Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá lífeyrissjóðunum þrettán þar sem segir að viljayfirlýsing þess efnis sem sjóðirnar hafi skrifað undir gagnvart alþjóðlegu samtökunum Climate Investment Coalition var formlega kynnt í morgun á lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem fram fer í Glasgow í Skotlandi.
Lífeyrissjóðirnir sem taka þátt eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi-lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífsverk, LSR, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, SL lífeyrissjóður og Stapi lífeyrissjóður.
Hlutur Live 150 milljarðar, hlutur Gildis 95 milljarðar
Á vef Lífeyrissjóð Verslunarmanna segir að hlutur hans í viljayfirlýsingunni sé markmið um að fjárfesta fyrir 150 milljarða í grænum fjárfestingum. Hlutir Gildis er 95 milljarðar að því er segir á vef sjóðsins.

Segir í tilkynningunni að með þessu staðfesti lífeyrissjóðirnir vilja til að stórauka grænar fjárfestingar og styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
„Sjóðirnir munu meðal annars horfa til verkefna sem nýta jarðvarma en einnig er stefnan að styðja viðaukna notkun annarra sjálfbærra orkugjafa með það að markmiði að stuðla að aukinni notkun hreinnarorku í samgöngum og atvinnustarfsemi,“ segir í tilkynningunni.
Þá mun Climate Investment Coalition fylgjast með og mæla hvort þátttakendur í verkefninu standi við yfirlýst markmið og birta niðurstöður sínar árlega.
Markmið samtakanna er að stuðla að aukinni fjárfestingu í hreinni orku og öðrum umhverfislausnum, svo sem nýtingu jarðhita, vindorku, sólarorku, bættrar orkunýtingar í byggingum og bættri tækni við flutning raforku.