttri upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja og í laga og regluverki sem innleiðing er hafin á. Með því að taka virkan þátt í þessum hröðu breytingum framundan, sköpum við okkur forskot á samkeppnismarkaði. Við höfum alla burði til hreyfa okkur hratt, sýna fordæmi fyrir önnur lönd á sviðum sem við erum sterk á og halda áfram nýsköpun í átt að grænna hagkerfi. Höfum hraðann á Ákvarðanir um aðgerðir í loftslagsmálum þarf að taka af festu, dirfsku og áræðni. Öllum breytingum fylgir sársauki og álag en í þeim felast líka gríðarleg tækifæri til betri framtíðar, ef rétt er á spöðunum haldið. Við hvetjum til öflugs samstarfs milli yfirvalda og atvinnulífsins um þessa mikilvægu þætti. Það samstarf þarf að hefjast strax. Höfundar eru Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við. Við undirrituð lýsum yfir stuðningi við að stjórnvöld setji sér hið fyrsta djörf markmið til lengri tíma til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarssamkomulagsins. Þessum markmiðum þarf að fylgja skýr aðgerðaráætlun, með skýrum millimarkmiðum fyrir árið 2030. Hlýnun hraðari en áætlað var Parísarsamkomulagið miðar við að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C, helst undir 1,5°C miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Nýleg skýrsla IPCC, sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sýnir hins vegar að hlýnunin, með öllum sínum afleiðingum á veðurkerfi og vistkerfi jarðar, sé að eiga sér stað hraðar en áætlað var. Útlit er fyrir að hlýnunin verði 1,5°C til 1,6°C á innan við næstu tuttugu árum. Kerfislægar breytingar kalla á kerfislæg viðbrögð Við hvetjum stjórnvöld til virkrar samvinnu og samtals um þær flóknu, kerfislægu, alþjóðlegu og kostnaðarsömu aðgerðir sem loftslagsváin krefur okkur um. Loftslagsváin þekkir ekki landamæri og því er mikilvægt að Ísland marki sér skýra stefnu í þessum málum. Ekki aðeins hafa loftslagsbreytingar áhrif á veðurkerfi okkar, jörð, loft og hafið í kringum Ísland. Heldur kallar loftslagsógnin á stórfelldar breytingar á kerfum, neysluhegðun og lifnaðarháttum jarðarbúa. Það þýðir að þær vörur, hugvit og þekking sem hér skapast þurfa að þróast í takt við það sem kallað er eftir á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. Lokamarkmiðið er alltaf að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra framtíð. Hlutverk einkageirans að finna út úr því Þjóðir heims hafa undirritað Parísarsamkomulagið og það lýsir samfélagssáttmála sem íbúar jarðar hafa gert með sér. Við áttum okkur á því að yfirvöld eru smeyk við að setja sér djörf markmið til langs tíma. Að þau séu hrædd um að það grafi undan samkeppnishæfni, dragi úr hagvexti og fækki störfum. Okkar skilaboð til yfirvalda eru þau að það er ekki síst hlutverk einkageirans að finna út úr því og koma málum þannig fyrir að áskoranir verði að tækifærum. Hagkerfi framtíðarinnar Við erum forstjórar og framkvæmdastjórar í íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi og við áttum okkur á því að stærstur hluti fjárfestinga í umbreytingunni yfir í lágkolefnamarkað og hringrásarhagkerfi kemur frá einkageiranum. Við áttum okkur líka á því að í þessari þróun felast gríðarleg tækifæri. Að einu viðskiptatækifærin framundan eru að finna í grænu, lágkolefna og sjálfbæru hagkerfi. Annað er léleg áhættustjórnun og lélegt viðskiptavit. Gerum rétta valið auðvelt Markmiðið okkar allra ætti að vera að gera réttar ákvarðanir auðveldar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og vondar ákvarðanir erfiðar og dýrar. Breytingarnar framundan eru óhjákvæmilegar. Þær er að finna í náttúrunni, í breyttri upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja og í laga og regluverki sem innleiðing er hafin á. Með því að taka virkan þátt í þessum hröðu breytingum framundan, sköpum við okkur forskot á samkeppnismarkaði. Við höfum alla burði til hreyfa okkur hratt, sýna fordæmi fyrir önnur lönd á sviðum sem við erum sterk á og halda áfram nýsköpun í átt að grænna hagkerfi. Höfum hraðann á Ákvarðanir um aðgerðir í loftslagsmálum þarf að taka af festu, dirfsku og áræðni. Öllum breytingum fylgir sársauki og álag en í þeim felast líka gríðarleg tækifæri til betri framtíðar, ef rétt er á spöðunum haldið. Við hvetjum til öflugs samstarfs milli yfirvalda og atvinnulífsins um þessa mikilvægu þætti. Það samstarf þarf að hefjast strax. Höfundar eru Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun