580 milljarðar frá lífeyrissjóðum í loftslagstengdar fjárfestingar Tómas N. Möller skrifar 4. nóvember 2021 08:01 Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna. Með yfirlýsingunni staðfesta sjóðirnir þrettán vilja sinn til að stórauka grænar fjárfestingar sínar. Þeir styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við markmið Parísarsáttmálans frá 2015 um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn af þessum sjóðum og þátttaka hans er liður í aukinni áherslu sjóðsins á sjálfbærar fjárfestingar. Verkefnið er liður í stærra verkefni, samstarfi norrænna og breskra lífeyrissjóða undir merkjum CIC – Climate Investment Coaliton. Þátttakendur í samstarfinu hafa lýst yfir áformum um 130 milljarða bandaríkjadala fjárfestingu í hreinni orku og loftslagstengdum verkefnum fram til ársins 2030, sem svarar til hartnær 17.000 milljarða íslenskra króna. Liður í stærra samspili Hér stíga íslenskir lífeyrissjóðir farsælt skref framá við. Yfirlýsingin er líka táknræn og til þess fallin að skapa góðan meðbyr með verkefnum sem vinna gegn hamfarahlýnun. Góð rök eru fyrir því að í þeirri áskorun felist mörg tækifæri. Sem dæmi birti Alþjóðaorkumálastofnunin í París, IEA, tímamótaskýrslu í maí s.l. Þar segir stofnunin að engin þörf sé lengur á að fjárfesta í nýjum olíuvinnsluverkefnum og áréttar að auki að olíuvinnsla sé ósamrýmanleg alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Já, og það kemur meira áhugavert fram í þessari tímamótayfirlýsingum IEA, sem þar til fyrir skömmu talaði ákveðið fyrir hagsmuni olíuframleiðsluríkja. Þar er m.a. gert ráð fyrir að árlegar fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu þurfi að þrefaldast fram til ársins 2030 eða í yfir fjórar trilljónir bandaríkjadollara. Það jafngildir 520 billjónum íslenskra króna eða kr. 520.000.000.000.000. Það svarar í heild til ríflega 100 trilljón bandaríkjadollara í fjárfestingar til framleiðslu hreinnar orku fram til ársins 2050 – hvað eru mörg núll í því? Þetta eru stórar tölur á alla mælikvarða. Í þeim felast líka mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, fjárfesta og starfsfólk. Af nógu er að taka í framsýnum verkefnum og fjárfestingum. Hvað verður að frétta af COP26 – Mikil áhersla á hlutverk fjárfesta Á yfirstandandi loftslagsráðstefnu, COP26, er mjög horft til hlutverks fjármálafyrirtækja varðandi lóð á vogaskálar loftslagslausna, enda er fjárfestingargeta einkafjárfesta fjórföld á við opinbera aðila. Að sama skapi er horft til framsækinna fyrirtækja af öllum stærðum, að þau bjóði lausnir og fjárfestingartækifæri. Það er spennandi að sjá hvernig næstu tveimur vikum vindur fram og hver áhrifin verða næstu misseri og ár. Mark Carney, fyrrverandi bakastjóri Englandsbanka, hefur sagt metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi vera stórkostlegasta viðskiptatækifæri okkar tíma. Í þessari umbreytingu felst líka gríðarleg áhætta og líkur á töpuðum tækifærum fyrir þá sem fylgja vegferðinni ekki af fullum krafti. Eða eins og segir í laginu „The winners takes it all“. Höfundur er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Umhverfismál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna. Með yfirlýsingunni staðfesta sjóðirnir þrettán vilja sinn til að stórauka grænar fjárfestingar sínar. Þeir styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við markmið Parísarsáttmálans frá 2015 um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn af þessum sjóðum og þátttaka hans er liður í aukinni áherslu sjóðsins á sjálfbærar fjárfestingar. Verkefnið er liður í stærra verkefni, samstarfi norrænna og breskra lífeyrissjóða undir merkjum CIC – Climate Investment Coaliton. Þátttakendur í samstarfinu hafa lýst yfir áformum um 130 milljarða bandaríkjadala fjárfestingu í hreinni orku og loftslagstengdum verkefnum fram til ársins 2030, sem svarar til hartnær 17.000 milljarða íslenskra króna. Liður í stærra samspili Hér stíga íslenskir lífeyrissjóðir farsælt skref framá við. Yfirlýsingin er líka táknræn og til þess fallin að skapa góðan meðbyr með verkefnum sem vinna gegn hamfarahlýnun. Góð rök eru fyrir því að í þeirri áskorun felist mörg tækifæri. Sem dæmi birti Alþjóðaorkumálastofnunin í París, IEA, tímamótaskýrslu í maí s.l. Þar segir stofnunin að engin þörf sé lengur á að fjárfesta í nýjum olíuvinnsluverkefnum og áréttar að auki að olíuvinnsla sé ósamrýmanleg alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Já, og það kemur meira áhugavert fram í þessari tímamótayfirlýsingum IEA, sem þar til fyrir skömmu talaði ákveðið fyrir hagsmuni olíuframleiðsluríkja. Þar er m.a. gert ráð fyrir að árlegar fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu þurfi að þrefaldast fram til ársins 2030 eða í yfir fjórar trilljónir bandaríkjadollara. Það jafngildir 520 billjónum íslenskra króna eða kr. 520.000.000.000.000. Það svarar í heild til ríflega 100 trilljón bandaríkjadollara í fjárfestingar til framleiðslu hreinnar orku fram til ársins 2050 – hvað eru mörg núll í því? Þetta eru stórar tölur á alla mælikvarða. Í þeim felast líka mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, fjárfesta og starfsfólk. Af nógu er að taka í framsýnum verkefnum og fjárfestingum. Hvað verður að frétta af COP26 – Mikil áhersla á hlutverk fjárfesta Á yfirstandandi loftslagsráðstefnu, COP26, er mjög horft til hlutverks fjármálafyrirtækja varðandi lóð á vogaskálar loftslagslausna, enda er fjárfestingargeta einkafjárfesta fjórföld á við opinbera aðila. Að sama skapi er horft til framsækinna fyrirtækja af öllum stærðum, að þau bjóði lausnir og fjárfestingartækifæri. Það er spennandi að sjá hvernig næstu tveimur vikum vindur fram og hver áhrifin verða næstu misseri og ár. Mark Carney, fyrrverandi bakastjóri Englandsbanka, hefur sagt metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi vera stórkostlegasta viðskiptatækifæri okkar tíma. Í þessari umbreytingu felst líka gríðarleg áhætta og líkur á töpuðum tækifærum fyrir þá sem fylgja vegferðinni ekki af fullum krafti. Eða eins og segir í laginu „The winners takes it all“. Höfundur er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun