Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 19:10 Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu. Vísir/Egill Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. „Hennar ábyrgð er ekki minni heldur en hinna. Og ef það verður svo þá er ekkert annað í stöðunni en að trúnaðarráð komi saman og kalli eftir nýjum kosningum í stéttarfélagið,“ segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hafa Sólveig Anna Jónsdóttir sagt af sér sem formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson sagt upp sem framkvæmdastjóri. Upphafið má rekja til kröfu Guðmundar um að fá afhenta ályktun starfsfólks þar sem Sólveig Anna er borin þungum sökum, meðal annars kjarasamningsbrot. Guðmundur segir að Sólveig hafi stillt fólki upp við vegg þegar hún boðaði það á fund og fór fram á að ásakanirnar yrðu dregnar til baka – ella myndi hún segja af sér. „Það er óþolandi að stilla starfsfólki svona upp eins og gert var á þessum starfsmannafundi,“ segir Guðmundur, og bætir við að mikil ólga hafi ríkt á fundinum. „Það var mikil geðshræring á þessum fundi, eins skiljanlegt og það nú er. Ég var ekki vinsælasti maðurinn þarna á svæðinu og það kom frá að minnsta kosti tveimur stjórnarmönnum að ég ætti að segja af mér fyrir trúnaðarbrot,“ segir hann, en Guðmundur greindi frá því á RÚV fyrir helgi að stjórnin hefði neitað að afhenda honum ályktunina. „Ég var eingöngu að fara eftir því sem mér ber skylda til sem réttkjörins stjórnarmanns í Eflingu. Ég á að rækja skyldur mínar, fylgjast með því sem gerist þarna og þarna var verið að halda að mér upplýsingum.“ Sjálfur segist hann ekki ætla að segja af sér, enda sé hann með umboð kjósenda stéttarfélagsins til að starfa innan stjórnarinnar. Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
„Hennar ábyrgð er ekki minni heldur en hinna. Og ef það verður svo þá er ekkert annað í stöðunni en að trúnaðarráð komi saman og kalli eftir nýjum kosningum í stéttarfélagið,“ segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hafa Sólveig Anna Jónsdóttir sagt af sér sem formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson sagt upp sem framkvæmdastjóri. Upphafið má rekja til kröfu Guðmundar um að fá afhenta ályktun starfsfólks þar sem Sólveig Anna er borin þungum sökum, meðal annars kjarasamningsbrot. Guðmundur segir að Sólveig hafi stillt fólki upp við vegg þegar hún boðaði það á fund og fór fram á að ásakanirnar yrðu dregnar til baka – ella myndi hún segja af sér. „Það er óþolandi að stilla starfsfólki svona upp eins og gert var á þessum starfsmannafundi,“ segir Guðmundur, og bætir við að mikil ólga hafi ríkt á fundinum. „Það var mikil geðshræring á þessum fundi, eins skiljanlegt og það nú er. Ég var ekki vinsælasti maðurinn þarna á svæðinu og það kom frá að minnsta kosti tveimur stjórnarmönnum að ég ætti að segja af mér fyrir trúnaðarbrot,“ segir hann, en Guðmundur greindi frá því á RÚV fyrir helgi að stjórnin hefði neitað að afhenda honum ályktunina. „Ég var eingöngu að fara eftir því sem mér ber skylda til sem réttkjörins stjórnarmanns í Eflingu. Ég á að rækja skyldur mínar, fylgjast með því sem gerist þarna og þarna var verið að halda að mér upplýsingum.“ Sjálfur segist hann ekki ætla að segja af sér, enda sé hann með umboð kjósenda stéttarfélagsins til að starfa innan stjórnarinnar.
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31
Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54